Innlent

Kosningar í Póllandi

Fráfall Lech Kacynski var harmaðu út um allan heim.
Fráfall Lech Kacynski var harmaðu út um allan heim.
Pólverjar ganga að kjörborðinu í forsetakosningum í dag til að kjósa nýjan forseta í stað Lech Kacynski sem fórst ásamt 96 öðrum þegar flugvél hans hrapaði í Rússlandi hinn 10. apríl síðast liðinn. Baráttann um eftirmann hans er talin standa milli tvíburabróður hans, Jaroslaw Kaczynski og núverandi forseta pólska þingsins og starfandi forseta, Bronislaw Komorowski.

Átta aðrir eru einnig í framboði.Ef enginn fær meira en 50 prósent atkvæða verður kosið um þá tvo efstu í annarri umferð kosninga. Pólverjar eru um 38 milljónir og eru 30 milljónir á kjörskrá.

Komorowski er evrópusambandssinni og nýtur heldur meira fylgis en Kaczynski og styður að efnahagslíf Póllands verði aðlagað upptöku evrunnar á næstu fimm árum. Þá vill hann binda enda á þátttöku Pólverja í hernaðinum í Afganistan.

Kaczynski er íhaldsmaður og leggur aðaláherslu á baráttuna gegn glæpum og spillingu. Þá vill hann kalla til baka ýmsar breytingar til frjálsræðis í efnahagsmálum til að tryggja velferðarkerfið og er talsmaður rómversk-kalþólskra viðhorfa í siðferðismálum. Þá telur hann ekki tímabært að tímasetja upptöku evrunnar í Póllandi.

Kjörtímabil forseta Póllands er fimm ár. Hann hefur að mestu táknrænum hlutverkum að gegna en getur þó beitt neitunarvaldi við undirritun laga og er æðsti yfirmaður heraflans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×