Innlent

Atkvæði greidd um Icesave í upphafi þingfundar

Alþingi mun að öllu óbreyttu samþykkja Icesave frumvarpið sem lög á morgun. Þriðja umræða um málið stendur enn yfir á Alþingi en atkvæðagreiðslan fer væntanlega fram í upphafi þingfundar á morgun.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, gerir ekki ráð fyrir málþófi. Hún segir að þriðja umræða muni líklega standa eitthvað fram á kvöld. „Þetta kemur í ljós en mér sýnist í fljótu bragði að hún muni klárast í kvöld."





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×