Innlent

Vinna liggur niðri vegna slyssins

Sprenging varð í einum af þremur ofnum verksmiðjunnar á áttunda tímanum í gærkvöldi.
Sprenging varð í einum af þremur ofnum verksmiðjunnar á áttunda tímanum í gærkvöldi. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Öll vinna liggur enn niðri í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga, eftir að starfsmaður skaðbrenndist í sprengingu í einum af þremur ofnum verksmiðjunnar á áttunda tímanum í gærkvöldi. Maðurinn varð fyrir eldtungu, sem teygði sig úr úr ofninum. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á gjörgæsludeild Landsspítalans, þar sem honum er haldið sofandi í öndunarvél, en nánari upplýsingar um líðan hans liggja ekki fyrir.

Slökkviliðið á Akranesi var hvatt á svæðið og réði það niðurlögum elda, sem kviknuðu, og stóð brunavakt í alla nótt. Sérfræðingar í áfallahjálp voru líka kallaðir á vettvang til að sinna starfsfólki, sem var við vinnu þegar slysið varð. Lögregla og Vinnueftirlitið vinna að rannsókn á vettvangi, en sprenging varð í ofni í verksmiðjunni í apríl án þess að nokkurn starfsmann sakaði þá. Það ræðst með morgninum hvenær starfssemi hefst í verksmiðjunni að nýju.




Tengdar fréttir

Einn slasaður eftir sprengingu í járnblendiverksmiðju

Einn er slasaður eftir að sprenging varð í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Engar upplýsingar er að fá frá lögreglunni á borgarnesi um málið. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti hinn slasaða til Reykjavíkur.

Sprengingin varð í ofnhúsi

"Það varð alvarlegt slys hér upp á annarri hæð í ofnhúsi," segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Elkem járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Einn maður var fluttur illa slasaður með þyrlu til Reykjavíkur eftir sprenginguna sem átti sér stað fyrir um klukkutíma síðan.

Alvarlega brenndur eftir slys

Einn maður er alvarlega slasaður eftir sprengingu í Járnblendiverksmiðjunni Elkem á Grundartanga í gærkvöldi. Maðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Samkvæmt vakthafandi lækni á gjörgæsludeildinni liggur maðurinn þar alvarlega slasaður og þungt haldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×