„Þeim dettur ekki einu sinni í hug að biðjast afsökunar“ 15. febrúar 2011 19:09 Óvenju þung orð féllu í hatrömmum deilum á Alþingi í dag um stjórnsýslu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Stuðningsmenn hennar sökuðu Landsvirkjun og Flóahrepp um mútur en stjórnarforystan var sökuð um yfirgengilegan valdhroka. Stjórnarandstæðingar hömruðu á því að ríkisstjórnin gerði lítið úr dómi Hæstaréttar. Framsóknarmaðurinn Birkir Jón Jónsson sagði að alþingismenn ættu að spyrja sig að því á hvaða vegferð íslensk stjórnmál væru þegar valdhrokinn væri svo yfirgengilegur sem raun bæri vitni; að ríkisstjórnin skyldi ekki viðurkenna það gagnvart kjósendum og Hæstarétti að lög hefðu verið brotin. „Og þeim dettur ekki einu sinni í hug að biðjast afsökunar," sagði Birkir. Stuðningsmenn umhverfisráðherra beindu umræðunni að samskiptum Landsvirkjunar og Flóahrepps, og sagði Álfheiður Ingadóttir, Vinstri grænum, að samningar þeirra vektu áleitnar spurningar um hvort ítök og afskipti raforkufyrirtækjanna í stjórnsýslu á sveitarstjórnarstigi væru sæmandi. Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingunni, sagði verkefni Alþingis að sjá til þess að skipulagsmál sveitarfélaga væru með almannahagsmuni að leiðarljósi. "En ekki með hinni sunnlensku hreppapólitík, sem sumir virðast bara kunna hér," sagði Þórunn. Birgitta Jónsdóttir, Hreyfingunni, spurði hvort það væri hluti af hinu nýja Íslandi að gera áfram það sem allir aðrir myndu kalla mútur. Framsóknarmenn kröfðust afsagnar ráðherra, sjálfstæðismenn vildu að ráðherra bæri pólitiska ábyrgð; þingflokksformaður þeirra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, spurði hvort umhverfisráðherra liti svo á að pólitík Vinstri grænna væri hafin yfir landslög. Umhverfisráðherrann taldi það kjarna málsins hvaða hagsmunir ættu að njóta vafans. „Eru það hagsmunir viðskipta- og atvinnulífs eða eru það hagsmunir almennings og náttúru," spurði Svandís Svavarsdóttir. „Þessi forgangsröðun liggur fyrir í mínum huga. Náttúran og almenningur eiga alltaf að njóta vafans." Samfylkingarþingmenn studdu Svandísi. Mörður Árnason sagði ásakanir um lögbrot og valdníðslu fáránlegar. Hér hefðu engin lög verið brotin og ráðherra hefði hlotið að túlka bókstaf laganna eins og honum þótti réttast og vitlegast. Sjálfstæðismaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson sagði enga iðrun og enga afsökun koma frá umhverfisráðherra. Viðbrögð ráðherrans, sem sæti nú með þungan dóm á bakinu, væru ekkert annað en hneyksli. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira
Óvenju þung orð féllu í hatrömmum deilum á Alþingi í dag um stjórnsýslu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Stuðningsmenn hennar sökuðu Landsvirkjun og Flóahrepp um mútur en stjórnarforystan var sökuð um yfirgengilegan valdhroka. Stjórnarandstæðingar hömruðu á því að ríkisstjórnin gerði lítið úr dómi Hæstaréttar. Framsóknarmaðurinn Birkir Jón Jónsson sagði að alþingismenn ættu að spyrja sig að því á hvaða vegferð íslensk stjórnmál væru þegar valdhrokinn væri svo yfirgengilegur sem raun bæri vitni; að ríkisstjórnin skyldi ekki viðurkenna það gagnvart kjósendum og Hæstarétti að lög hefðu verið brotin. „Og þeim dettur ekki einu sinni í hug að biðjast afsökunar," sagði Birkir. Stuðningsmenn umhverfisráðherra beindu umræðunni að samskiptum Landsvirkjunar og Flóahrepps, og sagði Álfheiður Ingadóttir, Vinstri grænum, að samningar þeirra vektu áleitnar spurningar um hvort ítök og afskipti raforkufyrirtækjanna í stjórnsýslu á sveitarstjórnarstigi væru sæmandi. Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingunni, sagði verkefni Alþingis að sjá til þess að skipulagsmál sveitarfélaga væru með almannahagsmuni að leiðarljósi. "En ekki með hinni sunnlensku hreppapólitík, sem sumir virðast bara kunna hér," sagði Þórunn. Birgitta Jónsdóttir, Hreyfingunni, spurði hvort það væri hluti af hinu nýja Íslandi að gera áfram það sem allir aðrir myndu kalla mútur. Framsóknarmenn kröfðust afsagnar ráðherra, sjálfstæðismenn vildu að ráðherra bæri pólitiska ábyrgð; þingflokksformaður þeirra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, spurði hvort umhverfisráðherra liti svo á að pólitík Vinstri grænna væri hafin yfir landslög. Umhverfisráðherrann taldi það kjarna málsins hvaða hagsmunir ættu að njóta vafans. „Eru það hagsmunir viðskipta- og atvinnulífs eða eru það hagsmunir almennings og náttúru," spurði Svandís Svavarsdóttir. „Þessi forgangsröðun liggur fyrir í mínum huga. Náttúran og almenningur eiga alltaf að njóta vafans." Samfylkingarþingmenn studdu Svandísi. Mörður Árnason sagði ásakanir um lögbrot og valdníðslu fáránlegar. Hér hefðu engin lög verið brotin og ráðherra hefði hlotið að túlka bókstaf laganna eins og honum þótti réttast og vitlegast. Sjálfstæðismaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson sagði enga iðrun og enga afsökun koma frá umhverfisráðherra. Viðbrögð ráðherrans, sem sæti nú með þungan dóm á bakinu, væru ekkert annað en hneyksli.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira