Innlent

Jákvæð þróun fyrir efnahag heimsins

Barack Obama er ánægður með yfirlýsingu Kínverja.
Barack Obama er ánægður með yfirlýsingu Kínverja.
Kína hefur gefið í skyn að þeir muni leyfa kínverska jeninu að styrkjast gagnvart dollar og öðrum vestrænum gjaldmiðlum. Samkvæmt vef BBC hefur kínverski seðlabankinn lýst því yfir að þeir muni leyfa gjaldmiðli sínum að verða hreyfanlegri en engar nánari útlistingar voru gefnar á því hvernig það yrði útfært.

Jenið hefur undanfarið verið að styrkjast gagnvart dollarnum og hafa þess vegna kínversk stjórnvöld verið gagnrýnt fyrir að vernda útflutningsaðila sína.

Barack Obama og yfirmenn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins IMF brugðust vel við fréttum af aðgerðum Kínverja en bandaríkjamenn hafa sakað kínversk stjórnvöld um að halda gjaldmiðli sínum vísvitandi veikum. "Ákvörðun Kínverja að auka hreyfanleika gjaldmiðil síns er uppbyggjandi skref í átt að bættum efnahagi heimsins og auknu jafnvægi."

Dominique Strauss- Kahn sagði ákvörðun Kínverja vera "mjög góða þróun."

Jenið hefur staðið í 6.83 á móti dollarnum frá því í júlí 2008.

Breytingarnar á gjaldeyrismálum Kínverja eru taldar jákvæðar fréttir fyrir efnahag heimsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×