Fleiri fréttir Hvalveiðar ógna ESB aðildarviðræðum Hvalveiðar Íslendinga gætu orðið þröskuldur á vegi þjóðarinnar að inngöngu í ESB samkvæmt frétt AFP fréttastofunnar í dag. Erlendir fjölmiðlar fjalla margir um hvalveiðar Íslendinga í dag en fundur Alþjóðahvalveiðiráðsins hefst á mánudaginn. 20.6.2010 17:08 Ferðamenn varaðir við hlaupi Í tilkynningu frá Almannavörnum kemur fram að ferðamenn við Hólaskjól á Nyrða-Fjallabaki eru beðnir um að hafa vara á sér. Búast má við að flóðsins verði vart við veginn í Skaftárdal um klukkan hálf sjö. 20.6.2010 16:46 Öryggismálum ábótavant við Silfru Ekkert upplýsingaskilti eða varasúrefni er við vinsælasta köfunarstað Íslands, Silfru, þar sem erlendur ferðamaður lést í gær. Eftirlit með fyrirtækjum sem bjóða upp á sportköfun er ábótavant og reglugerðir úreldar. Þetta kemur fram í lokaritgerð Jónínar Ólafsdóttur landfræðings sem segir ástandið í sportköfun hér á landi afar slæmt. 20.6.2010 15:50 Skaftárhlaup hafið Skaftárhlaup hófst nú rétt upp úr eitt í dag. Ekki liggja fyrir upplýsingar um stærð hlaupsins eða umfang. "Það er rétt að hefjast," segir Óðinn Þórarinsson framkvæmdastjóri hjá Veðurstofu Íslands. 20.6.2010 15:07 Ók inn í geðdeild Landspítalans Ökumaður í annarlegu ástandi keyrði gegnum glervegg á geðdeild Landspítalans á Hringbraut í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Sævarssyni hjúkrunarfræðingi slasaðist enginn - bíllinn fór inn um glervegg við hlið biðstofunnar og endaði inn á gólfi. Lögreglan í Reykjavík handtók ökumanninn sem gisti fangageymslur í nótt. Hann var víst illa á sig kominn og undir áhrifum. Varðstjóri hjá lögreglunni sagði ekki liggja fyrir skýringu á þessari undarlegu ökuferð. 20.6.2010 14:57 Lést í árekstri við jeppa 59 ára gömul erlend kona, en búsett hérlendis, lést í umferðarslysi í Saurbæ í Dölum síðdegis í gær. Konan ók vélhjóli, sem lenti í árekstri við jeppa á gatnamótum á þjóðveginum á móts við bæinn Litlaholt, skammt sunnan Gilsfjarðarbrúar. Jeppanum var ekið þvert yfir gatnamótin og skall vélhjólið á jeppanum við afturhjól hans. Við höggið valt jeppinn á veginum og snerist. Ökumann og farþega í jeppanum sakaði ekki. 20.6.2010 12:55 Kosningar í Póllandi Pólverjar ganga að kjörborðinu í forsetakosningum í dag til að kjósa nýjan forseta í stað Lech Kacynski sem fórst ásamt 96 öðrum þegar flugvél hans hrapaði í Rússlandi hinn 10. apríl síðast liðinn. Baráttann um eftirmann hans er talin standa milli tvíburabróður hans, Jaroslaw Kaczynski og núverandi forseta pólska þingsins og starfandi forseta, Bronislaw Komorowski. 20.6.2010 17:56 Ráðist á banka í Bagdad Að minnsta kosti 26 manns hafa látið lífið í sjálfsmorðssprengjuárásum á banka í ríkiseigu í Bagdad. Á vef BBC kemur fram að meira en 50 manns séu særðir eftir árásirnar en tveir bílar sprungu samtímis fyrir utan bankann. 20.6.2010 14:26 Bachelorette á Íslandi - viss um að verða ástfangin Myndbrot úr bandaríska raunveruleikaþættinum The Bachelorette sem tekinn var upp hér á Íslandi eru komin á heimasíðu ABC sjónvarpsstöðvarinnar. Hin eftirsótta Ali sem keppendur ganga með grasið í skónum á eftir lýsir því yfir að á Íslandi muni hún verða ástfangin. 20.6.2010 13:41 Lítil viðbrögð vegna aðildarviðræðna Fæst ráðuneyti hafa bætt við starfsmannahald sitt vegna aðildarviðræðna við Evrópusambandið, og ekkert þeirra hefur keypt utanaðkomandi ráðgjöf. Þau gera ekki ráð fyrir miklum skipulagsbreytingum vegna viðræðnanna. 20.6.2010 12:59 Banaslysið í Silfru: öndunargríman losnaði Kafarar eru ósáttir við yfirlýsingar lögreglunnar í Árnessýslu í gær vegna banaslyssins í Silfru. Lögreglan sagði í gær að svo liti út fyrir að bilun hefði orðið í köfunarbúnaði. Vísir hefur rædd við kafara sem voru á slysstað í gær. Franski kafarinn lést þegar hann reyndi að bjarga unnustu sinni sem sat föst í helli á níu metra dýpi í gjánni. 20.6.2010 12:11 Fimm mínútur að landa Maríulaxinum - Myndir Laxveiði í Elliðaánum hófst klukkan sjö í morgun, og venju samkvæmt renndi borgarstjóri fyrir fyrsta laxinn. Nýi borgarstjórinn Jón Gnarr sagðist vera seinheppinn veiðimaður í opinberri dagbók sinni í gær, en það var svo sannarlega ekki að sjá í morgun. Um fimm mínútur yfir sjö hófst hann handa við veiðina, og innan við fimm mínútum síðar beit á fallegur sex punda hængur. 20.6.2010 09:47 Maður kýldi bíl í Vestmannaeyjum Ölvaður maður kýldi bíl í Vestmannaeyjum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var maðurinn svo ölvaður að hann vissi hvorki í þennan heim né annan. Í Reykjavík gistu fjölmargir fangageymslur lögreglunnar. 20.6.2010 09:31 Lést í vélhjólaslysi Erlend kona á miðjum aldri lést í vélhjólaslysi í Saurbæ í Dölum síðdegis í gær. Samkvæmt upplýsingum lögreglu barst tilkynning um slysið klukkan 17.30 en það varð á þjóðveginum skammt sunnan Gilsfjarðarbrúar, á móts við bæinn Litlaholt. Lögreglumenn bæði úr Búðardal og frá Hólmavík fóru á slysstað. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til. Upplýsingar um aðdraganda slyssins hafa ekki fengist en það er í rannsókn. 20.6.2010 09:27 Sveitastjóri Reykhólahrepps útilokar ekki afsögn "Þetta eru jú mistök og það getur vel verið að hægt sé að skrifa þau á mig," segir Óskar Steingrímsson sveitastjóri í Reykhólahreppi. Úrskurðarnefnd um sveitastjórnarkosningarnar komst í gær að þeirri niðurstöðu að kosningarnar væru ógildar þar sem láðist að auglýsa þær í Flatey. 19.6.2010 19:33 Skipsstrand: Ferðamennirnir farnir í hvalaskoðun Hjörtur Hinriksson eigandi bátsins sem strandaði við Akurey í dag segir litla hættu hafa verið á ferðum. Ferðamönnunum hafi verið bjargað á annan bát í eigu fyrirtækisins og þeir séu nú í hvalaskoðunarferð. 19.6.2010 17:27 Kafari lést á Þingvöllum Ungur karlmaður lést við köfun í Silfru á Þingvöllun í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Árnessýslu var maðurinn erlendur ferðamaður. Þjóðgarðsvörður segir farið yfir öryggisatriði vegna slyssins. 19.6.2010 15:06 Risaskúta á Akureyri Þessi fallega svarta skúta vakti athygli Björns Grétars Baldurssonar sem tók þessa mynd af skútunni. Sex manns eru í áhöfn skútunnar sem setur svo sannarlega svip sinn á bæinn. Samkvæmt Birni er skútan alltaf á ferðinni, allan ársins hring, og er blaðamaður ekki frá því að hafa séð skútuna eitt sinn sigla inn í hafnarminnið í Tassillaq á Grænlandi. Vísir þakkar Birni fallegar myndir af skútunni sem naut sín svo sannarlega vel við höfnina á Akureyri í blíðviðrinu í gær. 19.6.2010 21:05 Hundrað konur mættu í brúðarkjól í IKEA Yfir hundrað konur mættu í brúðarkjól í verslun IKEA í dag til að samgleðjast hinum konunglegu sænsku brúðhjónum. Konurnar fengu glaðning í tilefni dagsins en mest um vert var að samgleðjast krónprinsessunni Viktoríu sem ber nú baug á fingri. 19.6.2010 20:30 Ríkisstjórnin í vonlausri stöðu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir hugmynd Össurar Skarphéðinssonar um þjóðstjórn góðra gjalda verð en Bjarni Benediktsson segir málið bera vott um þá vonlausu stöðu sem ríkisstjórnin sé komin í. Varaformaður þingflokks Vinstri Grænna veit ekki hverju þjóðstjórn ætti að bjarga. 19.6.2010 20:00 Kosningarnar í Reykhólahreppi ógildar Úrskurðarnefnd sem skipuð var til að fjalla um kæru vegna sveitastjórnarkosninganna í Reykhólahreppi hefur komist að því að kosningarnar voru ólöglegar. Íbúi í Flatey kærði kosningarnar vegna þess að íbúar í Flatey að kosningarnar voru ekki auglýstar á eyjunni. 19.6.2010 19:26 Lántaki hótaði að mæta með haglabyssu Reiður lántaki hótaði starfsmanni fjármögnunarfyrirtækis að snúa til baka á skrifstofuna með haglabyssu - væru mál hans ekki leyst. Stjórnendur fjármögnunarfyrirtækjanna eru slegnir yfir þeirri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í gær að ekki verði gripið sérstakra aðgerða vegna dóms Hæstaréttar í myntkörfumálunum. 19.6.2010 19:00 Áfram flóð í Kína Talið er að um 90 séu látnir vegna fárviðris sem geysað hefur í Kína. Fjölda manns er saknað og þurft hefur að koma meira en 1,5 milljónum íbúa í skjól. Í kjölfar rigninga flæddu ár yfir bakka sína og stíflur brustu. Vatn flæddi um götur. Vatnsveðrið olli einnig aurskriðum sem urðu 35 manns að bana. Víða varð rafmagnslaust. 19.6.2010 16:40 Brúðkaupið í Svíþjóð: Falleg stemning í kirkjunni "Ég er fyrir utan höllina, við vorum að koma úr kirkjunni, hér eru tugþúsundir manna og sól í heiði, mikil og góð stemning," segir Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra Íslands í Svíþjóð. Vísir heyrði í Guðmundi Árna þegar athöfninni í kirkjunni var nýlokið en Guðmundur var viðstaddur brúðkaupið ásamt eiginkonu sinni. 19.6.2010 15:35 Bjartsýnir á góða veiði hjá Jóni Gnarr Borgarstjóri Reykvíkinga, Jón Gnarr, mun renna fyrir fyrsta laxinn í Elliðaánum á morgun. Vísir ræddi við reynda veiðimenn sem hafa litlar áhyggjur af því að ekki muni bíta á hjá borgarstjóranum nýja. 19.6.2010 14:04 Ólafur og Dorrit á fremst bekk Viktoría, krónprinsessa Svíþjóðar, játaðist heitmanni sínum, Olav Daniel Westling, í dómkirkjunni í Stokkhólmi nú þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í tvö. Brúðkaupsathöfnin hófst klukkan hálftvö en meðal gesta eru þjóðhöfðingjar Norðurlanda og fulltrúar konungsfjölskyldna Evrópuríkja. Íslensku forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussajef, sitja á fremsta bekk í kirkjunni en þau færa brúðhjónunum myndarlega glerskál að gjöf. 19.6.2010 13:38 Gengisdómur: Bankarnir þrjóskast við Niðurstaða hæstaréttar í myntkörfumálinu mun hafa jákvæð áhrif á fasteignamarkaðinn að mati Ingibjargar Þórðardóttur formanns Félags fasteignasala. Hún segir dæmi um að bankarnir neiti að viðurkenna ólögmæti þessara lána. 19.6.2010 11:49 Stærsta útboð eftir hrun Landsvirkjun auglýsir í dagblöðum í dag útboð þriggja stærstu verkþátta Búðarhálsvirkjunar. Þeir eru bygging stöðvarhúss og inntaksmannvirkja ásamt greftri frárennslisskurða, gerð fjögurra kílómetra aðrennsliganga og gerð Sporðöldustíflu. 19.6.2010 11:30 Kvenfélagskonur ganga til góðs Kvenfélagskonur í Vestur Húnavatnssýslu ganga í dag um 40 kílómetra leið í þeim tilgangi að safna féi til að koma rafmagni á Réttarhúss við Miðfjarðarrétt. Þrettán konur og eitt barn lögðu af stað klukkan átta í morgun. 19.6.2010 10:53 Össur hlynntur þjóðstjórn Vel kemur til greina að koma á þjóðstjórn til að ná betur utan um þau vandamál sem steðja að íslensku samfélagi, og til að koma til móts við kröfur þjóðarinnar um breytt vinnubrögð stjórnmálamanna, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. 19.6.2010 06:00 Verðbréfamiðlarar veðja á HM Árangur bandaríska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í Knattspyrnu hefur jákvæð áhrif á andrúmsloftið á Wall Street. Samkvæmt Reuters hafa verðbréfamiðlarar notfært sér frekar dræma viðskiptadaga til að einblína á fótboltann. Viðskipti hafa gengið hægt fyrir sig þessa vikuna en það hefur ekki sést á gólfum verðbréfahallarinnar. 19.6.2010 23:30 Jákvæð þróun fyrir efnahag heimsins Kína hefur gefið í skyn að þeir muni leyfa kínverska jeninu að styrkjast gagnvart dollar og öðrum vestrænum gjaldmiðlum. Samkvæmt vef BBC hefur kínverski seðlabankinn lýst því yfir að þeir muni leyfa gjaldmiðli sínum að verða hreyfanlegri en engar nánari útlistingar voru gefnar á því hvernig það yrði útfært. 19.6.2010 22:30 Smáríki þurfa að losna við skuldabagga Írar hafa staðið frami fyrir sambærilegri áskorun og Íslendingar við að greiða niður skuldir og koma böndum á ríkisfjármál sín. David Croughan, yfirmaður efnahagsdeildar Samtaka atvinnurekenda á Írlandi, var gestur á fundi Samtaka atvinnulífsins um opinber fjármál í vikunni. Hann segir mikilvægt fyrir smáríki að losna við þunga skuldabagga. 19.6.2010 20:30 Skipsstrand við Akurey Lundaskoðunarbáturinn Skúlaskeið strandaði síðdegis í dag við norðanverða Akurey. Tíu farþegar voru um borð auk áhafnar en báturinn strandaði á klettanös um 25 metra frá eynni. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að gæslan hafi fengið tilkynningu um strandið á rás 16, neyðarbylgju fyrir skip og báta sem öllum sjófarendum ber skylda til að hlusta á. 19.6.2010 17:04 Hafís í grennd við strendur Hafístunga þokast nær Norðanverðum Vestfjörðum, en hún er nú 26 sjómílur norðvestur af Galtarvita og rúmlega 30 sjómílur norð-norð-austur af Horni. Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur segir ekki móta greinilega fyrir stórum ísjökum á gervihnattamyndum, utan 40 kílómetra breiðan fleka sem líklegast hefur losnað frá landi í vor. Hún telur að hann muni þó brotna upp í ölduróti við ísjaðarinn. 19.6.2010 13:19 Brúðkaupið ævintýri líkast Brúðkaupsæði Svía nær hámarki síðar í dag þegar Viktoría krónprissessa giftist fyrrum einkaþjálfara sínum, Daniel Westling. Íslensku forsetahjónin eru í Stokkhólmi og færa brúðhjónunum myndarlega glerskál að gjöf. Brúðkaupshátíðin er ævintýri líkust. 19.6.2010 12:11 Ögmundur: Þjóðstjórn varhugaverð Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, telur varahugavert að koma á fót þjóðstjórn á meðan ekki ríkir samstaða um hvernig farið skuli með auðlindir þjóðarinnar. Að öðru leyti sé hann hlynntur samstarfi milli stjórnar og stjórnarandstöðu. 19.6.2010 11:43 Ókeypis í sund í dag Ókeypis er í sund í Reykjavík fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri frá og með deginum í dag og til ágústloka í sumar. Þetta var samþykkt í borgarráði á miðvikudag í samræmi við samstarfsyfirlýsingu Besta flokksins og Samfylkingarinnar en þar er þetta á lista yfir fyrstu verk nýs meirihluta. 19.6.2010 11:13 Óspektir og fyllerí á Akureyri Lögreglan á Akureyri hefur í nógu að snúast vegna Bíladaga sem þar eru haldnir um helgina. Fangaklefar voru fullir í nótt. Mikið var um óspektir en enginn var kærður fyrir líkamsmeiðingar, að sögn lögreglu. 19.6.2010 10:06 Hlaupið á kvennréttindadag Konur eru konum bestar er yfirskrift Kvennahlaups Sjóvár og ÍSÍ að þessu sinni. Hlaupið er haldið í tuttugasta og fyrsta sinn í dag, kvenréttindadaginn 19. júní. Hlaupið verður frá 93 stöðum hérlendis og á 18 stöðum erlendis, þar á meðal á Norðurlöndunum, í Þýskalandi, Bretlandi og Kanada. Stærsta hlaupið er í Garðabæ klukkan 14 þar sem þúsundir kvenna koma saman og hlaupa, en dagskrá verður í bæjarfélaginu af tilefni dagsins. Hlaupið er unnið í samstarfi við Kvenfélagasamband Íslands, en félagið verður 80 ára á árinu. 19.6.2010 10:04 Viðrar vel til skákiðkunar "Stemningin er mjög góð. Hingað eru að streyma góðir gestir á öllum aldri. Hér er bjart, blæs örlítið, en veðrar mjög vel til skákiðkunar," segir Hrafn Jökulsson, rithöfundur og óþreytandi skákjöfur. Hrafn á veg og vanda af skákhátíð sem haldin er í Djúpuvík í Árneshreppi um helgina. 19.6.2010 09:48 Brúðkaupsæði í Svíþjóð Viktoría krónprisessa Svíþjóðar og fyrrum einkaþjálfari hennar ganga í það heilaga síðar í dag. Hálfgert brúðkaupsæði hefur gripið um sig í Svíþjóð; undanfarnar tvær vikur hefur verið eins konar ástarþema í Stokkhólmi og minjagripabúðir eru troðnar út af myndum af brúðhjónunum. Brúðkaupsdagskráin náði hápunkti í gær með hátíðartónleikum í tónlistarhúsi Stokkhólms. Lokaatriði tónleikanna var barnakór sem söng til þeirra Daniels og Viktoríu, en söngurinn var svo hjartanlegur að bæði Viktoría og Silvía drottning felldu tár af gleði. 19.6.2010 10:35 Þarf að gera upp stuðning Samfylkingarinnar við eina blokk í viðskiptalífinu Samfylkingin hefur ekki enn horfst í augu við ábyrgð flokksins í aðdraganda hrunsins, segir Össur. Þar segist hann ekki vera að tala um þátttöku í ríkisstjórn frá árinu 2007, heldur með því að veita ákveðinni hugmyndafræði löggildingu. Samfylkingin hafi ekki lesið stöðuna rétt. 19.6.2010 07:00 Vill halda í gamla stjórann Svein Harald Øygard er álitlegasti eftirmaður norska seðlabankastjórans. Þetta hefur norska dagblaðið Dagens Næringsliv eftir Svein Gjedrem, núverandi bankastjóra. 19.6.2010 06:00 SÞ hefur áhyggjur af heimilisofbeldi á Íslandi Heimilisofbeldi verður að stöðva og taka verður harðar á ofbeldismönnum. Navanethem Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, hefur áhyggjur af háu hlutfalli ofbeldis á íslenskum heimilum. Hún segir börn kvenna sem verða fyrir ofbeldi hin raunverulegu fórnarlömb. 19.6.2010 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Hvalveiðar ógna ESB aðildarviðræðum Hvalveiðar Íslendinga gætu orðið þröskuldur á vegi þjóðarinnar að inngöngu í ESB samkvæmt frétt AFP fréttastofunnar í dag. Erlendir fjölmiðlar fjalla margir um hvalveiðar Íslendinga í dag en fundur Alþjóðahvalveiðiráðsins hefst á mánudaginn. 20.6.2010 17:08
Ferðamenn varaðir við hlaupi Í tilkynningu frá Almannavörnum kemur fram að ferðamenn við Hólaskjól á Nyrða-Fjallabaki eru beðnir um að hafa vara á sér. Búast má við að flóðsins verði vart við veginn í Skaftárdal um klukkan hálf sjö. 20.6.2010 16:46
Öryggismálum ábótavant við Silfru Ekkert upplýsingaskilti eða varasúrefni er við vinsælasta köfunarstað Íslands, Silfru, þar sem erlendur ferðamaður lést í gær. Eftirlit með fyrirtækjum sem bjóða upp á sportköfun er ábótavant og reglugerðir úreldar. Þetta kemur fram í lokaritgerð Jónínar Ólafsdóttur landfræðings sem segir ástandið í sportköfun hér á landi afar slæmt. 20.6.2010 15:50
Skaftárhlaup hafið Skaftárhlaup hófst nú rétt upp úr eitt í dag. Ekki liggja fyrir upplýsingar um stærð hlaupsins eða umfang. "Það er rétt að hefjast," segir Óðinn Þórarinsson framkvæmdastjóri hjá Veðurstofu Íslands. 20.6.2010 15:07
Ók inn í geðdeild Landspítalans Ökumaður í annarlegu ástandi keyrði gegnum glervegg á geðdeild Landspítalans á Hringbraut í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Sævarssyni hjúkrunarfræðingi slasaðist enginn - bíllinn fór inn um glervegg við hlið biðstofunnar og endaði inn á gólfi. Lögreglan í Reykjavík handtók ökumanninn sem gisti fangageymslur í nótt. Hann var víst illa á sig kominn og undir áhrifum. Varðstjóri hjá lögreglunni sagði ekki liggja fyrir skýringu á þessari undarlegu ökuferð. 20.6.2010 14:57
Lést í árekstri við jeppa 59 ára gömul erlend kona, en búsett hérlendis, lést í umferðarslysi í Saurbæ í Dölum síðdegis í gær. Konan ók vélhjóli, sem lenti í árekstri við jeppa á gatnamótum á þjóðveginum á móts við bæinn Litlaholt, skammt sunnan Gilsfjarðarbrúar. Jeppanum var ekið þvert yfir gatnamótin og skall vélhjólið á jeppanum við afturhjól hans. Við höggið valt jeppinn á veginum og snerist. Ökumann og farþega í jeppanum sakaði ekki. 20.6.2010 12:55
Kosningar í Póllandi Pólverjar ganga að kjörborðinu í forsetakosningum í dag til að kjósa nýjan forseta í stað Lech Kacynski sem fórst ásamt 96 öðrum þegar flugvél hans hrapaði í Rússlandi hinn 10. apríl síðast liðinn. Baráttann um eftirmann hans er talin standa milli tvíburabróður hans, Jaroslaw Kaczynski og núverandi forseta pólska þingsins og starfandi forseta, Bronislaw Komorowski. 20.6.2010 17:56
Ráðist á banka í Bagdad Að minnsta kosti 26 manns hafa látið lífið í sjálfsmorðssprengjuárásum á banka í ríkiseigu í Bagdad. Á vef BBC kemur fram að meira en 50 manns séu særðir eftir árásirnar en tveir bílar sprungu samtímis fyrir utan bankann. 20.6.2010 14:26
Bachelorette á Íslandi - viss um að verða ástfangin Myndbrot úr bandaríska raunveruleikaþættinum The Bachelorette sem tekinn var upp hér á Íslandi eru komin á heimasíðu ABC sjónvarpsstöðvarinnar. Hin eftirsótta Ali sem keppendur ganga með grasið í skónum á eftir lýsir því yfir að á Íslandi muni hún verða ástfangin. 20.6.2010 13:41
Lítil viðbrögð vegna aðildarviðræðna Fæst ráðuneyti hafa bætt við starfsmannahald sitt vegna aðildarviðræðna við Evrópusambandið, og ekkert þeirra hefur keypt utanaðkomandi ráðgjöf. Þau gera ekki ráð fyrir miklum skipulagsbreytingum vegna viðræðnanna. 20.6.2010 12:59
Banaslysið í Silfru: öndunargríman losnaði Kafarar eru ósáttir við yfirlýsingar lögreglunnar í Árnessýslu í gær vegna banaslyssins í Silfru. Lögreglan sagði í gær að svo liti út fyrir að bilun hefði orðið í köfunarbúnaði. Vísir hefur rædd við kafara sem voru á slysstað í gær. Franski kafarinn lést þegar hann reyndi að bjarga unnustu sinni sem sat föst í helli á níu metra dýpi í gjánni. 20.6.2010 12:11
Fimm mínútur að landa Maríulaxinum - Myndir Laxveiði í Elliðaánum hófst klukkan sjö í morgun, og venju samkvæmt renndi borgarstjóri fyrir fyrsta laxinn. Nýi borgarstjórinn Jón Gnarr sagðist vera seinheppinn veiðimaður í opinberri dagbók sinni í gær, en það var svo sannarlega ekki að sjá í morgun. Um fimm mínútur yfir sjö hófst hann handa við veiðina, og innan við fimm mínútum síðar beit á fallegur sex punda hængur. 20.6.2010 09:47
Maður kýldi bíl í Vestmannaeyjum Ölvaður maður kýldi bíl í Vestmannaeyjum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var maðurinn svo ölvaður að hann vissi hvorki í þennan heim né annan. Í Reykjavík gistu fjölmargir fangageymslur lögreglunnar. 20.6.2010 09:31
Lést í vélhjólaslysi Erlend kona á miðjum aldri lést í vélhjólaslysi í Saurbæ í Dölum síðdegis í gær. Samkvæmt upplýsingum lögreglu barst tilkynning um slysið klukkan 17.30 en það varð á þjóðveginum skammt sunnan Gilsfjarðarbrúar, á móts við bæinn Litlaholt. Lögreglumenn bæði úr Búðardal og frá Hólmavík fóru á slysstað. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til. Upplýsingar um aðdraganda slyssins hafa ekki fengist en það er í rannsókn. 20.6.2010 09:27
Sveitastjóri Reykhólahrepps útilokar ekki afsögn "Þetta eru jú mistök og það getur vel verið að hægt sé að skrifa þau á mig," segir Óskar Steingrímsson sveitastjóri í Reykhólahreppi. Úrskurðarnefnd um sveitastjórnarkosningarnar komst í gær að þeirri niðurstöðu að kosningarnar væru ógildar þar sem láðist að auglýsa þær í Flatey. 19.6.2010 19:33
Skipsstrand: Ferðamennirnir farnir í hvalaskoðun Hjörtur Hinriksson eigandi bátsins sem strandaði við Akurey í dag segir litla hættu hafa verið á ferðum. Ferðamönnunum hafi verið bjargað á annan bát í eigu fyrirtækisins og þeir séu nú í hvalaskoðunarferð. 19.6.2010 17:27
Kafari lést á Þingvöllum Ungur karlmaður lést við köfun í Silfru á Þingvöllun í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Árnessýslu var maðurinn erlendur ferðamaður. Þjóðgarðsvörður segir farið yfir öryggisatriði vegna slyssins. 19.6.2010 15:06
Risaskúta á Akureyri Þessi fallega svarta skúta vakti athygli Björns Grétars Baldurssonar sem tók þessa mynd af skútunni. Sex manns eru í áhöfn skútunnar sem setur svo sannarlega svip sinn á bæinn. Samkvæmt Birni er skútan alltaf á ferðinni, allan ársins hring, og er blaðamaður ekki frá því að hafa séð skútuna eitt sinn sigla inn í hafnarminnið í Tassillaq á Grænlandi. Vísir þakkar Birni fallegar myndir af skútunni sem naut sín svo sannarlega vel við höfnina á Akureyri í blíðviðrinu í gær. 19.6.2010 21:05
Hundrað konur mættu í brúðarkjól í IKEA Yfir hundrað konur mættu í brúðarkjól í verslun IKEA í dag til að samgleðjast hinum konunglegu sænsku brúðhjónum. Konurnar fengu glaðning í tilefni dagsins en mest um vert var að samgleðjast krónprinsessunni Viktoríu sem ber nú baug á fingri. 19.6.2010 20:30
Ríkisstjórnin í vonlausri stöðu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir hugmynd Össurar Skarphéðinssonar um þjóðstjórn góðra gjalda verð en Bjarni Benediktsson segir málið bera vott um þá vonlausu stöðu sem ríkisstjórnin sé komin í. Varaformaður þingflokks Vinstri Grænna veit ekki hverju þjóðstjórn ætti að bjarga. 19.6.2010 20:00
Kosningarnar í Reykhólahreppi ógildar Úrskurðarnefnd sem skipuð var til að fjalla um kæru vegna sveitastjórnarkosninganna í Reykhólahreppi hefur komist að því að kosningarnar voru ólöglegar. Íbúi í Flatey kærði kosningarnar vegna þess að íbúar í Flatey að kosningarnar voru ekki auglýstar á eyjunni. 19.6.2010 19:26
Lántaki hótaði að mæta með haglabyssu Reiður lántaki hótaði starfsmanni fjármögnunarfyrirtækis að snúa til baka á skrifstofuna með haglabyssu - væru mál hans ekki leyst. Stjórnendur fjármögnunarfyrirtækjanna eru slegnir yfir þeirri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í gær að ekki verði gripið sérstakra aðgerða vegna dóms Hæstaréttar í myntkörfumálunum. 19.6.2010 19:00
Áfram flóð í Kína Talið er að um 90 séu látnir vegna fárviðris sem geysað hefur í Kína. Fjölda manns er saknað og þurft hefur að koma meira en 1,5 milljónum íbúa í skjól. Í kjölfar rigninga flæddu ár yfir bakka sína og stíflur brustu. Vatn flæddi um götur. Vatnsveðrið olli einnig aurskriðum sem urðu 35 manns að bana. Víða varð rafmagnslaust. 19.6.2010 16:40
Brúðkaupið í Svíþjóð: Falleg stemning í kirkjunni "Ég er fyrir utan höllina, við vorum að koma úr kirkjunni, hér eru tugþúsundir manna og sól í heiði, mikil og góð stemning," segir Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra Íslands í Svíþjóð. Vísir heyrði í Guðmundi Árna þegar athöfninni í kirkjunni var nýlokið en Guðmundur var viðstaddur brúðkaupið ásamt eiginkonu sinni. 19.6.2010 15:35
Bjartsýnir á góða veiði hjá Jóni Gnarr Borgarstjóri Reykvíkinga, Jón Gnarr, mun renna fyrir fyrsta laxinn í Elliðaánum á morgun. Vísir ræddi við reynda veiðimenn sem hafa litlar áhyggjur af því að ekki muni bíta á hjá borgarstjóranum nýja. 19.6.2010 14:04
Ólafur og Dorrit á fremst bekk Viktoría, krónprinsessa Svíþjóðar, játaðist heitmanni sínum, Olav Daniel Westling, í dómkirkjunni í Stokkhólmi nú þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í tvö. Brúðkaupsathöfnin hófst klukkan hálftvö en meðal gesta eru þjóðhöfðingjar Norðurlanda og fulltrúar konungsfjölskyldna Evrópuríkja. Íslensku forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussajef, sitja á fremsta bekk í kirkjunni en þau færa brúðhjónunum myndarlega glerskál að gjöf. 19.6.2010 13:38
Gengisdómur: Bankarnir þrjóskast við Niðurstaða hæstaréttar í myntkörfumálinu mun hafa jákvæð áhrif á fasteignamarkaðinn að mati Ingibjargar Þórðardóttur formanns Félags fasteignasala. Hún segir dæmi um að bankarnir neiti að viðurkenna ólögmæti þessara lána. 19.6.2010 11:49
Stærsta útboð eftir hrun Landsvirkjun auglýsir í dagblöðum í dag útboð þriggja stærstu verkþátta Búðarhálsvirkjunar. Þeir eru bygging stöðvarhúss og inntaksmannvirkja ásamt greftri frárennslisskurða, gerð fjögurra kílómetra aðrennsliganga og gerð Sporðöldustíflu. 19.6.2010 11:30
Kvenfélagskonur ganga til góðs Kvenfélagskonur í Vestur Húnavatnssýslu ganga í dag um 40 kílómetra leið í þeim tilgangi að safna féi til að koma rafmagni á Réttarhúss við Miðfjarðarrétt. Þrettán konur og eitt barn lögðu af stað klukkan átta í morgun. 19.6.2010 10:53
Össur hlynntur þjóðstjórn Vel kemur til greina að koma á þjóðstjórn til að ná betur utan um þau vandamál sem steðja að íslensku samfélagi, og til að koma til móts við kröfur þjóðarinnar um breytt vinnubrögð stjórnmálamanna, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. 19.6.2010 06:00
Verðbréfamiðlarar veðja á HM Árangur bandaríska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í Knattspyrnu hefur jákvæð áhrif á andrúmsloftið á Wall Street. Samkvæmt Reuters hafa verðbréfamiðlarar notfært sér frekar dræma viðskiptadaga til að einblína á fótboltann. Viðskipti hafa gengið hægt fyrir sig þessa vikuna en það hefur ekki sést á gólfum verðbréfahallarinnar. 19.6.2010 23:30
Jákvæð þróun fyrir efnahag heimsins Kína hefur gefið í skyn að þeir muni leyfa kínverska jeninu að styrkjast gagnvart dollar og öðrum vestrænum gjaldmiðlum. Samkvæmt vef BBC hefur kínverski seðlabankinn lýst því yfir að þeir muni leyfa gjaldmiðli sínum að verða hreyfanlegri en engar nánari útlistingar voru gefnar á því hvernig það yrði útfært. 19.6.2010 22:30
Smáríki þurfa að losna við skuldabagga Írar hafa staðið frami fyrir sambærilegri áskorun og Íslendingar við að greiða niður skuldir og koma böndum á ríkisfjármál sín. David Croughan, yfirmaður efnahagsdeildar Samtaka atvinnurekenda á Írlandi, var gestur á fundi Samtaka atvinnulífsins um opinber fjármál í vikunni. Hann segir mikilvægt fyrir smáríki að losna við þunga skuldabagga. 19.6.2010 20:30
Skipsstrand við Akurey Lundaskoðunarbáturinn Skúlaskeið strandaði síðdegis í dag við norðanverða Akurey. Tíu farþegar voru um borð auk áhafnar en báturinn strandaði á klettanös um 25 metra frá eynni. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að gæslan hafi fengið tilkynningu um strandið á rás 16, neyðarbylgju fyrir skip og báta sem öllum sjófarendum ber skylda til að hlusta á. 19.6.2010 17:04
Hafís í grennd við strendur Hafístunga þokast nær Norðanverðum Vestfjörðum, en hún er nú 26 sjómílur norðvestur af Galtarvita og rúmlega 30 sjómílur norð-norð-austur af Horni. Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur segir ekki móta greinilega fyrir stórum ísjökum á gervihnattamyndum, utan 40 kílómetra breiðan fleka sem líklegast hefur losnað frá landi í vor. Hún telur að hann muni þó brotna upp í ölduróti við ísjaðarinn. 19.6.2010 13:19
Brúðkaupið ævintýri líkast Brúðkaupsæði Svía nær hámarki síðar í dag þegar Viktoría krónprissessa giftist fyrrum einkaþjálfara sínum, Daniel Westling. Íslensku forsetahjónin eru í Stokkhólmi og færa brúðhjónunum myndarlega glerskál að gjöf. Brúðkaupshátíðin er ævintýri líkust. 19.6.2010 12:11
Ögmundur: Þjóðstjórn varhugaverð Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, telur varahugavert að koma á fót þjóðstjórn á meðan ekki ríkir samstaða um hvernig farið skuli með auðlindir þjóðarinnar. Að öðru leyti sé hann hlynntur samstarfi milli stjórnar og stjórnarandstöðu. 19.6.2010 11:43
Ókeypis í sund í dag Ókeypis er í sund í Reykjavík fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri frá og með deginum í dag og til ágústloka í sumar. Þetta var samþykkt í borgarráði á miðvikudag í samræmi við samstarfsyfirlýsingu Besta flokksins og Samfylkingarinnar en þar er þetta á lista yfir fyrstu verk nýs meirihluta. 19.6.2010 11:13
Óspektir og fyllerí á Akureyri Lögreglan á Akureyri hefur í nógu að snúast vegna Bíladaga sem þar eru haldnir um helgina. Fangaklefar voru fullir í nótt. Mikið var um óspektir en enginn var kærður fyrir líkamsmeiðingar, að sögn lögreglu. 19.6.2010 10:06
Hlaupið á kvennréttindadag Konur eru konum bestar er yfirskrift Kvennahlaups Sjóvár og ÍSÍ að þessu sinni. Hlaupið er haldið í tuttugasta og fyrsta sinn í dag, kvenréttindadaginn 19. júní. Hlaupið verður frá 93 stöðum hérlendis og á 18 stöðum erlendis, þar á meðal á Norðurlöndunum, í Þýskalandi, Bretlandi og Kanada. Stærsta hlaupið er í Garðabæ klukkan 14 þar sem þúsundir kvenna koma saman og hlaupa, en dagskrá verður í bæjarfélaginu af tilefni dagsins. Hlaupið er unnið í samstarfi við Kvenfélagasamband Íslands, en félagið verður 80 ára á árinu. 19.6.2010 10:04
Viðrar vel til skákiðkunar "Stemningin er mjög góð. Hingað eru að streyma góðir gestir á öllum aldri. Hér er bjart, blæs örlítið, en veðrar mjög vel til skákiðkunar," segir Hrafn Jökulsson, rithöfundur og óþreytandi skákjöfur. Hrafn á veg og vanda af skákhátíð sem haldin er í Djúpuvík í Árneshreppi um helgina. 19.6.2010 09:48
Brúðkaupsæði í Svíþjóð Viktoría krónprisessa Svíþjóðar og fyrrum einkaþjálfari hennar ganga í það heilaga síðar í dag. Hálfgert brúðkaupsæði hefur gripið um sig í Svíþjóð; undanfarnar tvær vikur hefur verið eins konar ástarþema í Stokkhólmi og minjagripabúðir eru troðnar út af myndum af brúðhjónunum. Brúðkaupsdagskráin náði hápunkti í gær með hátíðartónleikum í tónlistarhúsi Stokkhólms. Lokaatriði tónleikanna var barnakór sem söng til þeirra Daniels og Viktoríu, en söngurinn var svo hjartanlegur að bæði Viktoría og Silvía drottning felldu tár af gleði. 19.6.2010 10:35
Þarf að gera upp stuðning Samfylkingarinnar við eina blokk í viðskiptalífinu Samfylkingin hefur ekki enn horfst í augu við ábyrgð flokksins í aðdraganda hrunsins, segir Össur. Þar segist hann ekki vera að tala um þátttöku í ríkisstjórn frá árinu 2007, heldur með því að veita ákveðinni hugmyndafræði löggildingu. Samfylkingin hafi ekki lesið stöðuna rétt. 19.6.2010 07:00
Vill halda í gamla stjórann Svein Harald Øygard er álitlegasti eftirmaður norska seðlabankastjórans. Þetta hefur norska dagblaðið Dagens Næringsliv eftir Svein Gjedrem, núverandi bankastjóra. 19.6.2010 06:00
SÞ hefur áhyggjur af heimilisofbeldi á Íslandi Heimilisofbeldi verður að stöðva og taka verður harðar á ofbeldismönnum. Navanethem Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, hefur áhyggjur af háu hlutfalli ofbeldis á íslenskum heimilum. Hún segir börn kvenna sem verða fyrir ofbeldi hin raunverulegu fórnarlömb. 19.6.2010 06:00