Hættu við verkfall vegna samstöðubrests 16. febrúar 2011 05:00 Sverrir Mar Albertsson Ekkert varð af verkfalli í loðnubræðslum sem hefjast átti í gærkvöldi. Ástæðurnar eru nokkrar, að sögn Sverris Mars Albertssonar, framkvæmdastjóra Afls á Austurlandi. Í fyrsta lagi náðist ekki samstaða meðal starfsmanna í öllum loðnubræðslum landsins. Til stóð að halda áfram bræðslu á Þórshöfn og hefja bræðslu í Helguvík og það hefði svipt aðgerðirnar slagkraftinum. Þá var óvíst hvort Færeyingar myndu áfram vinna loðnu, þótt verkalýðsfélög þar hefðu lýst yfir stuðningi við verkfallsaðgerðirnar. Að auki hafi fyrirtæki verið að verða kvótalaus. „Síðast en ekki síst mátum við það svo að Samtök atvinnulífsins (SA)væru tilbúin að láta okkur vera í verkfalli mánuðum saman,“ segir Sverrir. Ekkert eitt atriði hafi ráðið úrslitum en í sameiningu hafi þau gert samningsstöðuna mjög slæma. Sverrir segir ljóst að SA hafi ekki ætlað að gefa neitt eftir. „Og ef þeir hefðu ákveðið að fórna þessari loðnuvertíð þá hefðu þeir getað látið okkur hanga í verkfalli fram á haust.“ Sverrir segir að áfram verði reynt að semja, án verkfallsvopnsins, en líklega verði ekki samið fyrr en við gerð aðalkjarasamninga. Næsti fundur verði líkast til í næstu viku. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir þetta svartan dag fyrir íslenska launþega. „Mér finnst dapurlegt að menn hafi ekki staðið í lappirnar og fylgt þessu eftir,“ segir hann. Alþýðusambandið og SA hafi meitlað í stein samræmda launastefnu sem setji alla Íslendinga í „sama láglaunavagninn“. - sh Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Ekkert varð af verkfalli í loðnubræðslum sem hefjast átti í gærkvöldi. Ástæðurnar eru nokkrar, að sögn Sverris Mars Albertssonar, framkvæmdastjóra Afls á Austurlandi. Í fyrsta lagi náðist ekki samstaða meðal starfsmanna í öllum loðnubræðslum landsins. Til stóð að halda áfram bræðslu á Þórshöfn og hefja bræðslu í Helguvík og það hefði svipt aðgerðirnar slagkraftinum. Þá var óvíst hvort Færeyingar myndu áfram vinna loðnu, þótt verkalýðsfélög þar hefðu lýst yfir stuðningi við verkfallsaðgerðirnar. Að auki hafi fyrirtæki verið að verða kvótalaus. „Síðast en ekki síst mátum við það svo að Samtök atvinnulífsins (SA)væru tilbúin að láta okkur vera í verkfalli mánuðum saman,“ segir Sverrir. Ekkert eitt atriði hafi ráðið úrslitum en í sameiningu hafi þau gert samningsstöðuna mjög slæma. Sverrir segir ljóst að SA hafi ekki ætlað að gefa neitt eftir. „Og ef þeir hefðu ákveðið að fórna þessari loðnuvertíð þá hefðu þeir getað látið okkur hanga í verkfalli fram á haust.“ Sverrir segir að áfram verði reynt að semja, án verkfallsvopnsins, en líklega verði ekki samið fyrr en við gerð aðalkjarasamninga. Næsti fundur verði líkast til í næstu viku. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir þetta svartan dag fyrir íslenska launþega. „Mér finnst dapurlegt að menn hafi ekki staðið í lappirnar og fylgt þessu eftir,“ segir hann. Alþýðusambandið og SA hafi meitlað í stein samræmda launastefnu sem setji alla Íslendinga í „sama láglaunavagninn“. - sh
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira