Innlent

Brúðkaupið í Svíþjóð: Falleg stemning í kirkjunni

SB skrifar
Frá brúðkaupinu.
Frá brúðkaupinu.

"Ég er fyrir utan höllina, við vorum að koma úr kirkjunni, hér eru tugþúsundir manna og sól í heiði, mikil og góð stemning," segir Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra Íslands í Svíþjóð. Vísir heyrði í Guðmundi Árna þegar athöfninni í kirkjunni var nýlokið en Guðmundur var viðstaddur brúðkaupið ásamt eiginkonu sinni.

"Nú eru ungu hjónin að fara um miðbæinn á hestbaki, þetta var langþráð stund, látlaus og falleg," segir Guðmundur Árni. Hann segir hátíðarhöldin mikil, borgin sé undirlögð og mikið um dýrðir. "Menn höfðu áhyggjur af veðrinu en það hefur ræst úr því."

Tár féllu á hvarmi brúðhjónanna þegar hringarnir voru settir upp, Guðmundur segir fólk hafa orðið snortið við athöfnina. "Nú fer kóngafólkið og heiðursgestir í langan og strangan heiðurskvöldverð. Fyrir okkur almúgan eru tónleikar og hátíðarhöld hér út um alla borg og verður því mikið sungið og dansað langt fram á nótt," segir sendiherran sem upplifði sögufrægan viðburð, með eigin augum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×