Segir aðildarferlið við ESB uppi á skeri 7. nóvember 2010 12:46 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ekkert samræmi sé í þeim úrræðum sem skuldurum í erfiðri stöðu standi til boða. Bjarni svarar því ekki hreint út hvort hann vilji draga aðildarumsókn að ESB til baka, en það var niðurstaða landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Hann segir þó aðildarferlið uppi á skeri. Bjarni Benediktsson var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Bjarni vék að þeim úrræðum sem stæðu einstaklingum í fjárhagserfiðleikum til boða, en hann sagði að ekkert samræmi væri í úrræðunum. T.d væri ekki æskilegt að einstaklingur í miklum skuldavandræðum færi í greiðsluaðlögun með þeim fjötrum sem fylgdu slíku úrræði ef hann yrði laus tvö ár eftir gjaldþrot, eins og nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir, með þeim fyrirvara að fyrningarfrestur krafna verði ekki rofinn. Bjarni ræddi einnig atvinnumálin og sagði að stjórnvöld yrðu að hafa skýra stefnu í þeim efnum. Það væri óþolandi að ráðherrar lofuðu álversuppbyggingu í Helguvík á sama tíma og stjórnarþingmenn úr báðum flokkum töluðu framkvæmdina niður. „Við vitum að Vinstri grænir eru á móti álvershugmyndum í Helguvík. Það sem ég er einfaldlega að segja er þetta, við þurfum að hafa stjórnvöld sem hafa skýra stefnu í þessum efnum. Það gengur ekki að það komi annars vegar loforð frá ráðherrum, t.d með því að fara á Suðurnesin og taka skóflustungu eða að leiða í gegnum þingið fjárfestingarsamning um álver í Helguvík, en síðan séu stjórnarliðar í báðum flokkunum að tala gegn verkefninu. Þetta gengur ekki," sagði Bjarni. „Við meinum ekkert með þessu“ Bjarni vék að Evrópumálunum, en það var niðurstaða lansfundar Sjálfstæðisflokksins fyrr á þessu ári að draga umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka. „Varðandi Evrópusambandsumræðuna, þá erum við ekki stóru örlagavaldarnir þar, við greiddum atkvæði gegn því að sækja um aðild (innsk. spurning: Þið viljið draga okkur út úr viðræðunum?) Það var niðurstaða landsfundarins í sumar að það væri rangt að standa í þessum viðræðum. Við ættum að einbeita okkur að öðrum hlutum." Ert þú sammála henni núna í dag, niðurstöðu landsfundarins? „Ég er sammála þeirri niðurstöðu að það hafi verið rangt að leggja af stað." En eigum við ekki að klára þetta? „Eigum við ekki að klára þetta, ég held að þetta sé uppi á skeri eins og sakir standa og það muni ákaflega lítið gerast. Því þrátt fyrir þau fyrirheit Vinstri grænna um að styðja aðildarferlið þá eru þeir að stöðva það í hverri viku. Þá er miklu hreinlegra að segja við þá sem eru hinum endanum í þessu viðræðuferli, við meinum ekkert með þessu," sagði Bjarni. Bjarni hefur viðrað hugmyndir um að þjóðstjórn yrði mynduð sem myndi starfa í nokkra mánuði og eftir það yrði síðan boðað til kosninga. Hann var spurður í morgun hvort hann myndi setja það sem skilyrði að Ísland myndi hætta við samningaviðræður við ESB ef slík stjórn yrði mynduð. „Ég er þeirrar skoðunar að þjóðin ætti að fá að segja sitt álit á því hvort við ættum að standa í þessu eða ekki," sagði Bjarni, en ekki mátti skilja orð hans öðruvísi en svo að hann væri hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræðurnar. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ekkert samræmi sé í þeim úrræðum sem skuldurum í erfiðri stöðu standi til boða. Bjarni svarar því ekki hreint út hvort hann vilji draga aðildarumsókn að ESB til baka, en það var niðurstaða landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Hann segir þó aðildarferlið uppi á skeri. Bjarni Benediktsson var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Bjarni vék að þeim úrræðum sem stæðu einstaklingum í fjárhagserfiðleikum til boða, en hann sagði að ekkert samræmi væri í úrræðunum. T.d væri ekki æskilegt að einstaklingur í miklum skuldavandræðum færi í greiðsluaðlögun með þeim fjötrum sem fylgdu slíku úrræði ef hann yrði laus tvö ár eftir gjaldþrot, eins og nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir, með þeim fyrirvara að fyrningarfrestur krafna verði ekki rofinn. Bjarni ræddi einnig atvinnumálin og sagði að stjórnvöld yrðu að hafa skýra stefnu í þeim efnum. Það væri óþolandi að ráðherrar lofuðu álversuppbyggingu í Helguvík á sama tíma og stjórnarþingmenn úr báðum flokkum töluðu framkvæmdina niður. „Við vitum að Vinstri grænir eru á móti álvershugmyndum í Helguvík. Það sem ég er einfaldlega að segja er þetta, við þurfum að hafa stjórnvöld sem hafa skýra stefnu í þessum efnum. Það gengur ekki að það komi annars vegar loforð frá ráðherrum, t.d með því að fara á Suðurnesin og taka skóflustungu eða að leiða í gegnum þingið fjárfestingarsamning um álver í Helguvík, en síðan séu stjórnarliðar í báðum flokkunum að tala gegn verkefninu. Þetta gengur ekki," sagði Bjarni. „Við meinum ekkert með þessu“ Bjarni vék að Evrópumálunum, en það var niðurstaða lansfundar Sjálfstæðisflokksins fyrr á þessu ári að draga umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka. „Varðandi Evrópusambandsumræðuna, þá erum við ekki stóru örlagavaldarnir þar, við greiddum atkvæði gegn því að sækja um aðild (innsk. spurning: Þið viljið draga okkur út úr viðræðunum?) Það var niðurstaða landsfundarins í sumar að það væri rangt að standa í þessum viðræðum. Við ættum að einbeita okkur að öðrum hlutum." Ert þú sammála henni núna í dag, niðurstöðu landsfundarins? „Ég er sammála þeirri niðurstöðu að það hafi verið rangt að leggja af stað." En eigum við ekki að klára þetta? „Eigum við ekki að klára þetta, ég held að þetta sé uppi á skeri eins og sakir standa og það muni ákaflega lítið gerast. Því þrátt fyrir þau fyrirheit Vinstri grænna um að styðja aðildarferlið þá eru þeir að stöðva það í hverri viku. Þá er miklu hreinlegra að segja við þá sem eru hinum endanum í þessu viðræðuferli, við meinum ekkert með þessu," sagði Bjarni. Bjarni hefur viðrað hugmyndir um að þjóðstjórn yrði mynduð sem myndi starfa í nokkra mánuði og eftir það yrði síðan boðað til kosninga. Hann var spurður í morgun hvort hann myndi setja það sem skilyrði að Ísland myndi hætta við samningaviðræður við ESB ef slík stjórn yrði mynduð. „Ég er þeirrar skoðunar að þjóðin ætti að fá að segja sitt álit á því hvort við ættum að standa í þessu eða ekki," sagði Bjarni, en ekki mátti skilja orð hans öðruvísi en svo að hann væri hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræðurnar.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira