Fleiri fréttir

Féll í sprungu og fékk aðstoð við að ná í byssuna

Rjúpnaveiðimaður féll í sprungu við gíginn Lúdent sem er austan við Mývatn um fimmleytið í dag. Maðurinn, sem var á veiðum ásamt félaga sínum, reyndist ómeiddur, en samkvæmt fyrstu boðum komst hann ekki upp úr sprungunni. Björgunarsveitin Stefán í Mývavatnssveit var í framhaldinu kölluð út.

Árni Páll: Millistéttin gæti þurrkast út

Millistéttin á Íslandi mun þurrkast út og ungt fólk flýja land ef því verður gert að borga svimandi háa skatta til að fjármagna almenna niðurfærslu skulda. Þetta segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra.

Samstarfið gengur vel

„Jón er borgarstjóri og hann stendur sig mjög vel, en þetta er líka hópvinna. Við erum ekki bara ein í Samfylkingunni og Besta flokknum að stjórna. Við gerum það með stórum hópi harðsnúinna starfsmanna Reykjavíkurborgar og síðan viljum við líka vinna með þeim sem eru í hinum flokkunum,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, aðspurður hvort hann sé hinn raunverulegi borgarstjóri í Reykjavík.

Ísland verði miðstöð millilandaflugs frá Grænlandi

Íslandsstofa bindur vonir við að Ísland verði miðstöð millilandaflugs frá Grænlandi, en hingað til hafa Grænlendingar alltaf flogið í gegnum Kaupmannahöfn. Sendinefnd frá Íslandsstofu fer til Grænlands í vikunni til að kynna verkefnið.

Hugnast samstarf háskólanna í Borgarfirði

Sveitarstjórn Borgarbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum af framkomnum hugmyndum um innlimun Háskólans á Bifröst í Háskólann í Reykjavík. Tillögurnar fela í sér að háskólanám á Bifröst muni leggjast af og það nám sem eftir stendur mun veikjast verulega, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá sveitarstjórn Borgarbyggðar. Sveitarstjórnin fagnar framkomnum hugmyndum um aukið samstarf háskólanna í Borgarfjarðarhéraði og mun leggja sitt af mörkum til þess að háskólarnir vaxi og dafni.

Orðspor fjórflokksins lélegt

„Íslendingar hafa sýnt aðgerðarleysi ríkisstjórnar Samfylkingar og VG gríðarlegt langlundargeð. Það orsakast af því hvað hinir hlutar fjórflokksins hafa lélegt orðspor," segir í ályktun sem miðstjórn Frjálslynda flokksins samþykkti og sendi frá sér í dag.

Ferðir Herjólfs falla niður

Vegna veðurs mun Herjólfur ekki fara fleiri ferðir í dag milli lands og Vestmannaeyja. Farnar voru ferðir í morgun en hádegisferð sem var áætluð féll niður. Áætlað er að Herjólfur muni sigla frá Vestmannaeyjum klukkan 7:30 á morgun og frá Landeyjahöfn klukkan 9.

Afstaða rektors kom mönnum í opna skjöldu

Afstaða Magnúsar Árna Magnússonar, rektors Háskólans á Bifröst, um að slíta eigi viðræðum um sameiningu skólans við Háskólann í Reykjavík, kom stjórnarformönnum skólanna í opna skjöldu. Viðræðum um mögulega sameiningu verður haldið áfram. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá Andrési Magnússyni, formanni stjórnar Háskólans á Bifröst, og Finn Oddssyni, formanni háskólaráðs Háskólans í Reykjavík.

Skýr grunngildi

Niðurstöður Þjóðfundarins sem fram fór í Laugardalshöll í gær voru kynntar á blaðamannafundi í dag. Meðal helstu niðurstaðna eru að náttúra og auðlindir landsins séu óframseljanleg þjóðareign sem eigi að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt. Þá er kveðið á um að atkvæða vægi verði jafnt, þingseta þingmanna verði háð tímatakmörkunum og þeim fækkað. Ráðherrar skulu ekki gegna þingmennsku ásamt ráðherraembætti. Þá er lagt til að skipan dómara verði endurskoðuð. Til að efla og bæta siðgæði þjóðarinnar þarf að kenna siðfræði í skólum landsins og auka samfélagslega ábyrgð almennings, að mati Þjóðfundarins.

Óásættanlegt að leggja niður háskólastarf á Bifröst

Hollvinasamtök Háskólans á Bifröst leggjast alfarið gegn hugmyndum sem fela í sér að háskólakennsla verði flutt frá Bifröst til Reykjavíkur. Samtökin leggja ríka áherslu á að sameiningarviðræður Háskólans á Bifröst og Háskólans í Reykjavík sem hafa staðið undanfarna mánuði fari fram á jafnræðisgrunni. „Að okkur hálfu er mjög skýrt að það á ekki að leggja Bifröst niður," segir formaður samtakanna.

Meiri starfsánægja á Landspítalanum

Starfsánægja og starfsandi á Landspítalanum mælist heldur meiri og betri en árið 2006. Þá hefur streita aukast en að sama skapi telur starfsfólk spítalans að vinnuálag hafi nær haldist óbreytt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í pistli Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans, á heimsíðu spítalans. Þar fjallar Björn um fyrstu niðurstöður í nýafstaðinni könnun á starfsumhverfi.

Segir aðildarferlið við ESB uppi á skeri

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ekkert samræmi sé í þeim úrræðum sem skuldurum í erfiðri stöðu standi til boða. Bjarni svarar því ekki hreint út hvort hann vilji draga aðildarumsókn að ESB til baka, en það var niðurstaða landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Hann segir þó aðildarferlið uppi á skeri.

Þjóðfundurinn gæti aukið bilið milli almennings og stjórnmála

Sænskur prófessor í stjórnmálafræði sem kom hingað til að fylgjast með Þjóðfundinum segir að fundurinn sé afar áhugaverð tilraun, sem sé einstæð á Norðurlöndum. Verði hins vegar ekki hlustað á fólkið gæti fundurinn orðið til að auka bilið á milli almennings og stjórnmála.

Segir andstöðu AGS þurrka millistéttina út

Andstaða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við almenna niðurfærslu skulda mun þurrka út millistéttina á Íslandi að mati Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar. Sjóðurinn vill einungis færa niður skuldir þeirra sem þegar eru komnir í þrot.

Langflestir telja að niðurstöðurnar muni gagnast stjórnlagaþingi

Þjóðfundur um stjórnarskrá tókst afar vel að mati þátttakenda, en 950 manns sátu fundinn. Í fundarlok voru þátttakendur allir inntir álits á framkvæmd og áhrifum fundarins. 93% þeirra telja að niðurstöður fundarins muni gagnast stjórnlagaþingi við vinnu þess að nýrri stjórnarskrá, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Bjarni: Engin töfralausn í boði

„Vandamálið er það að það er stanslaust verið að gefa í skyn að það sé einhver töfralausn handan við hornið,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Það sé engin töfralausn í boði þegar kemur að skuldamálum heimilanna.

Skrímsladeildir virkjaðar

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að svo virðist sem skrímsladeildir Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hafa verið virkjaðar til gera fólkið að baki mótmælunum á Austurvelli tortryggilegt. Þetta sé ein af ástæðunum fyrri dræmri þáttöku á fimmtudaginn. „Ekki einu sinni sjálfstæðismenn töluðu svona um mótmælin í janúar 2009," segir Þór og bætir við að talað hafi verið um mótmælendur af lítilsvirðingu.

Niðurstöðurnar kynntar síðdegis

Niðurstöður Þjóðfundarins sem fram fór í Laugardalshöllinni í gær, verða kynntar á sérstökum blaðamannafundi klukkan fjögur í dag. Stjórnlaganefnd mun svo vinna úr niðurstöðum fundarins og leggja þær fyrir stjórnlagaþing þegar það kemur saman í febrúar 2011, ásamt eigin hugmyndum. Kosið verður til stjórnlagaþingsins þann 27. nóvember næstkomandi.

Jólabasar Hringsins í dag

Hinn árlegi jólabasar kvenfélagsins Hringsins verður haldinn á Grand Hótel í dag. Jólabasarinn er afrakstur ársvinnu félagsins því Hringskonur hefja ávallt undirbúning í janúar og hittast svo vikulega allt árið til að föndra, sauma og próna muni til að selja en ágóðinn rennur í góðgerðarstarf. Basarini hefst klukkan 13 en þar verða til sölu hannyrðavörur, jólakort og kökur að hætti Hringskvenna.

Boða til tunnumótmæla á þriðjudaginn

Forsvarsmenn tunnumótmælanna svokölluðu hafa boðað til enn einna mótmælanna eftir helgi. Tilefnið er boðaður fundur samráðsnefndar ráðherra og forystumanna stjórnarandstöðuflokkanna sem hefst kl. 18 í Stjórnarráðshúsinu á þriðjudaginn, að því er fram kemur í tilkynningu.

Ók ölvaður á ljósastaur

Karlmaður rétt innan við tvítugt var handtekinn skömmu fyrir klukkan tvö í nótt á Akureyri. Hann hafði þá ekið á ljósastaur við Skógarlund og þegar lögreglumenn komu á vettvang kom í ljós að hann var ölvaður. Maðurinn var í framhaldinu færður á lögreglustöð.

Harðræði hefur hert þorskinn

Með erfðafræði- og vistfræðilegum aðferðum er reynt að meta hversu vel þorskur getur staðið af sér loftslagsbreytingar. Mikilvægi hans fyrir efnahag fjölda þjóða er gríðarlegt og svo hefur það verið um aldir og eru engar fréttir fyrir Íslendinga. Þorskurinn leikur stórt hlutverk í sögu og menningu þeirra þjóða sem hann hafa nýtt.

Yfir sex þúsund í vanskilum við LÍN

Vanskil hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna námu tæpum einum og hálfum milljarði króna um síðustu mánaðamót. Þetta er fimmtungur af heildar innheimtu sjóðsins á þessu ári.

Jafnrétti, lýðræði og mannréttindi

Hátt í eittþúsund manns komu saman til þjóðfundar í dag og ræddu hugmyndir sínar að stjórnskipan landsins. Fundargestir segja fundinn hafa gengið einstaklega vel og treysta því að stjórnlagaþingið taki mið af niðurstöðum hans.

Vínbúðirnar heyra nú beint undir Steingrím

Tveimur vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu, í Kópavogi og Garðabæ, verður lokað vegna minni áfengissölu. Þá hefur stjórn ÁTVR verið lögð af og heyra vínbúðirnar beint undir fjármálaráðherra.

Enginn með allar tölur réttar

Enginn var með fimm lottótölur réttar í kvöld og verður fyrsti vinningur, sem nam rúmum 17 milljónum, því fjórfaldur næst. Einn var með fjórar tölur auk bónustölunnar réttar. Hann fær um 300 þúsund krónur í sinn hlut.

Vill endurskoða bótakerfið

Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir það vera óréttlátt að fólk á lágmarkslaunum fái lægri bætur vegna barna heldur en bótaþegar og vill endurskoða kerfið. Í mörgum tilvikum eru tekjur þessa fólks þær sömu.

Hægt að skapa fleiri störf á Suðurnesjum

Hægt væri að skapa mun fleiri störf á Suðurnesjum með því að falla frá hugmyndum um álver í Helguvík og nota orkuna til að reisa kísilmálm og efnaverksmiðjur. Þetta kom fram á málfundi Græna netsins í dag. Fjórir aðilar hafa sýnt áhuga á að reisa slíkar verksmiðjur á Suðurnesjum.

Vatnsleki í íbúðarhúsi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á fimmta tímanum í dag að íbúðarhúsi við Skólavörðustíg í vegna vatnsleika, en vatn hafði þá flætt um gólf í húsinu. Ekki er vitað um skemmdir.

Varð alræmdur í bransanum

„Skemmtilegast fannst mér að heyra hversu margir urðu hissa á því hvað myndin væri löng þegar þeir komu út úr bíó. Það er mjög góðs viti. Sjálfur hef ég oft haft þessa tilfinningu fyrir kvikmyndum, til dæmis Scorcese-myndinni Goodfellas sem ég sá með mömmu í Austurbæjarbíói þegar ég var fimmtán ára."

Marinó Njálsson: Ekki verða allir sáttir

„Það er ljóst að það verður engin ein leið sem hentar öllum,“ segir Marinó G. Njálsson, talsmaður og stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna. Ekki verði allir sáttir við niðurstöðu sérfræðingahóps á vegum ríkisstjórnarinnar.

Örvæntingarfullt herútkall Jóhönnu

„Það var ágætis tilraun hjá Jóhönnu til þess að rugla umræðuna," segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Elsta konan og yngsti karlinn sitja saman

Vinnan á Þjóðfundinum í Laugardalshöll er í fullum gangi en þar situr nú fólk á öllum aldri við að leggja upp það sem því finnst mikilvægast fyrir sáttmála hins nýja Íslands, stjórnarskrána sem stjórnlagaþingið á að setja saman.

Rafmagnslaust í Keflavík

Rafmagnslaust hefur verið í víða Keflavík í dag vegna bruna í háspennustreng í dreifistöð um 13:30. Rafmagn er víðast hvar komið á en það ekki á við það svæði sem tengist fyrrnefndri dreifistöð. Viðgerð stendur yfir og er vonast til að rafmagn verði komið á fyrir klukkan 20 í kvöld.

Illugi: Óvissunni hefur ekki verið eytt

Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, veit ekki hvort rannsókn yfirvalda á peningamarkaðssjóðum gömlu bankanna sé lokið. Hann veit því ekki hvenær hann snýr aftur til starfa á Alþingi.

Góð stemning á Þjóðfundi | Myndir

Tæplega þúsund Íslendingar sem valdir voru með slembiúrtaki komu saman í Laugardalshöll í morgun til Þjóðfundar. Viðmælendur fréttastofu segja gott andrúmsloft vera á fundinum. Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum fyrr í dag og myndaði fundinn.

Einkafyrirtæki yrðu góð viðbót

Andstaða við aðkomu erlendra fyrirtækja að íslenskum orkuiðnaði er misráðin að mati Michaels Porter, prófessors við Harvard háskóla í Bandaríkjunum. Porter er meðal virtustu fræðimanna heims á sviði rannsókna á samkeppnishæfni þjóða og höfundur kenninga um klasamyndun í þekkingargeirum og iðnaði og áhrif hennar á velsæld þjóða. Porter sótti landið síðast heim árið 2006 þegar hann kynnti rannsókn á samkeppnishæfni landsins, hélt fyrirlestur og tók við heiðursdoktorsnafnbót við viðskipta- og hagfræðideild Háskólans. Síðan þá hefur áhugi hans á Íslandi enn vaxið og sér í lagi klasamyndun í íslenskum jarðvarmaiðnaði. Í byrjun vikunnar kynnti Porter rannsókn sína á stöðu íslenska jarðvarmaklasans.

Hemmi á Þjóðfundi: Förum að haga okkur eins og fólk

„Ég held að allir komi með fínum ásetningi um að leggja sitt á vogskálarnar,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn Hermann Gunnarsson, betur þekktur sem Hemmi Gunn. Hann er einn þjóðfundargesta. „Þetta er þverskurður af þjóðinni.“

Brýnt að endurskoða bótakerfið

Nauðsynlegt er að hækka lágmarkslaun og endurskoða bótakerfið til að fólk hafi hvata af því að fara út á vinnumarkaðinn. Þetta segir lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.

Þjóðfundurinn gengur „glimrandi vel“

„Langfelstir sem ég hef rætt við í kaffipásum telja að þessi fundur muni gagnast stjórnalagaþinginu þegar það kemur saman í febrúar,“ segir Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Þjóðfundar, sem nú fer fram í Laugardagshöll þar sem um þúsund þátttakendur af landinu öllu eru mættir til að tjá hugmyndir sínar og skoðanir um stjórnskipan landsins og stjórnarskrá. Berghildur segir fundinn ganga glimrandi vel.

Stjórnin keypti sér frið

Fyrrverandi ríkissáttasemjari og forseti ASÍ segir ríkisstjórnina hafa keypt sér frið um stundarsakir með undirritun stöðugleikasáttmálans um mitt síðasta ár. Ekki hafi staðið til að leysa úr neinu.

Rannsókn á stuðningi við innrásina í Írak

29 þingmenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingarinnar og Hreyfingarinnar hafa lagt fram tillögu á Alþingi um að kosin sérstök verði rannsóknarnefnd um aðdraganda ákvörðunar um stuðning Íslands við innrásina í Írak árið 2003 án samráðs við Alþingi.

Sjá næstu 50 fréttir