Fleiri fréttir

Bæjarsjóður greiddi fyrir kosningaáróður

Hafsteinn Karlsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogsbæjar og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir það alvarlegt mál ef fulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur viljandi látið bæjarsjóð greiða fyrir kynningarefni í kosningabaráttunni árið 2006. „Ég þvertek ekki fyrir að reikningurinn hafi óvart farið þangað. Það er þá mjög óheppilegt,“ segir Hafsteinn í samtali við Vísi. „En ef þetta er gert viljandi þá er það alvarlegt mál,“ segir hann.

Tollverðir tóku stinningarlyf í Arnarfellinu

Á miðvikudagin var fann tollgæslan tæplega 300 lítra af sterku áfengi, 140 karton af sígarettum, talsvert af bjór og um 500 skammta af stinningarlyfinu Kamagra um broð í gámaflutningaskipinu Arnarfelli sem var að koma frá Evrópu.

Twitter mál Birgittu tekið fyrir í dag

Dómari í Washington tekur í dag fyrir kröfu Birgittu Jónsdóttur þingmanns og tveggja annara stuðningsmanna Wikileaks síðunnar um að dómstólar endurskoði ákvörðun sína um að fyrirskipa Twitter-samskiptasíðunni að láta bandarískum stjórnvöldum í té upplýsingar af síðum Birgittu og félaga hennar. Lögfræðingar Birgittu segja að í tilfelli hennar vakni sérstök álitamál í ljósi þess að hún sé þingmaður á Íslandi sem noti samskiptasíðuna aðallega til þess að ræða íslensk mál.

Fengu aðstoð við Meyjarsæti

Björgunarsveit var kölluð út seint í gærkvöldi til að aðstoða ökumann og nokkra farþega, sem sátu fastir í Econoline bíl við Meyjarsæti á Uxahryggjaleið, norðan við Þingvelli.

800 ábendingar bárust vegna sameininga skóla

Um 800 ábendingar bárust frá foreldrum leikskóla- og grunnskólabarna, svo og starfsfólki leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í borginni, vegna undirbúnings um sameiningu stofnana í lærdómsumhverfi reykvískra barna. Ábendingargátt um verkefnið var opnuð á heimasíðu Reykjavíkurborgar í byrjun desember og er liður í samráðsferli um þetta verkefni. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar.

Gera lítið án lagaheimildar

Líklega þarf að breyta lögum til að netöryggishópur Póst- og fjarskiptastofnunar sem stofnaður verður á árinu geti sinnt hlutverki sínu. Þetta kom fram í erindi Þorleifs Jónssonar, forstöðumanns tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar á ráðstefnu um netöryggi í síðustu viku.

Eitt mesta fæðingaár Íslandssögunnar

Árið í fyrra var þriðja mesta fæðingaár Íslandssögunnar. Þá fæddust 4.907 börn á Íslandi. Þar af voru 2.523 drengir og 2.384 stúlkur, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Einungis tvisvar áður hafa fleiri börn komið í heiminn á einu ári. Það var árin 2009 og 1960. Árið 2009 fæddust 5.026 börn og 4.916 árið 1960.

Hvatti Sigurjón til að senda lagið inn

„Ég hafði alltaf trú á þessu lagi, alveg frá því að Sigurjón tók það upp. En svo er þessi keppni svo hverful að maður veit aldrei. Keppendurnir í ár voru náttúrlega frábærir, keppnin því mjög tvísýn og eiginlega ekkert öruggt,“ segir Þórunn Erna Clausen.

Vilja hefja upp Evrópuumræðuna

Stofnfundur nýrra samtaka sem vilja hvetja til „málefnalegrar og upplýstrar umræðu um aðild Íslands að Evrópusambandinu“ verður haldinn í dag í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu.

Eldri borgarar aðeins í bað einu sinni í viku

Á Hrafnistu, stærsta hjúkrunarheimili landsins, annar fámennt starfslið því ekki að baða íbúa nema einu sinni í viku. Þegar verst lét þurftu íbúar að bíða í hálfan mánuð eftir því að komast í bað.

Allt stefnir í verkfall í kvöld

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkfall starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum hefjist í kvöld. Samninganefndir bræðslumanna og Samtaka atvinnulífsins fundu ekki lausn á kjaradeilunni á samningafundi hjá Ríkissáttasemjara í gær.

Lögreglan fann átta kíló af marijúana

Lögreglan lagði hald á átta kíló af marijúana í geymsluhúsnæði í Kópavogi í síðustu viku. Sex kíló fundust við húsleit á staðnum og tvö til viðbótar í fórum manns sem gekk þar í flasið á lögreglunni.

Svandís finnur „magnaðan stuðning“

Hart hefur verið sótt að Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, undanfarna daga eftir að hún tapaði fyrir Hæstarétti máli sem snerist um staðfestingu á aðalskipulagi Flóahrepps. Sjálf segist Svandís á samskiptasíðunni Facebook finna „magnaðan stuðning úr ólíklegustu áttum.“

Vilja stytta leiðina norður

Sjö þingmenn þriggja stjórnmálaflokka vilja að hafinn verði undirbúningur að gerð nýs vegar sem myndi stytta vegleiðina milli höfuðborgarsvæðisins og Norðausturlands um allt að 14 kílómetra. Fjármögnun framkvæmda á að fara fram með töku veggjalda, en vegurinn myndi liggja um svonefnda Svínavatnsleið sem einnig hefur stundum verið kölluð Húnavallaleið.

Nefþjófarnir gefa sig fram

„Þetta var bara glens,“ segir Helgi Már Jónsson en vinir hans fjarlægðu um helgina nef af risastórum snjókarli sem stendur á Ráðhústorginu á Akureyri. Eftir að fjallað var um málið á Vísi fyrr í dag ákváðu Helgi og félagar að skila nefinu. „Nefið er komið á réttan stað,“ segir Helgi og því þurfi almenningur ekki að örvænta mikið lengur.

Icesave á lokastigi

Icesave-frumvarpið verður að lögum á Alþingi í vikunni. Þeir fulltrúar stjórnarandstöðunnar sem eru mótfallnir frumvarpinu telja flýtimeðferð frumvarpsins til þess gerða að koma í veg fyrir að nógu margar undirskriftir safnist til þess að forseti Íslands leggi frumvarpið fyrir þjóðina.

Eldur í blaðagámi við grunnskóla

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á tíunda tímanum í kvöld eftir að tilkynnt var um eld í blaðagámi við Hraunvallaskóla í Vallahverfi í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá slökkviliði var ekki óttast að eldurinn myndi breiðast í skólabygginguna. Vel gekk að slökkva eldinn.

Reykjavíkurborg efli þjónustuna

„Ef borgaryfirvöld vilja nú á tímum mikilla breytinga í grunnskólum standa í raun vörð um nám og líðan barna ættu þau að efla náms- og starfsráðgjöf en alls ekki leggja til að dregið sé úr henni," segir í bréfi sem náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum Reykjavíkur hafa sent Jóni Gnarr, borgarstjóra, og öllum fulltrúum menntaráðs vegna hugmynda borgaryfirvalda um að skerða þjónustu ráðgjafanna.

Þrisvar sinnum sterkara en stál og fíngert eins og silki

Tækifæri gætu falist í að vinna efni til steypustyrkingar úr íslensku basalti. Þetta segja sérfræðingar við Háskólann í Reykjavík. Efnið sem þar er notað er þrisvar sinnum sterkara en stál en getur þó verið létt og fíngert eins og silki þegar það er ofið í mottu til að vefja utan um burðarbita og þegar það er steypt í steypustyrktarteina eru þeir léttir eins og veiðistangir.

Árekstrar á höfuðborgarsvæðinu - varað við hálku í hliðargötum

Gríðarleg hálka er í hliðargötum á höfuðborgarsvæðinu en ekki er eins mikil hálka á aðalleiðum. Skýringin á því er að þær leiðir eru hálkuvarðar og því má reikna með því að ástandið versni þegar líður á kvöldið, að sögn Unnars Más Ástþórssonar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan biður vegfarendum um að fara varlega svo ekki verði slys. Haga þurfi akstri eftir aðstæðum.

Vilja þingvíti á Steingrím fyrir mútubrigsl

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, hafnaði kröfu á Alþingi í dag um að Svandís Svavarsdóttir segði af sér en kvaðst þvert á móti fagna því að loksins væri kominn umhverfisráðherra sem stæði vörð um náttúruna. Forystumenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess að Steingrímur yrði víttur fyrir að ýja að því að Landsvirkjun hefði mútað Flóahreppi.

Varar foreldra við að taka ungbörn með sér á mannamót

Barnalæknir biður foreldra ungbarna að bíða með að fara með þau á mannamót enda sé RS-vírusinn sem helst herjar á smábörn óvenju skæður í ár. Hann segir börnum oft gefið sýklalyf og astmalyf vegna vírusins en rannsóknir sýni að þau meðul virki mjög skammt eða alls ekki.

Lögreglumenn fái auknar heimildir

Níu þingmenn þriggja stjórnmálaflokka vilja að lögreglan fái auknar heimildir sem eru sambærilegar við þær heimildir sem lögregla í öðrum norrænum ríkjum hefur til að rannsaka og grípa til gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Um svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir er að ræða.

Hreyfingin leggur fram tillögu um þjóðaratkvæði

Fulltrúi Hreyfingarinnar í fjárlaganefnd hyggst leggja fram á fundi nefndarinnar síðar dag tillögu um að verði Icesavefrumvarpið samþykkt á Alþingi öðlist lögin ekki gildi fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þingmenn Hreyfingarinnar munu aldrei samþykkja að skuldir einkabanka verði ríkisvæddar líkt og fyrirliggjandi frumvarp um Icesave samninganna felur í sér,“ segir í tilkynningu frá þingmönnunum.

Bílprófsaldur verði átján ár

Ungmenni munu þurfa að ná átján ára aldri þegar þau fá bílpróf, verði nýtt frumvarp til innanríkisráðherra til umferðarlaga að lögum. Frumvarpinu var dreift á Alþingi í dag.

Lýst eftir týndu nefi - tveggja metra langt úr frauðplasti

Risastór snjókarl sem stendur á Ráðhústorgi á Akureyri varð fyrir því óláni um helgina að nefinu hans var stolið. Um er að ræða tveggja metra langt nef úr frauðplasti og standa neðan úr því steypustyrktarjárn sem notuð voru til að festa það við snjókarlinn. Nefið hvart aðfararnótt laugardags en lokið var við gerð snjókarlsins daginn áður.

Meirihluti vill kosningar um Icesave

Um 62% telja eðlilegt að íslenska þjóðin fái að segja álit sitt á nýjasta Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ofbeldið nátengt skemmtanalífinu

„Á meðan við höfum skemmtanalífið í þeirri mynd sem það er í í dag, þá höfum við ofbeldi af einhverju tagi," segir Stefán Eirísson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Stefán er á meðal frummælenda á málfundi sem Samtök verslunareigenda við Laugaveg og Íbúasamtök miðborgar boða til í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan sex í dag.

Þyrlan við æfingar á Vestfjörðum

Þyrla Landhelgisgæslunnar tók á laugardagskvöld þátt í sjóbjörgunaræfingu með félögum í Björgunarfélagi Ísafjarðar, Tindum í Hnífsdal og Vestfjarðadeild Björgunarhundasveitar Íslands. Fór TF-LÍF frá Reykjavík klukkan hálfátta og lenti á Ísafirði um klukkustund síðar.

Líf nútímavæðir Kvennadeild Landspítalans

Um 70% kvenna á Íslandi fæða börn sína á Kvennadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss. Líf, styrktarfélag Kvennadeildar Landspítala háskólasjúkrahúss, stendur fyrir landssöfnun þann 4. mars á Stöð 2. Markmið söfnunarinnar er að nútímavæða deildina sem um langt árabil hefur liðið fyrir bágan húsa- og tækjakost.

Sverrir Jakobsson hlaut 1,6 milljón króna styrk

Sverrir Jakobsson, aðjunkt í sagnfræði við Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk úr sjóði Selmu og Kays Langvads. Stjórn sjóðsins afhenti styrkinn á skrifstofu rektors, föstudaginn 4. febrúar. Styrkurinn er veittur til að efla samskipti og rannsóknasamstarf Háskóla Íslands við danskar stofnanir og háskóla.

Sól á Suðurlandi krefst svara frá Flóahreppi

„Sól á Suðurlandi fer fram á skýr og nákvæm svör frá sveitarstjóra Flóahrepps um hvaða framkvæmdir hafa tafist vegna synjunar umhverfisráðherra á skipulagi. Heimamenn í Flóa sjá ekki annað en að áætlaðar framkvæmdir séu í fullum gangi. Hvað Urriðafossvirkjun sjálfa varðar hefur hún ekki tafist vegna skipulagsmála, heldur fjölmargra annarra atriða, eignarnáms, stjórnsýslukæru vegna vatnsveitu og ekki síst fjárskorts Landsvirkjunar sem enn hefur ekki getað tryggt fjármögnun Búðarhálsvirkunar, þar sem öll leyfi liggja fyrir og enginn ágreiningur er um. “ Þetta kemur fram í tilkynningu sem Sól á Suðurlandi hafa sent frá sér.

Hæstiréttur hafnar kröfu um endurupptöku

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Gísla Tryggvasonar, lögmanns og fyrrum frambjóðanda til stjórnlagaþings, um að taka aftur upp kæru vegna kosninganna til stjórnlagaþings. Gísli hefur móttekið bréf þessa efnis frá Hæstarétti.

Verða að setja kirkju að veði fyrir gjöldum

„Gera verður kröfu til þess að Söfnuður Moskvu-patríarkatsins lúti sömu lóðaskilmálum og allir aðrir,“ segir í umsögn sem borgarráð samþykkti og varðar lóða­leigu til rússnesku rétttrúnaðar­kirkjunnar.

Fundu fíkniefni á Litla Hrauni

Fíkniefni fundust hjá fanga á Litla Hrauni á föstudaginn. Um var að ræða efni í neysluskammti. Fanginn hafði fengið heimsókn frá gesti skömmu áður en fíkniefnin fundust.

Bannar Bylgjunni að spila tónlist sína

Tónlistarmaðurinn Jóhann G. Jóhannsson hefur ákveðið að banna útvarpsstöðinni Bylgjunni að spila tónlist frá og með þriðjudeginum í næstu viku. Jóhann segir að höfundaréttur sé eignaréttur og því geti höfundur tekið ákvörðun um hvort hann leyfi afnot af verkum sínum eða ekki.

Kynna undirskriftasöfnun gegn Icesave

Fjórtán manns sem standa á bak við undirskriftarsöfnun gegn Icesave-samningunum kynntu málstað í Þjóðmenningarhúsini nú rétt fyrir hádegið. Söfnun undirskrifta fer fram á vefsíðunni Kjósum.is en þar hafa nú safnast á tólfta þúsund undirskrifta.

Á þriðja hundrað ökumenn stöðvaðir í átaki

Tvö hundruð og fimmtíu ökumenn voru stöðvaðir í sérstöku umferðareftirliti lögreglunnar um helgina. Einn þeirra reyndist ölvaður við stýrið og sex til viðbótar var gert að hætta akstri en þeir höfðu sömuleiðis neytt áfengis en voru þó undir leyfilegum mörkum. Lögreglan segir jafnframt að ljósabúnaði allmargra ökutækja hafi verið áfátt en lögreglan hvetur ökumenn til að hafa hann alltaf í lagi.

Fjórðungur kvenna á Skagaströnd í heilsuátaki

Mikill fjöldi kvenna á Skagaströnd tekur nú þátt í sérstöku heilsuátaki sem þar stendur yfir. Ríflega fimm hundruð manns búa í sveitarfélaginu, þar af helmingurinn konur, en 63 konur taka þátt í heilsuátakinu. Yngsta konan er í kring um tvítugsaldurinn en sú elsta um sjötugt. Það er því fjórðungur þeirra kvenna sem býr á svæðinu sem mætir í þolfimi, jóga og zuma í því skyni að bæta heilsu og auka lífsgæði.

Íbúar í Dölum mótmæla skertri löggæslu

Fulltrúar íbúa í Dölunum afhentu Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra undirskriftalista með 14 hundruð nöfnum heimamanna á ellefta tímanum í morogun, þar sem þeir mótmæla skertri löggæslu í héraðinu. Nú stendur til að leggja niður eina stöðugildi lögreglumanns í Búðardal, en þá verða 80 kílómetarr i næstu lögreglu, sem er í Borgarnesi. Þessu mótmæla heimamenn með þessum hætti.

Sjá næstu 50 fréttir