Innlent

Hlaupið á kvennréttindadag

Konur eru konum bestar er yfirskrift Kvennahlaups Sjóvár og ÍSÍ að þessu sinni. Hlaupið er haldið í tuttugasta og fyrsta sinn í dag, kvenréttindadaginn 19. júní. Hlaupið verður frá 93 stöðum hérlendis og á 18 stöðum erlendis, þar á meðal á Norðurlöndunum, í Þýskalandi, Bretlandi og Kanada. Stærsta hlaupið er í Garðabæ klukkan 14 þar sem þúsundir kvenna koma saman og hlaupa, en dagskrá verður í bæjarfélaginu af tilefni dagsins. Hlaupið er unnið í samstarfi við Kvenfélagasamband Íslands, en félagið verður 80 ára á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×