Innlent

Stærsta útboð eftir hrun

Landsvirkjun auglýsir í dagblöðum í dag útboð þriggja stærstu verkþátta Búðarhálsvirkjunar. Þeir eru bygging stöðvarhúss og inntaksmannvirkja ásamt greftri frárennslisskurða, gerð fjögurra kílómetra aðrennsliganga og gerð Sporðöldustíflu.

Miðað er við þriggja ára verktíma og að verkinu verði að fullu lokið haustið 2013. Snemma á þessu ári bauð Landsvirkjun út undirbúningsþætti þessara verka, sem nauðsynlegt þótt að vinna í sumar, en þær framkvæmdir hafa ekki enn hafist vegna ágreinings Landsvirkjunar og lægstbjóðanda. Búðarhálsvirkjun verður 80 megavött að stærð og hefur orku hennar að mestu verið ráðstafað til að mæta framleiðsluaukningu í álverinu í Straumsvík.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×