Innlent

Sprengingin varð í ofnhúsi

SB skrifar
Sprengingin varð fyrir um klukkutíma.
Sprengingin varð fyrir um klukkutíma.

"Það varð alvarlegt slys hér upp á annarri hæð í ofnhúsi," segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Elkem járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Einn maður var fluttur illa slasaður með þyrlu til Reykjavíkur eftir sprenginguna sem átti sér stað fyrir um klukkutíma síðan.

Vísir náði tali af Einari sem var á vettvangi. Hann sagði að unnið væri að því að ná stjórn á aðstæðum. "Verksmiðjan er stopp í augnablikinu þar til við erum komnir með örugga stjórn."

Einar segir einn starfsmann hafa slasast í sprengingunni. "Hann brenndist illa og það er verið að flytja hann á sjúkrahús með þyrlu."

"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×