Þakklát fyrir skilninginn - frumvarp um íslenskan ríkisborgararétt kom á óvart 15. febrúar 2011 15:00 Maria Amelie segir tímann í Moskvu hafa verið sér erfiðan. Fréttirnar af frumvarpi um íslenskan ríkisborgararétt hafi komið henni ánægjulega á óvart. Myndina tók norskur kærasti hennar nýverið á kaffihúsi í Moskvu. Mynd/Eivind Trædal „Ég er bara föst hérna í Moskvu," segir Maria Amelie, unga rússneska konan sem var rekin frá Noregi í lok janúar eftir að hafa búið þar án dvalarleyfis frá barnsaldri. Hún segir tímann í Moskvu hafa verið sér erfiðan, en fréttirnar af því að tveir íslenskir þingmenn hafi lagt það til að veita henni íslenskan ríkisborgararétt hafi komið sér ánægjulega á óvart. „Það er gott að hugsa til þess að einhver sýni þessu skilning. Ég veit reyndar ekki hvort það getur orðið neitt úr þessu en mér þykir vænt um þetta," sagði hún í símtali við Fréttablaðið. Í Moskvu býr hún nú ásamt norskum kærasta sínum, Eivind Trædal. Þau hyggjast nota tímann til að skrifa um reynslu sína. Hún er búin að fá rússnesk persónuskilríki en bíður nú eftir rússnesku vegabréfi, sem afgreitt verður eftir nokkrar vikur. Hún hefur einnig sótt um dvalarleyfi í Noregi, en óvissa er um afgreiðslu þess og má búast við að það taki nokkra mánuði að fá niðurstöðu. „Stjórnvöld hafa nefnt þann möguleika að setja á hana tímabundið ferðabann til Noregs, en nú er verið að breyta reglunum um ferðabann og það gæti leyst málið fyrir hana," segir Brynjulf Risnes, lögmaður hennar. „Svo virðist sem mál hennar hafi leitt í ljós að reglurnar eru of ósveigjanlegar." Þegar hún fær rússneska vegabréfið í hendur getur hún ferðast hvert sem hugurinn kýs. Hún segist vel geta hugsað sér að koma til Íslands, að minnsta kosti tímabundið, en hugur hennar stendur fyrst og fremst til þess að flytja til Noregs. „Í Noregi þarf ég hins vegar að bíða í sjö ár eftir því að geta fengið ríkisborgararétt. Þessi níu ár sem ég hef búið í Noregi verða ekki talin með. Þau gilda ekki neitt." Í bréfi, sem hún ritaði íslenskum fjölmiðlum fyrir helgi, segist hún þakklát Íslendingum fyrir að hafa sýnt máli hennar áhuga. Henni sé hlýtt til Íslendinga síðan hún bjó með Nóru, íslenskri vinkonu sinni, á námsárunum í Þrándheimi. Hún vakti í haust athygli á málum ólöglegra innflytjenda í Noregi með því að skrifa bók um reynslu sína, en vakti um leið athygli stjórnvalda á sjálfri sér. „Ég skrifaði bókina í þeirri von að hún myndi breyta einhverju. Ég hélt að stjórnin yrði mér þakklát fyrir að segja frá vandanum, sem hefur bara vaxið, en í staðinn var ég handtekin, og það er virkilega sárt."- gb Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
„Ég er bara föst hérna í Moskvu," segir Maria Amelie, unga rússneska konan sem var rekin frá Noregi í lok janúar eftir að hafa búið þar án dvalarleyfis frá barnsaldri. Hún segir tímann í Moskvu hafa verið sér erfiðan, en fréttirnar af því að tveir íslenskir þingmenn hafi lagt það til að veita henni íslenskan ríkisborgararétt hafi komið sér ánægjulega á óvart. „Það er gott að hugsa til þess að einhver sýni þessu skilning. Ég veit reyndar ekki hvort það getur orðið neitt úr þessu en mér þykir vænt um þetta," sagði hún í símtali við Fréttablaðið. Í Moskvu býr hún nú ásamt norskum kærasta sínum, Eivind Trædal. Þau hyggjast nota tímann til að skrifa um reynslu sína. Hún er búin að fá rússnesk persónuskilríki en bíður nú eftir rússnesku vegabréfi, sem afgreitt verður eftir nokkrar vikur. Hún hefur einnig sótt um dvalarleyfi í Noregi, en óvissa er um afgreiðslu þess og má búast við að það taki nokkra mánuði að fá niðurstöðu. „Stjórnvöld hafa nefnt þann möguleika að setja á hana tímabundið ferðabann til Noregs, en nú er verið að breyta reglunum um ferðabann og það gæti leyst málið fyrir hana," segir Brynjulf Risnes, lögmaður hennar. „Svo virðist sem mál hennar hafi leitt í ljós að reglurnar eru of ósveigjanlegar." Þegar hún fær rússneska vegabréfið í hendur getur hún ferðast hvert sem hugurinn kýs. Hún segist vel geta hugsað sér að koma til Íslands, að minnsta kosti tímabundið, en hugur hennar stendur fyrst og fremst til þess að flytja til Noregs. „Í Noregi þarf ég hins vegar að bíða í sjö ár eftir því að geta fengið ríkisborgararétt. Þessi níu ár sem ég hef búið í Noregi verða ekki talin með. Þau gilda ekki neitt." Í bréfi, sem hún ritaði íslenskum fjölmiðlum fyrir helgi, segist hún þakklát Íslendingum fyrir að hafa sýnt máli hennar áhuga. Henni sé hlýtt til Íslendinga síðan hún bjó með Nóru, íslenskri vinkonu sinni, á námsárunum í Þrándheimi. Hún vakti í haust athygli á málum ólöglegra innflytjenda í Noregi með því að skrifa bók um reynslu sína, en vakti um leið athygli stjórnvalda á sjálfri sér. „Ég skrifaði bókina í þeirri von að hún myndi breyta einhverju. Ég hélt að stjórnin yrði mér þakklát fyrir að segja frá vandanum, sem hefur bara vaxið, en í staðinn var ég handtekin, og það er virkilega sárt."- gb
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira