Innlent

Jólabasar Hringsins í dag

Hinn árlegi jólabasar kvenfélagsins Hringsins verður haldinn á Grand Hótel í dag. Jólabasarinn er afrakstur ársvinnu félagsins því Hringskonur hefja ávallt undirbúning í janúar og hittast svo vikulega allt árið til að föndra, sauma og próna muni til að selja en ágóðinn rennur í góðgerðarstarf. Basarini hefst klukkan 13 en þar verða til sölu hannyrðavörur, jólakort og kökur að hætti Hringskvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×