Innlent

Fimm mánaða fangelsi fyrir að stela þremur Smirnoff flöskum

Maðurinn var dæmdur í fimm mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að stela þremur Vodka flöskum. Hann á langan sakaferil að baki.
Maðurinn var dæmdur í fimm mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að stela þremur Vodka flöskum. Hann á langan sakaferil að baki.
Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í fimm mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir innbrot og þjófnað í ÁTVR á Höfn í Hornafirði í febrúar á þessu ári. Þar stal maðurinn í félagi við annan, þremur Smirnoff vodkaflöskum. Þeir brutu rúðu í versluninni að nóttu til og tóku flöskurnar.

Maðurinn játaði skýlaust brot sitt fyrir dómi. Hann á að baki nokkurn sakaferil en frá árinu fram til desember 2009 hefur hann hlotið sextán sinnum dóma fyrir brot gegn almennum hegningalögum, lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlögum, þar af tíu sinnum fyrir auðgunarbrot eða tilraun til slíkra brota. Hann var síðast dæmdur 22. desember árið 2009 fyrir að brjótast inn í lyfjaverslun, en hann hlaut tvo dóma á því ári. Í janúar á því ári var hann dæmdur fyrir að brjótast inn í fyrirtæki ásamt tveimur öðrum mönnum og stolið þaðan þýfi að verðmæti ríflega einni milljón króna.

Maðurinn fékk reynslulausn 24. desember 2009 í eitt ár á 88 daga eftirstöðvum fangelsisrefsingar.

Í dómi segir að hann hafi rofið skilyrði reynslulausnarinnar og var því sú refsing tekin upp og dæmdur í samræmi við hana. Tekið var tillit til þess að hann framdi brotið í félagið við annan mann. Honum til refsiþyngingar var litið til þess að vísbendingar eru um að ákærði hafi valdið umtalsverðu tjóni þegar hann framdi braust inn í áfengisverslunina.

Hann var sýknaður af skaðabótakröfu ÁTVR og Sjóvár en hún hljóðaði upp á 332 þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×