BÍ: „Leyndin þjónar hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela“ 15. febrúar 2011 12:24 Mynd: GVA „Leyndin þjónar hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela. Svo einfalt er það. Stjórn Blaðamannafélags Íslands skorar á íslenskan almenning að standa vörð um tjáningarfrelsið í landinu og treystir því að íslenskir dómstólar standi vörð um rétt fjölmiðla til að fjalla um það sem fréttnæmt er í íslensku samfélagi." Þannig hljóðar niðurlag samþykktar sem stjórn Blaðamannafélgs Íslands sendi frá sér. Tilefni samþykktarinnar er dómur yfir blaðamanni og ritstjórum DV sem féll þann 10. febrúar. Ályktun stjórnarinnar er í heild sinni svohljóðandi: Hvað þarf að hrynja á Íslandi til þess að íslenskir dómstólar viðurkenni hlutverk fjölmiðla og opinnar gagnrýninnar umræðu í lýðræðissamfélagi nútímans? Hvað þarf að gerast til þess að fjölmiðlar á Íslandi njóti sambærilegs frelsis og fjölmiðlar í nágrannalöndunum til þess að setja á dagskrá mikilvæga þætti í samtímanum og sinna þannig aðhaldshlutverki sínu? Var hrun bankakerfis þjóðarinnar með tilheyrandi hörmungum fyrir íslenskan almenning engin lexía í þeim efnum? Varð hrunið vegna þess að gagnsæi í íslensku samfélagi væri of mikið og aðgangsharka fjölmiðla úr hófi? Svo sannarlega ekki. Það skorti á heilbrigða, gagnrýna, sanngjarna og upplýsta umræðu í íslensku samfélagi í aðdraganda hrunsins og það skiptir óendanlega miklu máli fyrir þróun íslensks samfélags að slíkri umræðu sé leyft að þróast og þroskast með eðlilegum hætti án óeðlilegra afskipta. Aðeins þannig tryggjum við heilbrigði samfélagsins og það er vegna þess sem vestræn lýðræðisríki, sem við viljum bera okkur saman við, leggja svo mikla áherslu á tjáningarfrelsið og hlutverk þess að önnur mikilvæg lýðréttindi verða stundum að víkja. Nú hefur það gerst að íslenskur dómari hefur úrskurðað að umfjöllun um viðskipti manna teljist til persónulegra einkamálefna þeirra og dæmt blaðamann og ritstjóra DV til refsingar og miskabóta af þeim sökum. Engu máli virðist skipta hvort um svonefnda opinbera persónu er að ræða eða ekki. „Er óumdeilt að stefnandi hefur aldrei gefið tilefni til slíkrar umfjöllunar með því að ræða við fjölmiðla um fjármál sín. Þá hefur umfjöllunin ekkert fréttagildi, hún er ómálefnaleg og hefur engin tengsl við störf stefnanda." Þarna er búið að þenja einkalífshugtakið úr öllu hófi og það sér það hver maður hversu galin sú niðurstaða er og hvað hún þýði, fái hún að standa, fyrir umfjöllun í samfélaginu almennt og sérstaklega í því uppgjöri sem nú fer fram í íslensku samfélagi eftir hrunið. Það skortir því miður mikið á að íslenskir dómstólar og stjórnvöld hafi skilning á mikilvægi tjáningarfrelsisins og hlutverki fjölmiðla og fjölmiðlamanna í samfélaginu. Dómstólar hafa með dómum sínum ítekað lagt stein í götu eðlilegrar umræðu í fjölmiðlunum, t.a.m. hvað varðar umfjöllun um mögulegt lögregluofbeldi, listaverkafalsanir og mansal, svo einungis nokkur dæmi séu nefnd. Þá virðast stjórnvöld ekki hafa áhuga að styrkja lýðræðisumræðuna í landinu. Þvert á móti reynir framkvæmdavaldið í nýju frumvarpi til fjölmiðlalaga að leiða í lög vísi að mögulegri ritskoðun með því að setja á laggirnar eftirlitsaðila með umfjöllunarefnum fjölmiðla. Enn er bætt gráu ofan á svart í nýju frumvarpi til upplýsingalaga, þar sem lögð er til fjölgun undanþágna framkvæmdavaldsins frá upplýsingaskyldu. Leyndin þjónar hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela. Svo einfalt er það. Stjórn Blaðamannafélags Íslands skorar á íslenskan almenning að standa vörð um tjáningarfrelsið í landinu og treystir því að íslenskir dómstólar standi vörð um rétt fjölmiðla til að fjalla um það sem fréttnæmt er í íslensku samfélagi. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
„Leyndin þjónar hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela. Svo einfalt er það. Stjórn Blaðamannafélags Íslands skorar á íslenskan almenning að standa vörð um tjáningarfrelsið í landinu og treystir því að íslenskir dómstólar standi vörð um rétt fjölmiðla til að fjalla um það sem fréttnæmt er í íslensku samfélagi." Þannig hljóðar niðurlag samþykktar sem stjórn Blaðamannafélgs Íslands sendi frá sér. Tilefni samþykktarinnar er dómur yfir blaðamanni og ritstjórum DV sem féll þann 10. febrúar. Ályktun stjórnarinnar er í heild sinni svohljóðandi: Hvað þarf að hrynja á Íslandi til þess að íslenskir dómstólar viðurkenni hlutverk fjölmiðla og opinnar gagnrýninnar umræðu í lýðræðissamfélagi nútímans? Hvað þarf að gerast til þess að fjölmiðlar á Íslandi njóti sambærilegs frelsis og fjölmiðlar í nágrannalöndunum til þess að setja á dagskrá mikilvæga þætti í samtímanum og sinna þannig aðhaldshlutverki sínu? Var hrun bankakerfis þjóðarinnar með tilheyrandi hörmungum fyrir íslenskan almenning engin lexía í þeim efnum? Varð hrunið vegna þess að gagnsæi í íslensku samfélagi væri of mikið og aðgangsharka fjölmiðla úr hófi? Svo sannarlega ekki. Það skorti á heilbrigða, gagnrýna, sanngjarna og upplýsta umræðu í íslensku samfélagi í aðdraganda hrunsins og það skiptir óendanlega miklu máli fyrir þróun íslensks samfélags að slíkri umræðu sé leyft að þróast og þroskast með eðlilegum hætti án óeðlilegra afskipta. Aðeins þannig tryggjum við heilbrigði samfélagsins og það er vegna þess sem vestræn lýðræðisríki, sem við viljum bera okkur saman við, leggja svo mikla áherslu á tjáningarfrelsið og hlutverk þess að önnur mikilvæg lýðréttindi verða stundum að víkja. Nú hefur það gerst að íslenskur dómari hefur úrskurðað að umfjöllun um viðskipti manna teljist til persónulegra einkamálefna þeirra og dæmt blaðamann og ritstjóra DV til refsingar og miskabóta af þeim sökum. Engu máli virðist skipta hvort um svonefnda opinbera persónu er að ræða eða ekki. „Er óumdeilt að stefnandi hefur aldrei gefið tilefni til slíkrar umfjöllunar með því að ræða við fjölmiðla um fjármál sín. Þá hefur umfjöllunin ekkert fréttagildi, hún er ómálefnaleg og hefur engin tengsl við störf stefnanda." Þarna er búið að þenja einkalífshugtakið úr öllu hófi og það sér það hver maður hversu galin sú niðurstaða er og hvað hún þýði, fái hún að standa, fyrir umfjöllun í samfélaginu almennt og sérstaklega í því uppgjöri sem nú fer fram í íslensku samfélagi eftir hrunið. Það skortir því miður mikið á að íslenskir dómstólar og stjórnvöld hafi skilning á mikilvægi tjáningarfrelsisins og hlutverki fjölmiðla og fjölmiðlamanna í samfélaginu. Dómstólar hafa með dómum sínum ítekað lagt stein í götu eðlilegrar umræðu í fjölmiðlunum, t.a.m. hvað varðar umfjöllun um mögulegt lögregluofbeldi, listaverkafalsanir og mansal, svo einungis nokkur dæmi séu nefnd. Þá virðast stjórnvöld ekki hafa áhuga að styrkja lýðræðisumræðuna í landinu. Þvert á móti reynir framkvæmdavaldið í nýju frumvarpi til fjölmiðlalaga að leiða í lög vísi að mögulegri ritskoðun með því að setja á laggirnar eftirlitsaðila með umfjöllunarefnum fjölmiðla. Enn er bætt gráu ofan á svart í nýju frumvarpi til upplýsingalaga, þar sem lögð er til fjölgun undanþágna framkvæmdavaldsins frá upplýsingaskyldu. Leyndin þjónar hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela. Svo einfalt er það. Stjórn Blaðamannafélags Íslands skorar á íslenskan almenning að standa vörð um tjáningarfrelsið í landinu og treystir því að íslenskir dómstólar standi vörð um rétt fjölmiðla til að fjalla um það sem fréttnæmt er í íslensku samfélagi.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira