Fleiri fréttir

Kjörsókn í Reykjavík tveimur prósentum minni en árið 2006

Alls hafa 19266 kosið í Reykjavík klukkan 14:00 í dag en það gera 22,46 prósent. Það er tæpum tveimur prósentustigum minna en fyrir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2006 en þá höfðu 20745 manns kosið eða 24,23 prósent færri.

Fundu kannabis fyrir tíu milljónir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun og lagði hald á tilbúin kannabisefni á nokkrum stöðum í austurborginni í gær.

Þyrla nauðlenti á Sandskeiði

Þyrla frá Norðurflugi nauðlenti á Sandskeiði í hádeginu í dag. Samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þá varð bilun sem leiddi til þess að vélin þurfti að nauðlenda.

Kjörstjórn hvetur fólk til þess að ganga á kjörstað

Kjörstjórnin í Laugardalnum hvetur kjósendur, sem koma því við, að koma ekki á bílum heldur fótgandi eða á hjólum. Ástæðan er sú að það er gríðarlega mikið um að vera í Laugardalnum auk kosninganna.

Gleymdi skilríkjunum en fékk samt að kjósa

„Ég fór í sparifötin og gleymdi þess vegna veskinu upp á kosningaskrifstofunni,“ sagði Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, í viðtali á Bylgjunni en hann átti ekki að fá að kjósa í ljósi þess að hann hafði engin persónuleg skilríki á sér. Fyrir vikið kom maður frá yfirkjörstjórninni sem vottaði að maðurinn væri í raun Jón Gnarr. Þess vegna tókst honum að kjósa að lokum.

Langt seilst þegar börnin manns eru notuð í pólitískum tilgangi

„Það getur allt gerst, við gætum þurrkast út og við gætum fengið fullt af borgarfulltrúum,“ sagði Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í viðtali við Sólveigu Bergmann og Þorgeir Ástvaldsson á Bylgjunni.

Íslensk kona sýnir listaverk á Louvre-safninu

„Verkin verða hengd upp í píramídanum þar sem inngangurinn er," segir listakonan Þóra Einarsdóttir sem heldur samsýningu á Louvre-safninu. Að vísu verða verkin hennar ekki samsíða hinni ódauðlegu Monu Lisu eftir Da Vinci en verkin hennar verða það fyrsta sem gestir safnsins sjá.

Dagur B.: Stjórnmálin eru á vegamótum

„Stjórnmálin almennt eru á vegamótum, það hefur fallið mikið á traustið og það verður geysimikið verkefni að endurvinna það,“ sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í viðtali við Þorgeir Ástvaldsson og Sólveigu Bergman á Bylgjunni fyrir utan Ráðhúsið í morgun.

Erill hjá lögreglunni í nótt

Það var talsverður erill hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Lögreglan fékk tilkynningu um innbrot í nótt en þjófurinn braust inn á heimili í Hafnarfirði klukkan hálf tvö eftir miðnætti. Þjófurinn stal verðmætum að sögn lögreglunnar og komst undan. Málið er í rannsókn.

Hanna Birna vinnur á meðal kvenna

Talsvert fleiri segjast nú vilja að Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, verði borgarstjóri en fyrir viku, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2.

Ný framboð skapa óvissu

Fólk vill breytingar í kosningunum, ný framboð skapa óvissu og forspárgildi skoðanakannanna er lítið að mati stjórnmálafræðinga.

Vilja sjónarmið nítján ráðherra frá 2007

Allir ráðherrar sem sátu í ríkisstjórn frá 1. janúar fram að hruni hafa fengið bréf frá þingmannanefnd um rannsóknarskýrsluna. Þar er þeim gefinn kostur á því að útskýra sitt sjónarmið varðandi aðkomu þeirra að hruninu eða aðgerðaleysi.

Vara við rangfærslum og hræðsluáróðri

Evrópusamtökin mótmæla í yfirlýsingu auglýsingum Samtaka ungra bænda, sem birtust í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í gær. Samtökin segja umræðu um málefni Evrópusambandsins verða að vera málefnalega, ekki byggða á rangfærslum og hræðsluáróðri.

Gjóska 30 til 40 metrar á þykkt

Gjóskan á börmum austurgíganna í Eyjafjallajökli mældist í fyrradag 30 til 40 metra þykk. Þá tóku starfsmenn Jarðvísindastofnunar Háskólans stöðu á gosinu.

Eins og komið sé í land dauðans

„Þar sem þetta er verst er eins og verið sé að koma inn í land dauðans,“ segir Ólafía Aðalsteinsdóttir, starfsmaður útibúaþjónustu Landsbankans, um þær aðstæður sem mættu sjálfboðaliðum í hreinsunarstarfi undir Eyjafjöllum í vikunni. Hún segir að víða megi sjá gras og annan gróður stinga sér upp úr öskunni, en annars staðar sé stemningin eins og eftir kjarnorkusprengingu. Ekki sjáist annað en svart og grátt í umhverfinu.

Rektor sækir kínverja heim

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, tekur ásamt rektorum 25 norrænna háskóla, þátt í stefnumóti við Fudan háskóla í Shanghaí í tilefni 15 ára afmælis Norræns seturs við skólann.

Ráðuneytinu skylt að miða við hærri bindingu

Sjávarútvegs- og Landbúnaðaráðuneytið gerir athugasemdir við málflutning Samtaka verslunar og þjónustu upp á síðkastið þar sem spurt er hvort hvort auglýsingar á tollkvótum fyrir ýmsar landbúnaðarafurðir séu löglegar eftir að farið var að miða við verðtoll í stað magntolls áður.

Frambjóðendur tókust á í beinni

Fulltrúar þeirra framboða í Reykjavík sem hafa verið að mælast með mann inni í könnunum fyrir komandi kosningar á morgun hittust í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Þar var farið yfir helstu áherslur flokkanna og spáð í spilin um mögulegt samstarf að kosningum loknum.

Veðja á Jón Gnarr

Jón Gnarr verður næsti borgarstjóri í Reykjavík ef marka má spár þeirra sem veðja á vefsíðunni Betsson. Næstlíklegust þykja þau Hanna Birna Kristjánsdóttir og Dagur B. Eggertsson. Þá eru einhverjir sem spá því að næsti borgarstjóri komi ekki úr hópi þeirra sem bjóða sig fram til borgarstjórnar en langólíklegast þykir að Sóley Tómasdóttir verði borgarstjóri.

Segir skemmdarvarga tengda Samfylkingunni

Mikil harka er hlaupin í kosningabaráttuna í Kópavogi. Kosningastjóri framsóknarflokksins sakar aðila tengda frambjóðanda Samfylkingarinnar um að hafa skemmt fjölda kosningaskilta á vegum flokksins í bænum. Frambjóðandinn segir ásakanirnar fásinnu.

Fjórir handteknir vegna innbrota í 38 sumarbústaði

Fjórir ungir karlmenn voru í dag handteknir á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um fjölda innbrota í sumarbústaði í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Að sögn lögreglu er yngsti maðurinn 15 ára og sá elsti 18 ára. Sá hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðald. Þess sama verður krafist á tvo til viðbótar. Yngsti meðlimurinn verður að tilstuðlan barnaverndaryfirvalda vistaður á Stuðlum.

Markaðsátak þegar farið að skila sér

Vísbendingar eru um að markaðsátakið „Inspired by Iceland" sem unnið er í samvinnu iðnaðarráðuneytisins og Reykjavíkurborgar við aðila ferðaþjónustunnar sé þegar farið að skila árangri, segir Katrín Júlíusdóttir

Eignarhald á auðlindum rætt á ríkisstjórnarfundi

Það er full ástæða til þess að hefja vinnu að breytingum á lagaumhverfi um eignarhald á náttúruauðlindum til samræmis við það sem er gert til dæmis í Noregi, segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Hún fór yfir málið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.

Fyrrum Kaupþingsstjórar frjálsir ferða sinna

Kaupþingsmennirnir fjórir sem úrskurðaðir voru í farbann vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á meintum brotum Kaupþings í aðdraganda bankahrunsins 2008 eru frjálsir ferða sinna.

Kanna möguleika á barnaþingi í Reykjavík

Á fundi Mannréttindaráðs í morgun var samþykkt að komið verði á fót starfshóp sem kanna á möguleikann á því að haldið verði barnaþing í Reykjavík í haust í samstarfi vð félagasamtök sem vinna að velferð og hagsmunum barna.

Ekkert heyrst frá Guðlaugi

Fréttastofa hefur frá því í morgun reynt að ná tali af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur það ekki borið árangur. Guðlaugur hefur hvorki svarað í síma né tölvupósti.

Svandís ekki með frumvarp um eignarhald í smíðum

Umhverfisráðherra er ekki með frumvarp í smíðum um að eignarhald á orkufyrirtækjum verði breytt þannig að einkaaðilar megi ekki eiga meira en þriðjung í orkufyrirtækjum eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum í vikunni. Þetta segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra.

Auðir seðlar flokkaðir sérstaklega

Búist er við að einhverjir óánægðir kjósendur sýni þann hug í verki með auðum kjörseðli á morgun. Formaður yfirkjörstjórnar segir að auðir seðlar verði sérstaklega flokkaðir og taldir.

Hasar í Kópavogi - Framsóknarskiltin eyðilögð

Auglýsingaskilti Framsóknarflokksins í Kópvogi sem komið hafði verið fyrir víðsvegar um bæjarfélagið voru eyðilögð í nótt. Kosningastjóri framsóknarmanna segir að málið verði tilkynnt til lögreglu. Hann segir rangt að bæjarfulltrúi flokksins hafi misnotað aðstöðu sína.

Oddviti Framsóknar lánaði sjálfum sér auglýsingaskilti

„Sem vallarstjóri tekur hann og notar eigur bæjarins í sína prívat þágu," segir Lára Jóna Þorsteinsdóttir, kosningastjóri VG í Kópavogi, sem er allt annað enn sátt við Ómar Stefánsson, oddvita framsóknarmanna í Kópavogi. Hún segir að Ómar hafi tekið svokallaða búkka sem eru í eigu Kópavogsvallar og komið fyrir víðsvegar um bæinn með auglýsingum frá Framsóknarflokknum. Lára Jóna bendir á öðrum framboðum hafi ekki staðið slíkt til boða. Þetta hafi auk þess verið gert í trássi við ákvörðun byggingarfulltrúa bæjarfélagsins.

Rúmlega 107 þúsund nemar á Íslandi

Heildarfjöldi nemenda á öllu landinu skólaárið 2009-2010 er 107.012. Þeim hefur fjölgað um 1529 frá árinu áður eða um 1,4%. Þetta kemur fram á heimasíðu Hagstofunnar.

Sjá næstu 50 fréttir