„Alþingi á flótta undan þjóðinni er einskis virði“ 15. febrúar 2011 17:45 Þór Saari situr í fjárlaganefnd fyrir Hreyfinguna. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Þingmenn Hreyfingarinnar gagnrýna harðlega meðferð Icesave frumvarpsins á Alþingi. Vinnubrögðin veki óneitanlega upp spurningar um siðferðilega stöðu þess. Að mati þingmannanna er Alþingi á flótta undan þjóðinni einskis virði. Þriðja og síðasta umræða um Icesave málið fer fram á Alþingi í dag. Afbrigði voru samþykkt svo leggja mætti fram breytingartillögu í málinu sem gerir ráð fyrir því að þjóðin greiði atkvæði um málið að lokum. Þá var tillögu um aukinn ræðutíma í málinu hafnað af forseta Alþingis. Þingmenn Hreyfingarinnar gera tvær breytingartillögur við málið og leggja meðal annars til, ásamt þremur þingmönnum Framsóknarflokksins, að Alþingi samþykki að láta þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram um málið. „Meðferð málsins á Alþingi hefur síst verið til fyrirmyndar. Það verklag sem hófst í fjárlaganefnd með einhliða riftun meiri hlutans á samkomulagi forseta Alþingis og formanna þingflokka, sem undirritað var 16. desember, hélt áfram fram á loksprettinum. Álit efnahags- og skattanefndar var ekki tekið fyrir efnislega og farið var með álit minni hluta viðskiptanefndar eins og hvern annan óþarfa. Sú mikla skýrsla sem Seðlabankinn lagði fram um skuldastöðu þjóðarinnar fékk heldur ekki neina efnislega umfjöllun í nefndinni,“ segir í yfirlýsingu frá Hreyfingunni. Þingmennirnir segja vinnu við málið í fjárlaganefnd hafa því verið á forsendum meirihlutans sem hafi ekki aðeins hafnað samvinnu um málið heldur rofið undirritað samkomulag um málsmeðferðina. „Það er dapurlegt að hugsa til þess að sjálft löggjafarvald þjóðarinnar skuli ástunda slík vinnubrögð og vekur óneitanlega upp spurningar um siðferðilega stöðu þess. Þá vekur það mikla kapp sem stuðningsmenn málsins á Alþingi leggja nú á við að hraða afgreiðslu þess einnig upp spurningar um við hvern kappi er att. Almenningur sem í þúsunda tali krefst þjóðaratkvæðagreiðslu um málið kemur fyrst upp í hugann. Alþingi á flótta undan þjóðinni er einskis virði.“ Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Þingmenn Hreyfingarinnar gagnrýna harðlega meðferð Icesave frumvarpsins á Alþingi. Vinnubrögðin veki óneitanlega upp spurningar um siðferðilega stöðu þess. Að mati þingmannanna er Alþingi á flótta undan þjóðinni einskis virði. Þriðja og síðasta umræða um Icesave málið fer fram á Alþingi í dag. Afbrigði voru samþykkt svo leggja mætti fram breytingartillögu í málinu sem gerir ráð fyrir því að þjóðin greiði atkvæði um málið að lokum. Þá var tillögu um aukinn ræðutíma í málinu hafnað af forseta Alþingis. Þingmenn Hreyfingarinnar gera tvær breytingartillögur við málið og leggja meðal annars til, ásamt þremur þingmönnum Framsóknarflokksins, að Alþingi samþykki að láta þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram um málið. „Meðferð málsins á Alþingi hefur síst verið til fyrirmyndar. Það verklag sem hófst í fjárlaganefnd með einhliða riftun meiri hlutans á samkomulagi forseta Alþingis og formanna þingflokka, sem undirritað var 16. desember, hélt áfram fram á loksprettinum. Álit efnahags- og skattanefndar var ekki tekið fyrir efnislega og farið var með álit minni hluta viðskiptanefndar eins og hvern annan óþarfa. Sú mikla skýrsla sem Seðlabankinn lagði fram um skuldastöðu þjóðarinnar fékk heldur ekki neina efnislega umfjöllun í nefndinni,“ segir í yfirlýsingu frá Hreyfingunni. Þingmennirnir segja vinnu við málið í fjárlaganefnd hafa því verið á forsendum meirihlutans sem hafi ekki aðeins hafnað samvinnu um málið heldur rofið undirritað samkomulag um málsmeðferðina. „Það er dapurlegt að hugsa til þess að sjálft löggjafarvald þjóðarinnar skuli ástunda slík vinnubrögð og vekur óneitanlega upp spurningar um siðferðilega stöðu þess. Þá vekur það mikla kapp sem stuðningsmenn málsins á Alþingi leggja nú á við að hraða afgreiðslu þess einnig upp spurningar um við hvern kappi er att. Almenningur sem í þúsunda tali krefst þjóðaratkvæðagreiðslu um málið kemur fyrst upp í hugann. Alþingi á flótta undan þjóðinni er einskis virði.“
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira