Innlent

Boða til tunnumótmæla á þriðjudaginn

Mótmælt fyrir utan Alþingi fyrr í vetur.
Mótmælt fyrir utan Alþingi fyrr í vetur.
Forsvarsmenn tunnumótmælanna svokölluðu hafa boðað til enn einna mótmælanna eftir helgi. Tilefnið er boðaður fundur samráðsnefndar ráðherra og forystumanna stjórnarandstöðuflokkanna sem hefst kl. 18 í Stjórnarráðshúsinu á þriðjudaginn, að því er fram kemur í tilkynningu. Þegar samráðsnefndin gengur síðar um kvöldið til fundar við fulltrúa Hagsmunasamtaka heimilanna, verkalýðsforystuna og bankana í Þjóðmenningarhúsinu ætla forsvarsmenn mótmælanna að færa sig þangað.

„Krafan er að þessi hópur komi sér saman um niðurstöðu sem skila heimilunum í landinu alvöru lausnum á skuldavanda þeirra og í atvinnumálum þjóðarinnar. Við viljum að bundinn verði endir á þann ójöfnuð sem stjórnvöld hafa skapað og viðhaldið fram að þessu. Þess vegna hvetjum við almenning til að styrkja samingsstöðu sína og beita þrýstingi með því að mæta,“ segir í tilkynningunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×