Innlent

Ók inn í geðdeild Landspítalans

Hér sjást skemmdirnar á húsi geðdeildar Landspítalans.
Hér sjást skemmdirnar á húsi geðdeildar Landspítalans.
Ökumaður í annarlegu ástandi keyrði gegnum glervegg á geðdeild Landspítalans á Hringbraut í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Sævarssyni hjúkrunarfræðingi slasaðist enginn - bíllinn fór inn um glervegg við hlið biðstofunnar og endaði inn á gólfi. Lögreglan í Reykjavík handtók ökumanninn sem gisti fangageymslur í nótt. Hann var víst illa á sig kominn og undir áhrifum. Varðstjóri hjá lögreglunni sagði ekki liggja fyrir skýringu á þessari undarlegu ökuferð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×