Innlent

Áfram flóð í Kína

Talið er að um 90 séu látnir vegna fárviðris sem geysað hefur í Kína. Fjölda manns er saknað og þurft hefur að koma meira en 1,5 milljónum íbúa í skjól. Í kjölfar rigninga flæddu ár yfir bakka sína og stíflur brustu. Vatn flæddi um götur. Vatnsveðrið olli einnig aurskriðum sem urðu 35 manns að bana. Víða varð rafmagnslaust.

Flóðin eru í suðurhluta kína við Perlufljót en þar eru mikilvæg iðnaðarsvæði. Tæpar sex milljónar búa í grennd við fljótið. Fjöldi fólks hefur slasast eða tapað húsum sínum, bílum eða öðrum verðmætum í vatnsflauminn.

Í kínverska ríkissjónvarpinu má sjá myndir af fólki sem flúið hefur á þök húsa sinna; hermann að bjarga skólabörnum, í skóla í Fujian voru þúsundir skólabarna lokuð inni vegna flóða.

Veðurspár benta til þess að halda muni áfram að rigna þar til síðdegis á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×