Innlent

Varað við vindhviðum undir Eyjafjölllum

Mynd/GVA
Snarpar vindhviður eru undir Eyjafjöllum og eru vegfarendur beðnir um að aka með gát, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Á Suðurlandi eru allir helstu vegir auðir og á Vesturlandi eru víða hálkublettir. Hálka og hálkublettir eru á Vestfjörðum. Snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði og um Þröskulda, en þar er einnig skafrenningur. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. Skafrenningur og hálka er í Mikladal og Hálfdán.

Á Norður- og Austurlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Hálka og skafrenningur er á Öxnadalsheiði. Hálka og éljagangur er í Eyjarfirði. Flughálka er á milli Hálsa og Þórshafnar. Hálka og éljagangur er á Fagridalur og snjóþekja og skafrenningur er í Oddsskarði. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Vatnsskarði eystra.

Þá er þuungfært á Breiðdalsheiði og ófært um Öxi. Hálkublettir og krapi er á milli Víkur og Hafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×