Innlent

Ókeypis í sund í dag

Jón Gnarr ætlar að standa við stóru orðin.
Jón Gnarr ætlar að standa við stóru orðin.

Ókeypis er í sund í Reykjavík fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri frá og með deginum í dag og til ágústloka í sumar. Þetta var samþykkt í borgarráði á miðvikudag í samræmi við samstarfsyfirlýsingu Besta flokksins og Samfylkingarinnar en þar er þetta á lista yfir fyrstu verk nýs meirihluta.

Áætlaður kostnaður vegna þessa nemur 12 til 14 milljónum króna, sem skattborgarar þurfa að greiða með öðrum hætti. Reykjavíkurborg rekur sjö sundlaugar, Árbæjarlaug, Breiðholtslaug, Grafarvogslaug, Kjalarneslaug, Laugardalslaug, Sundhöll Reykjavíkur og Vesturbæjarlaug.

Vísir ræddi stuttlega við starfsmann Sundhallar Reykjavíkur sem sagðist ekki hafa orðið var við umtalsverða fjölgun barna þessa fyrstu klukkutíma síðan aðgangseyrir var afnumin fyrir yngri kynslóðina.

"Það fjölgar samt alltaf þegar brettin opna eftir hádegi. Ég býst við stuði á brettinu næstu vikurnar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×