Varð alræmdur í bransanum Kjartan Guðmundsson skrifar 6. nóvember 2010 17:10 Leikstjórinn og fyrrum dauðarokkarinn Árni Sveinsson hefur frumsýnt tvær myndir í haust, sem báðar hafa hlotið mikið lof. Kjartan Guðmundsson ræddi við hann um eldskírn í iðnaðinum og vandamálin sem fylgja fámennu samfélagi. Mynd/VAlli „Skemmtilegast fannst mér að heyra hversu margir urðu hissa á því hvað myndin væri löng þegar þeir komu út úr bíó. Það er mjög góðs viti. Sjálfur hef ég oft haft þessa tilfinningu fyrir kvikmyndum, til dæmis Scorcese-myndinni Goodfellas sem ég sá með mömmu í Austurbæjarbíói þegar ég var fimmtán ára. Við settumst niður klukkan fimm og skyndilega var klukkan orðin átta, en samt var ég alls ekki tilbúinn til að yfirgefa salinn. Hefði viljað sitja yfir myndinni í nokkra klukkutíma í viðbót," segir kvikmyndagerðarmaðurinn Árni Sveinsson. Heimildarmyndin Með hangandi hendi, sem Árni gerði um tónlistarmanninn Ragnar Bjarnason, var frumsýnd um síðustu helgi og hefur hlotið frábærar viðtökur. Fyrr í haust var tónlistarmyndin Backyard, sem Árni leikstýrði og hlaut meðal annars fyrstu verðlaun á heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg í vor, frumsýnd í hinni nýju Bíó Paradís við Hverfisgötu. Því er skammt stórra högga á milli hjá kvikmyndagerðarmanninum þessa dagana.Dauðarokk í Kópavoginum Árni er fæddur árið 1976. Hann sleit barnsskónum í Kópavoginum og gekk í Snælandsskóla, þar sem ríkti mikill áhugi á dauðarokki í upphafi tíunda áratugs síðustu aldar. Árni fór ekki varhluta af því, söng meðal annars með hljómsveitunum Condemned og Cranium og segir sig og vini sína hafa haft megna óbeit á flestri popptónlistinni sem réði ríkjum á þeim tíma. „En það fyndna var að þegar dauðarokkssveitirnar urðu vinsælar voru þær oft fengnar til að spila með poppsveitum. Við í Cranium hituðum til dæmis einu sinni upp fyrir SSSól í Tunglinu og það var ekki lítil upphefð fyrir sautján ára gutta þegar Helgi Björns yrti á mann, jafnvel þótt það væri bara einföld setning á borð við "Jæja strákar, nú verðum við í stuði!," segir Árni og hlær. "Áhorfendurnir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar dauðarokkið skall á þeim, en þetta var mjög skemmtilegur tími." Árni reyndi fyrst fyrir sér í kvikmyndagerð þegar fjölskylda hans fór í ferðalag um Búlgaríu rétt við fall kommúnismans, en af því tilefni var keypt vídeótökuvél inn á heimilið. „Seinna fórum við vinirnir í dauðarokkinu að búa til ofbeldisfullar grínmyndir, dæmigert unglingadót. Þegar ég byrjaði á myndlistarbraut í Fjölbraut í Breiðholti (FB) gekk ég í vídeóklúbb skólans og fékk fljótlega áhuga á gerð tónlistarmyndbanda," segir Árni, en meðan á náminu í FB stóð og eftir útskrift gerði hann meðal annars slík myndbönd fyrir hljómsveitir á borð við Maus, Stjörnukisa, Lhooq og Kvartett Jónsson og Grjóna. "Ég gerði líka myndband fyrir Prumpulagið hans Dr. Gunna, sem var mjög stórt verkefni," segir hann og glottir. "Ég reyndi af veikum mætti að gera hlutina af fagmennsku en í raun og veru hafði ég fyrst og fremst innsæið að leiðarljósi. Ég gerði heilan helling af mistökum, eingöngu vegna þess að ég vissi ekki betur."Eldskírn í Kolkrabbanum Árni tók þá ákvörðun að kanna kvikmyndagerðina á eigin skinni frekar en að læra fagið í skóla og fékk til þess gott tækifæri þegar honum, ásamt sex öðrum ungmennum og þar á meðal Hrönn, yngri systur hans, var falið að sjá um þáttinn Kolkrabbann á RÚV veturinn 1998 til 1999. „Þátturinn var á dagskrá alla virka daga og við sáum um alla hliðar dagskrárgerðarinnar, upptökur, klippingu og þar fram eftir götunum. Þetta var magasínþáttur fyrir ungt fólk, en átti upphaflega að vera tónlistarþáttur samkvæmt hugmynd minni og Hrannar. Nokkrum árum fyrr hafði ég byrjað að starfa sem plötusnúður, þegar ég kynntist tónlist sem var lítið spiluð á skemmtistöðum hér á Íslandi, til að mynda fönki, sálartónlist og tripphoppi, og viðaði að mér miklu magni af plötum. Þess má geta að ég var fyrsti plötusnúður Kaffibarsins, en fram að því höfðu gestir staðarins neyðst til að hlusta á geisladiskinn með tónlistinni úr Pulp Fiction aftur og aftur," segir Árni og skellir upp úr. Hann grípur enn í plötusnúðastarfið við og við og slumpar á að plöturnar í safni sínu séu eitthvað í kringum sjö þúsund talsins.Umdeild Íslensk kjötsúpa Árni og Hrönn urðu í kjölfarið samstarfsfélagar og unnu saman að ýmsum verkefnum, ekki síst þegar Skjár einn fór í loftið rétt fyrir aldamótin. Árni gerði meðal annars þáttaröðina Pétur og Pál ásamt Sindra Kjartanssyni, og Hrönn bættist í hópinn við gerð þáttanna Íslensk kjötsúpa, en í þeim vakti Erpur Eyvindarson mikið umtal sem hinn kjaftfori Johnny National sem spurði íslenskan almenning nærgöngulla og misgáfulegra spurninga. „Gerð þáttanna um Johnny National tók á. Við ferðuðumst um allt land, unnum sleitulaust og eftir túrinn var svo komið að við gátum varla talað saman lengur. En það jafnaði sig með tímanum og við Erpur erum bestu vinir í dag," segir Árni. „Það síðasta sem ég gerði hjá Skjá einum var að stinga upp á þætti sem ég vildi ólmur gera, Popppunkti, en í hugmyndavinnunni var gert ráð fyrir að Dr. Gunni og Arnar Eggert Thoroddsen tónlistargagnrýnandi yrðu umsjónarmenn. Sá þáttur fór þó ekki í loftið fyrr en löngu síðar og án minnar þátttöku. Hann var gerður á annarra forsendum og gekk vel sem slíkur. Þá stóð ég hins vegar í miðju erfiðu dómsmáli vegna heimildarmyndarinnar Í skóm drekans."Aðför að tjáningarfrelsinu Í skóm drekans fjallar um þátttöku Hrannar, systur Árna, í keppninni Ungfrú Ísland.is árið 2000. Myndin vakti deilur og varð kveikjan að málshöfðun, þegar margir þátttakenda keppninnar héldu því fram að þeir hefðu verið grunlausir um að verið væri að mynda þá og aðstandendur keppninnar fóru fram á lögbann. Árni segir það einungis hafa verið átyllu þegar forráðamenn keppninnar uppgötvuðu að þeir fengju ekkert að segja um gerð myndarinnar. Málinu lauk með dómsátt og neyddust Árni og Hrönn til að rugla andlit nokkurra keppenda til að þeir þekktust ekki. „Ég vil meina að þetta mál hafi verið eitt það stærsta sinnar tegundar sem komið hefur fram á Íslandi því þetta var aðför að tjáningarfrelsinu. Við fengum ekki þann stuðning sem við væntum frá ýmsum aðildarfélögum á borð við Rithöfundasambandið, Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda og fleiri, því þau þorðu ekki að taka slaginn. Fólkið í bransanum vildi ekki veðja á okkur, krakkafíflin," segir Árni. Hann segir smæð samfélagsins hafa gert það að verkum að systkinin urðu nánast alræmd í kjölfar málsins og við hafi tekið erfiður tími fyrir þau bæði. Bæði fluttu þau til Bandaríkjanna, Hrönn í nám til New York og Árni til Washington, þar sem hann starfaði sem klippari í tæplega ár. „Þegar ég kom heim frá Bandaríkjunum var ég ekkert viss um að ég myndi nokkurn tímann gera aðra mynd. Ég vann töluvert sem aðstoðarmaður við kvikmyndir og var með ýmis verkefni í burðarliðnum sem aldrei varð neitt úr. Ég fann mjög vel fyrir því að traustið á mér var ekki mikið og í að minnsta kosti tveimur tilfellum neyddist ég til að draga mig út úr verkefnum til að þau fengju brautargengi. Ég var líka mikið að plötusnúðast og í raun var ég bara voðalega mikið fullur, sem þótti ekki mjög traustvekjandi, skiljanlega. Ég var á skilorði, en fékk séns og hef nýtt mér hann til hins ítrasta."Gerir mynd um mömmu Í vetur hyggst Árni vinna að heimildarmynd um móður sína, Sigrúnu Hermannsdóttur bóksala, og ákveðið atvik í hennar lífi, sem hann ráðgerir að leggja lokahönd á í vor. Þá hefur honum verið falið að gera vikulega þætti um íslenska tónlist sem hefja göngu sína á sjónvarpsstöðinni ÍNN á fimmtudagskvöldið næsta. Kristján Freyr Halldórsson, trommari rokksveitarinnar Reykjavík!, verður umsjónarmaður þáttarins, sem ber heitið Rokk og tja tja tja og er þátturinn framleiddur að undirlagi Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) í samvinnu við ÍNN og ýmsa kostunaraðila. „Svo er ég líka að skrifa handrit að tveimur leiknum bíómyndum og sjónvarpsþáttaseríu, svo það er nóg að gera," segir Árni að lokum. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Skemmtilegast fannst mér að heyra hversu margir urðu hissa á því hvað myndin væri löng þegar þeir komu út úr bíó. Það er mjög góðs viti. Sjálfur hef ég oft haft þessa tilfinningu fyrir kvikmyndum, til dæmis Scorcese-myndinni Goodfellas sem ég sá með mömmu í Austurbæjarbíói þegar ég var fimmtán ára. Við settumst niður klukkan fimm og skyndilega var klukkan orðin átta, en samt var ég alls ekki tilbúinn til að yfirgefa salinn. Hefði viljað sitja yfir myndinni í nokkra klukkutíma í viðbót," segir kvikmyndagerðarmaðurinn Árni Sveinsson. Heimildarmyndin Með hangandi hendi, sem Árni gerði um tónlistarmanninn Ragnar Bjarnason, var frumsýnd um síðustu helgi og hefur hlotið frábærar viðtökur. Fyrr í haust var tónlistarmyndin Backyard, sem Árni leikstýrði og hlaut meðal annars fyrstu verðlaun á heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg í vor, frumsýnd í hinni nýju Bíó Paradís við Hverfisgötu. Því er skammt stórra högga á milli hjá kvikmyndagerðarmanninum þessa dagana.Dauðarokk í Kópavoginum Árni er fæddur árið 1976. Hann sleit barnsskónum í Kópavoginum og gekk í Snælandsskóla, þar sem ríkti mikill áhugi á dauðarokki í upphafi tíunda áratugs síðustu aldar. Árni fór ekki varhluta af því, söng meðal annars með hljómsveitunum Condemned og Cranium og segir sig og vini sína hafa haft megna óbeit á flestri popptónlistinni sem réði ríkjum á þeim tíma. „En það fyndna var að þegar dauðarokkssveitirnar urðu vinsælar voru þær oft fengnar til að spila með poppsveitum. Við í Cranium hituðum til dæmis einu sinni upp fyrir SSSól í Tunglinu og það var ekki lítil upphefð fyrir sautján ára gutta þegar Helgi Björns yrti á mann, jafnvel þótt það væri bara einföld setning á borð við "Jæja strákar, nú verðum við í stuði!," segir Árni og hlær. "Áhorfendurnir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar dauðarokkið skall á þeim, en þetta var mjög skemmtilegur tími." Árni reyndi fyrst fyrir sér í kvikmyndagerð þegar fjölskylda hans fór í ferðalag um Búlgaríu rétt við fall kommúnismans, en af því tilefni var keypt vídeótökuvél inn á heimilið. „Seinna fórum við vinirnir í dauðarokkinu að búa til ofbeldisfullar grínmyndir, dæmigert unglingadót. Þegar ég byrjaði á myndlistarbraut í Fjölbraut í Breiðholti (FB) gekk ég í vídeóklúbb skólans og fékk fljótlega áhuga á gerð tónlistarmyndbanda," segir Árni, en meðan á náminu í FB stóð og eftir útskrift gerði hann meðal annars slík myndbönd fyrir hljómsveitir á borð við Maus, Stjörnukisa, Lhooq og Kvartett Jónsson og Grjóna. "Ég gerði líka myndband fyrir Prumpulagið hans Dr. Gunna, sem var mjög stórt verkefni," segir hann og glottir. "Ég reyndi af veikum mætti að gera hlutina af fagmennsku en í raun og veru hafði ég fyrst og fremst innsæið að leiðarljósi. Ég gerði heilan helling af mistökum, eingöngu vegna þess að ég vissi ekki betur."Eldskírn í Kolkrabbanum Árni tók þá ákvörðun að kanna kvikmyndagerðina á eigin skinni frekar en að læra fagið í skóla og fékk til þess gott tækifæri þegar honum, ásamt sex öðrum ungmennum og þar á meðal Hrönn, yngri systur hans, var falið að sjá um þáttinn Kolkrabbann á RÚV veturinn 1998 til 1999. „Þátturinn var á dagskrá alla virka daga og við sáum um alla hliðar dagskrárgerðarinnar, upptökur, klippingu og þar fram eftir götunum. Þetta var magasínþáttur fyrir ungt fólk, en átti upphaflega að vera tónlistarþáttur samkvæmt hugmynd minni og Hrannar. Nokkrum árum fyrr hafði ég byrjað að starfa sem plötusnúður, þegar ég kynntist tónlist sem var lítið spiluð á skemmtistöðum hér á Íslandi, til að mynda fönki, sálartónlist og tripphoppi, og viðaði að mér miklu magni af plötum. Þess má geta að ég var fyrsti plötusnúður Kaffibarsins, en fram að því höfðu gestir staðarins neyðst til að hlusta á geisladiskinn með tónlistinni úr Pulp Fiction aftur og aftur," segir Árni og skellir upp úr. Hann grípur enn í plötusnúðastarfið við og við og slumpar á að plöturnar í safni sínu séu eitthvað í kringum sjö þúsund talsins.Umdeild Íslensk kjötsúpa Árni og Hrönn urðu í kjölfarið samstarfsfélagar og unnu saman að ýmsum verkefnum, ekki síst þegar Skjár einn fór í loftið rétt fyrir aldamótin. Árni gerði meðal annars þáttaröðina Pétur og Pál ásamt Sindra Kjartanssyni, og Hrönn bættist í hópinn við gerð þáttanna Íslensk kjötsúpa, en í þeim vakti Erpur Eyvindarson mikið umtal sem hinn kjaftfori Johnny National sem spurði íslenskan almenning nærgöngulla og misgáfulegra spurninga. „Gerð þáttanna um Johnny National tók á. Við ferðuðumst um allt land, unnum sleitulaust og eftir túrinn var svo komið að við gátum varla talað saman lengur. En það jafnaði sig með tímanum og við Erpur erum bestu vinir í dag," segir Árni. „Það síðasta sem ég gerði hjá Skjá einum var að stinga upp á þætti sem ég vildi ólmur gera, Popppunkti, en í hugmyndavinnunni var gert ráð fyrir að Dr. Gunni og Arnar Eggert Thoroddsen tónlistargagnrýnandi yrðu umsjónarmenn. Sá þáttur fór þó ekki í loftið fyrr en löngu síðar og án minnar þátttöku. Hann var gerður á annarra forsendum og gekk vel sem slíkur. Þá stóð ég hins vegar í miðju erfiðu dómsmáli vegna heimildarmyndarinnar Í skóm drekans."Aðför að tjáningarfrelsinu Í skóm drekans fjallar um þátttöku Hrannar, systur Árna, í keppninni Ungfrú Ísland.is árið 2000. Myndin vakti deilur og varð kveikjan að málshöfðun, þegar margir þátttakenda keppninnar héldu því fram að þeir hefðu verið grunlausir um að verið væri að mynda þá og aðstandendur keppninnar fóru fram á lögbann. Árni segir það einungis hafa verið átyllu þegar forráðamenn keppninnar uppgötvuðu að þeir fengju ekkert að segja um gerð myndarinnar. Málinu lauk með dómsátt og neyddust Árni og Hrönn til að rugla andlit nokkurra keppenda til að þeir þekktust ekki. „Ég vil meina að þetta mál hafi verið eitt það stærsta sinnar tegundar sem komið hefur fram á Íslandi því þetta var aðför að tjáningarfrelsinu. Við fengum ekki þann stuðning sem við væntum frá ýmsum aðildarfélögum á borð við Rithöfundasambandið, Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda og fleiri, því þau þorðu ekki að taka slaginn. Fólkið í bransanum vildi ekki veðja á okkur, krakkafíflin," segir Árni. Hann segir smæð samfélagsins hafa gert það að verkum að systkinin urðu nánast alræmd í kjölfar málsins og við hafi tekið erfiður tími fyrir þau bæði. Bæði fluttu þau til Bandaríkjanna, Hrönn í nám til New York og Árni til Washington, þar sem hann starfaði sem klippari í tæplega ár. „Þegar ég kom heim frá Bandaríkjunum var ég ekkert viss um að ég myndi nokkurn tímann gera aðra mynd. Ég vann töluvert sem aðstoðarmaður við kvikmyndir og var með ýmis verkefni í burðarliðnum sem aldrei varð neitt úr. Ég fann mjög vel fyrir því að traustið á mér var ekki mikið og í að minnsta kosti tveimur tilfellum neyddist ég til að draga mig út úr verkefnum til að þau fengju brautargengi. Ég var líka mikið að plötusnúðast og í raun var ég bara voðalega mikið fullur, sem þótti ekki mjög traustvekjandi, skiljanlega. Ég var á skilorði, en fékk séns og hef nýtt mér hann til hins ítrasta."Gerir mynd um mömmu Í vetur hyggst Árni vinna að heimildarmynd um móður sína, Sigrúnu Hermannsdóttur bóksala, og ákveðið atvik í hennar lífi, sem hann ráðgerir að leggja lokahönd á í vor. Þá hefur honum verið falið að gera vikulega þætti um íslenska tónlist sem hefja göngu sína á sjónvarpsstöðinni ÍNN á fimmtudagskvöldið næsta. Kristján Freyr Halldórsson, trommari rokksveitarinnar Reykjavík!, verður umsjónarmaður þáttarins, sem ber heitið Rokk og tja tja tja og er þátturinn framleiddur að undirlagi Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) í samvinnu við ÍNN og ýmsa kostunaraðila. „Svo er ég líka að skrifa handrit að tveimur leiknum bíómyndum og sjónvarpsþáttaseríu, svo það er nóg að gera," segir Árni að lokum.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira