Innlent

Þriðja umræða Icesave hafin á þingi

Þriðja umræða um Icesave frumvarpið er hafin á Alþingi en þingmenn ræddu störf þingsins áður en til hennar kom. Afbrigði voru samþykkt svo leggja mætti fram breytingartillögu í málinu sem gerir ráð fyrir því að þjóðin greiði atkvæði um málið að lokum.

Þá var tillögu um aukinn ræðutíma í málinu hafnað af forseta Alþingis sem gerði síðan hlé á fundi til þess að funda með formönnum þingflokka.

Að þeim fundi loknum sagði forseti þingsins að samkomulag hafi náðst um að talsmenn minnihluta sem voru með nefndarálit í viðskiptanefnd 25 mínútur hvor til þess að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

Umræðan hófst hinsvegar á því að framsögumenn þeirra nefnda sem að málinu komu fluttu ræður sínar.

Gert er ráð fyrir því að atkvæði verði greidd um málið fyrir helgi. Ríflega 21 þúsund manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta Íslands um að vísa málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×