Sigmundur Davíð: Stjórnin er skíthrædd við almenning 15. febrúar 2011 22:45 Sigmundur Davíð segir að ríkisstjórnina sé „skííííthrædd við almenning." Mynd/Anton Brink Formaður Framsóknarflokksins segir ljóst að ríkisstjórnin ætli gera allt sem hún geti til að ljúka umræðunni um Icesave samninganna sem fyrst. Hann segir ríkisstjórnina skíthrædda við almenning. Þriðja umræða um málið stendur enn yfir á Alþingi en atkvæðagreiðslan fer væntanlega fram í upphafi þingfundar á morgun. Þegar þetta er skrifað eru sjö þingmenn á mælendaskrá og því lítur allt út fyrir að þingfundur muni standa fram á nótt. Meðal þeirra sem tekið til máls í umræðunum í kvöld er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Hann fjallar jafnframt um málið á samskiptavefinn Facebook en þar skrifar Sigmundur Davíð: „Þá liggur fyrir að ríkisstjórnin og Co. ætla að gera allt sem þau geta til að Icesave-umræðunni ljúki sem fyrst. Þingmenn eiga að klára umræðuna um miðja nótt. Svo gripið sé til orðavals forsætisráðherra: Ríkisstjórnin er skíííthrædd, skííííthrædd við almenning." Þá sagði Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, í umræðum á ellefta tímanum í kvöld Icesave samninganna eiga að fara aftur til þjóðarinnar. Hann sagði ríkisstjórnina hafa komið fyrri samningnum í gegnum þingið í krafti meirihluta og að þá hafi stjórnin ekki gengið í takti við þjóðina „og við erum aftur komin á sama stað.“ Fyrr í kvöld sagðist Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vera þeirrar skoðunar að almenningur ætti að greiða atkvæði um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá tók Guðlaugur undir með Kristjáni Þór Júlíussyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem sagði fyrr í umræðunni að málið væri hið ömurlegasta. Kristján sagði auk þess ekkert hæft í þeim fullyrðingum að Sjálfstæðisflokkurinn hefði skipt um skoðun í Icesave málinu. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins segir ljóst að ríkisstjórnin ætli gera allt sem hún geti til að ljúka umræðunni um Icesave samninganna sem fyrst. Hann segir ríkisstjórnina skíthrædda við almenning. Þriðja umræða um málið stendur enn yfir á Alþingi en atkvæðagreiðslan fer væntanlega fram í upphafi þingfundar á morgun. Þegar þetta er skrifað eru sjö þingmenn á mælendaskrá og því lítur allt út fyrir að þingfundur muni standa fram á nótt. Meðal þeirra sem tekið til máls í umræðunum í kvöld er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Hann fjallar jafnframt um málið á samskiptavefinn Facebook en þar skrifar Sigmundur Davíð: „Þá liggur fyrir að ríkisstjórnin og Co. ætla að gera allt sem þau geta til að Icesave-umræðunni ljúki sem fyrst. Þingmenn eiga að klára umræðuna um miðja nótt. Svo gripið sé til orðavals forsætisráðherra: Ríkisstjórnin er skíííthrædd, skííííthrædd við almenning." Þá sagði Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, í umræðum á ellefta tímanum í kvöld Icesave samninganna eiga að fara aftur til þjóðarinnar. Hann sagði ríkisstjórnina hafa komið fyrri samningnum í gegnum þingið í krafti meirihluta og að þá hafi stjórnin ekki gengið í takti við þjóðina „og við erum aftur komin á sama stað.“ Fyrr í kvöld sagðist Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vera þeirrar skoðunar að almenningur ætti að greiða atkvæði um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá tók Guðlaugur undir með Kristjáni Þór Júlíussyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem sagði fyrr í umræðunni að málið væri hið ömurlegasta. Kristján sagði auk þess ekkert hæft í þeim fullyrðingum að Sjálfstæðisflokkurinn hefði skipt um skoðun í Icesave málinu.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Sjá meira