Innlent

Smáríki þurfa að losna við skuldabagga

Af fundi samtaka atvinnulífsins.
Af fundi samtaka atvinnulífsins.

Írar hafa staðið frami fyrir sambærilegri áskorun og Íslendingar við að greiða niður skuldir og koma böndum á ríkisfjármál sín. David Croughan, yfirmaður efnahagsdeildar Samtaka atvinnurekenda á Írlandi, var gestur á fundi Samtaka atvinnulífsins um opinber fjármál í vikunni. Hann segir mikilvægt fyrir smáríki að losna við þunga skuldabagga.

"Lítil jaðarlönd verða líka fyrir barðinu á spákaupsmönnum," sagði hann.

David segir Íra hafa náð að minnka fjárlagagat sitt um 8 prósent landsframleiðslu með skattahækkunum og niðurskurði, meðal annars með naflaskoðun á því hvaða þjónustu hinu opinbera beri að veita. Hann segir Íslendinga og Íra geta lært hvor af öðrum hvað ríkisfjármál varðar og segir sveigjanleika á vinnumarkaði skipta miklu máli.

Spurður hvort hann teldi það hafa gagnast Írum að vera í Evrópusambandsins segir hann:

"Það er ljóst að Írar hefðu þurft að glíma við miklar vaxtahækkanir í kjölfar erfiðleika á mörkuðum. Ég hefði ekki viljað vera utan evrusvæðisins."
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×