Telja lögreglu þurfa auknar rannsóknarheimildir 16. febrúar 2011 05:30 Lögreglan þarf auknar rannsóknarheimildir, segja níu þingmenn. „Lögregla hér þarf að hafa sömu fyrirbyggjandi rannsóknarheimildir og starfsbræður hennar í nágrannalöndunum." Þetta segir Siv Friðleifsdóttir, fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um fyrirbyggjandi rannsóknarheimildir lögreglu. Auk Sivjar standa átta þingmenn úr þremur flokkum að tillögunni. „Á síðustu árum hef ég fylgst með málefnum lögreglu, bæði fyrir hönd framsóknarmanna og í þinginu almennt," útskýrir Siv. „Jafnframt hef ég fylgst með því sem verið er að gera í stjórnkerfinu varðandi skipulagða glæpastarfsemi. Það er alveg ljóst að lengi hefur verið rætt um að það skorti auknar heimildir til handa lögreglu til að fara í þessar fyrirbyggjandi rannsóknir. Þessar heimildir hafa lögreglulið hinna Norðurlandaríkjanna og víðast hvar í Evrópu. Við Íslendingar höfum alltaf viljað trúa því að svona skipulagða glæpastarfsemi reki ekki á okkar fjörur því við séum vernduð hér úti í norðurhafi." Siv segir, að þrátt fyrir þetta hafi sést hér á landi dæmi, sem hafi farið fjölgandi, um skipulagða glæpastarfsemi. Hún kveðst einkum leggja þar áherslu á mansal, sem menn hefðu ekki átt von á að kæmi upp hér þótt reyndin hefði orðið önnur, svo og skipulagðan innflutning á fíkniefnum. „Almenn skipulögð glæpastarfsemi virðir engin landamæri," segir Siv enn fremur. „Við erum í miklu samstarfi við nágrannalöndin og þurfum að geta tekið vel á málum þegar brotamenn fara á milli landa." Siv undirstrikar að lokum að skýrt eftirlit þurfi að fylgja beitingu rannsóknarheimildanna.- jss Tengdar fréttir Lögreglumenn fái auknar heimildir Níu þingmenn þriggja stjórnmálaflokka vilja að lögreglan fái auknar heimildir sem eru sambærilegar við þær heimildir sem lögregla í öðrum norrænum ríkjum hefur til að rannsaka og grípa til gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Um svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir er að ræða. 14. febrúar 2011 17:39 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
„Lögregla hér þarf að hafa sömu fyrirbyggjandi rannsóknarheimildir og starfsbræður hennar í nágrannalöndunum." Þetta segir Siv Friðleifsdóttir, fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um fyrirbyggjandi rannsóknarheimildir lögreglu. Auk Sivjar standa átta þingmenn úr þremur flokkum að tillögunni. „Á síðustu árum hef ég fylgst með málefnum lögreglu, bæði fyrir hönd framsóknarmanna og í þinginu almennt," útskýrir Siv. „Jafnframt hef ég fylgst með því sem verið er að gera í stjórnkerfinu varðandi skipulagða glæpastarfsemi. Það er alveg ljóst að lengi hefur verið rætt um að það skorti auknar heimildir til handa lögreglu til að fara í þessar fyrirbyggjandi rannsóknir. Þessar heimildir hafa lögreglulið hinna Norðurlandaríkjanna og víðast hvar í Evrópu. Við Íslendingar höfum alltaf viljað trúa því að svona skipulagða glæpastarfsemi reki ekki á okkar fjörur því við séum vernduð hér úti í norðurhafi." Siv segir, að þrátt fyrir þetta hafi sést hér á landi dæmi, sem hafi farið fjölgandi, um skipulagða glæpastarfsemi. Hún kveðst einkum leggja þar áherslu á mansal, sem menn hefðu ekki átt von á að kæmi upp hér þótt reyndin hefði orðið önnur, svo og skipulagðan innflutning á fíkniefnum. „Almenn skipulögð glæpastarfsemi virðir engin landamæri," segir Siv enn fremur. „Við erum í miklu samstarfi við nágrannalöndin og þurfum að geta tekið vel á málum þegar brotamenn fara á milli landa." Siv undirstrikar að lokum að skýrt eftirlit þurfi að fylgja beitingu rannsóknarheimildanna.- jss
Tengdar fréttir Lögreglumenn fái auknar heimildir Níu þingmenn þriggja stjórnmálaflokka vilja að lögreglan fái auknar heimildir sem eru sambærilegar við þær heimildir sem lögregla í öðrum norrænum ríkjum hefur til að rannsaka og grípa til gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Um svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir er að ræða. 14. febrúar 2011 17:39 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Lögreglumenn fái auknar heimildir Níu þingmenn þriggja stjórnmálaflokka vilja að lögreglan fái auknar heimildir sem eru sambærilegar við þær heimildir sem lögregla í öðrum norrænum ríkjum hefur til að rannsaka og grípa til gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Um svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir er að ræða. 14. febrúar 2011 17:39