Bjartsýnir á góða veiði hjá Jóni Gnarr SB skrifar 19. júní 2010 14:04 Jón Gnarr þykir eiga góða möguleika á morgun. Vísir.is/samsett mynd Borgarstjóri Reykvíkinga, Jón Gnarr, mun renna fyrir fyrsta laxinn í Elliðaánum á morgun. Vísir ræddi við reynda veiðimenn sem hafa litlar áhyggjur af því að ekki muni bíta á hjá borgarstjóranum nýja. "Ég trúi ekki öðru en að Jón setji fljótt í fisk," segir Guðmundur Stefán Maríasson, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur. Guðmundur, sem var staddur á sólarströnd við Miðjarðahafið segist senda Jóni sínar bestu kveðjur. "Ég hefði gjarnan viljað vera með honum á bakkanum en er suður við miðjarðahaf að sóla mig. En hann verður með menn sem eru þaulkunnugir svæðinu sér við hlið og er líka félagi í Stangveiðifélagi Reykjavíkur." Löng hefð er fyrir því að borgarstjóri renni fyrir fyrsta laxinn í Elliðaánum og er morgundeginum beðið með mikilli eftirvæntingu. Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri, gefur reyndar lítið fyrir veiðiskapinn. "Ég fékk fisk en þetta átti ekki við mig." Talsverð umræða hefur verið meðal veiðimanna um hvort eigi að halda veiddum laxi eða sleppa og ruddist tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens fram á ritvöllinn og gagnrýndi þjóðþekkta veiðimenn fyrir að setja stórlaxastofninn i hættu. Þórarinn Sigþórsson, tannlæknir og veiðimaður, var í þeim hópi sem opnaði veiðiskapinn í Blöndu á dögunum. Hann segir stofninn í lítilli hættu og óskar Jóni Gnarr góðs gengis. "Hann verður með nóg af hjálparkokkum. Hann mun standa við fossbrúnina og veiða með maðki og það eru yfirgnæfandi líkur á að bíti á. Það er gömul hefð að borgarstjóri renni í lax við fossinn sem er fornfrægur veiðistaður en það er ekki á færi nema sérfræðinga að ná laxi þar með flugu." Þórarinn er spenntur fyrir komandi veiðisumri þó að í fyrsta skipti í ein níu ár muni hann ekki fara í árlega veiðiferð til Rússlands. Spilar þar kreppan sína rullu. "Annars held ég að það verði jafn auðvelt fyrir Jón Gnarr að fá lax í fossinum núna með góðra manna hjálp og að stjórna borginni með hjálp Hönnu Birnu. Hann nýtur góðrar leiðsagnar í báðum tilvikum." Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Borgarstjóri Reykvíkinga, Jón Gnarr, mun renna fyrir fyrsta laxinn í Elliðaánum á morgun. Vísir ræddi við reynda veiðimenn sem hafa litlar áhyggjur af því að ekki muni bíta á hjá borgarstjóranum nýja. "Ég trúi ekki öðru en að Jón setji fljótt í fisk," segir Guðmundur Stefán Maríasson, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur. Guðmundur, sem var staddur á sólarströnd við Miðjarðahafið segist senda Jóni sínar bestu kveðjur. "Ég hefði gjarnan viljað vera með honum á bakkanum en er suður við miðjarðahaf að sóla mig. En hann verður með menn sem eru þaulkunnugir svæðinu sér við hlið og er líka félagi í Stangveiðifélagi Reykjavíkur." Löng hefð er fyrir því að borgarstjóri renni fyrir fyrsta laxinn í Elliðaánum og er morgundeginum beðið með mikilli eftirvæntingu. Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri, gefur reyndar lítið fyrir veiðiskapinn. "Ég fékk fisk en þetta átti ekki við mig." Talsverð umræða hefur verið meðal veiðimanna um hvort eigi að halda veiddum laxi eða sleppa og ruddist tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens fram á ritvöllinn og gagnrýndi þjóðþekkta veiðimenn fyrir að setja stórlaxastofninn i hættu. Þórarinn Sigþórsson, tannlæknir og veiðimaður, var í þeim hópi sem opnaði veiðiskapinn í Blöndu á dögunum. Hann segir stofninn í lítilli hættu og óskar Jóni Gnarr góðs gengis. "Hann verður með nóg af hjálparkokkum. Hann mun standa við fossbrúnina og veiða með maðki og það eru yfirgnæfandi líkur á að bíti á. Það er gömul hefð að borgarstjóri renni í lax við fossinn sem er fornfrægur veiðistaður en það er ekki á færi nema sérfræðinga að ná laxi þar með flugu." Þórarinn er spenntur fyrir komandi veiðisumri þó að í fyrsta skipti í ein níu ár muni hann ekki fara í árlega veiðiferð til Rússlands. Spilar þar kreppan sína rullu. "Annars held ég að það verði jafn auðvelt fyrir Jón Gnarr að fá lax í fossinum núna með góðra manna hjálp og að stjórna borginni með hjálp Hönnu Birnu. Hann nýtur góðrar leiðsagnar í báðum tilvikum."
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira