Innlent

Auður Lilja tekur við af Drífu

Auður Lilja sést hér með formanni flokksins, Steingrími J. Sigfússyni.
Auður Lilja sést hér með formanni flokksins, Steingrími J. Sigfússyni. Mynd/Daníel Rúnarsson
Auður Lilja Erlingsdóttir, varaþingmaður VG og fyrrverandi formaður ungliðahreyfingar flokksins, tekur við af Drífu Snædal sem framkvæmdastjóri Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs næstkomandi fimmtudag. Þetta var tilkynnt á flokksráðsfundi VG um helgina. Drífa hefur gegnt embætti framkvæmdastýru undanfarin fjögur ár.

Auður Lilja er stjórnmálafræðingur, útskrifuð með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×