Innlent

Einungis brot af niðurskurðinum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi.
„Það er ljóst að þetta er bara pínulitill hluti af heildarniðurskurðinum," segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, tilkynnti í fjölmiðlum í dag að það stæði til að auka fjárheimildir til rekstur grunnskóla um allt að 200 milljónir frá því sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

Þorbjörg Helga bendir á að samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun nemi niðurskurðurinn til þessa málaflokks um einum milljarði króna. Þessi aukna fjárheimild sem Oddný hafi boðað í morgun nemi því einungis um 20% af heildarniðurskurðinum. „Það stendur enn stendur til að skera niður á Menntasviði," segir Þorbjörg Helga.

Þá segir Þorbjörg Helga ekkert liggja fyrir hvar þeir peningar sem Oddný nefndi, allt að 200 milljónir, verði fundnir. Hún spyr hvort þessar auknu fjárheimildir muni koma niður á öðrum rekstri Menntasviðs.




Tengdar fréttir

Bæta 200 milljónum við rekstur grunnskóla

Til stendur að auka fjárheimildir til rekstur grunnskóla í Reykjavík um allt að 200 milljónir króna frá því sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir þetta ár. Tillaga þessa efnis verður lögð fram í




Fleiri fréttir

Sjá meira


×