Segir óþarfi að hækka útsvarið og að borgin standi vel 15. febrúar 2011 19:02 Útsvarið í Reykjavík verður að öllum líkindum hækkað til að hægt verði að veita frekara fé í skólana. Fallið hefur verið frá áformum um að draga úr gæslu og námi í grunnskólum. Hundruð mótmæltu við Ráðhúsið í dag. Í hádeginu var greint var frá því að ekki yrði af fyrirhuguðum niðurskurði á kennslu og gæslu í grunnskólum borgarinnar. Foreldrar og kennarar grunnskólabarna höfðu harðlega mótmælt þeim hugmyndum. Formaður menntaráðs segir að komið hafi í ljós að staða grunnskólanna hafi verið mun verri en talið var og niðurskurður þar frá bankahruni svo mikill að ekki hafi verið hægt að gera meira. Frekar verði að veita meira fé í þessa þætti. „Tölurnar liggja ekki fyrir en við teljum að þetta séu allt að 200 milljónir króna fyrir næsta haust og þá erum við að bæta verulega í varðandi gæsluna og forföllin og draga til baka skerðingu á kennslumagni," segir Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs. En von er á stórum árgöngum leikskólabarna og bara á næsta ári er talið að þeim muni fjölga um 400. Það verður að taka á móti án þess að byggð séu ný hús. Til að taka á móti þeim segir Oddný að til standi að nýta betur það húsnæði sem borgin á og er ekki nægilega vel nýtt. Til dæmis með því að sameina leikskóla og grunnskóla. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna segir að ekki þurfi að hækka útsvarið til að bæta stöðu í kennslu og gæslu í grunnskólum. „Það sem mér finnst skipta mestu máli í þessu og vekur miklu furðu er það að menn ætla að ganga núna til þeirra verka að hækka skatta til að koma til móts við þetta á sama tíma og Reykjavíkurborg á 660 milljónir í óráðstafað fé. Borgin stendur vel," segir Hanna Birna. Sjálfstæðsmenn segja að erfitt að skilja hvers vegna þurfi að hækka gjöld á borgarbúa, útsvar og skerða þjónustu sem bitni á borgarbúum en á meðan megi ekki snerta á yfirstjórninni. „Við reyndum að koma í veg fyrir að hækka útsvarið en skyldum samt eftir þann möguleika að við gætum neyðst til að fullnýta það," segir Jón Gnarr, borgarstjóri. Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Útsvarið í Reykjavík verður að öllum líkindum hækkað til að hægt verði að veita frekara fé í skólana. Fallið hefur verið frá áformum um að draga úr gæslu og námi í grunnskólum. Hundruð mótmæltu við Ráðhúsið í dag. Í hádeginu var greint var frá því að ekki yrði af fyrirhuguðum niðurskurði á kennslu og gæslu í grunnskólum borgarinnar. Foreldrar og kennarar grunnskólabarna höfðu harðlega mótmælt þeim hugmyndum. Formaður menntaráðs segir að komið hafi í ljós að staða grunnskólanna hafi verið mun verri en talið var og niðurskurður þar frá bankahruni svo mikill að ekki hafi verið hægt að gera meira. Frekar verði að veita meira fé í þessa þætti. „Tölurnar liggja ekki fyrir en við teljum að þetta séu allt að 200 milljónir króna fyrir næsta haust og þá erum við að bæta verulega í varðandi gæsluna og forföllin og draga til baka skerðingu á kennslumagni," segir Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs. En von er á stórum árgöngum leikskólabarna og bara á næsta ári er talið að þeim muni fjölga um 400. Það verður að taka á móti án þess að byggð séu ný hús. Til að taka á móti þeim segir Oddný að til standi að nýta betur það húsnæði sem borgin á og er ekki nægilega vel nýtt. Til dæmis með því að sameina leikskóla og grunnskóla. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna segir að ekki þurfi að hækka útsvarið til að bæta stöðu í kennslu og gæslu í grunnskólum. „Það sem mér finnst skipta mestu máli í þessu og vekur miklu furðu er það að menn ætla að ganga núna til þeirra verka að hækka skatta til að koma til móts við þetta á sama tíma og Reykjavíkurborg á 660 milljónir í óráðstafað fé. Borgin stendur vel," segir Hanna Birna. Sjálfstæðsmenn segja að erfitt að skilja hvers vegna þurfi að hækka gjöld á borgarbúa, útsvar og skerða þjónustu sem bitni á borgarbúum en á meðan megi ekki snerta á yfirstjórninni. „Við reyndum að koma í veg fyrir að hækka útsvarið en skyldum samt eftir þann möguleika að við gætum neyðst til að fullnýta það," segir Jón Gnarr, borgarstjóri.
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira