Innlent

Fjármálafyrirtækin hlíti niðurstöðu Hæstaréttar

Forsvarsmenn Bændasamtaka Íslands og Landssambands smábátaeigenda undrast fálmkennd og ómarkviss viðbrögð stjórnvalda og fjármálafyrirtækja við dómi Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána sem þeir segja að hafi verið skýr. Forsvarsmenn samtakanna funduðu fyrr í dag um niðurstöðu Hæstaréttar.

Samtökin skora á öll fjármálafyrirtæki að hlíta afdráttarlausri niðurstöðu Hæstaréttar og grípa til aðgerða þegar í stað. Þau vilja einnig að fjármálafyrirtækin stöðvi allar innheimtuaðgerðir, færi höfuðstól gengistryggðra lána til þeirrar upphæðar sem tekin var að láni og endurgreiði lántökum að teknu tilliti til samningsvaxta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×