Innlent

Ekkert heyrst frá Guðlaugi

Mynd/Valgarður Gíslason
Fréttastofa hefur frá því í morgun reynt að ná tali af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur það ekki borið árangur. Guðlaugur hefur hvorki svarað í síma né tölvupósti.

Í kjölfar ákvörðunar Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur að segja af sér þingmennsku vegna styrkja sem hún fékk fyrir fjórum árum ákvað fréttastofa að falast eftir viðbrögðum frá Guðlaugi í ljósi þess að hann þáði 24,8 milljónir króna í styrki fyrir þingkosningarnar 2007. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisendurskoðunar þáði enginn hærri styrki en hann.

Þá hugðist fréttastofa spyrja Guðlaug um yfirlit yfir þá sem styrktu hann í prófkjörinu. Í Kastljósi 4. maí sagðist Guðlaugur ætla að upplýsa hverjir styrktu hann og birta það „mjög fljótlega."

Í síðasta mánuði safnaðist fólk fyrir utan heimili Guðlaugs og kallaði eftir afsögn hans. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, segist í samtali við Morgunblaðið ekki vera í neinum vafa um að afsögn Steinunnar muni hafa áhrif þegar til lengri tíma líti. Þrýstingur á aðra stjórnmálamenn sem þáðu háa prófkjörsstyrki muni væntanlega aukast. Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, segir á Pressunni að ákvörðun Steinunnar setji pressu á aðra stjórnmálmenn og nefnir sérstaklega Guðlaug Þór, Helga Hjörvar, Dag B. Eggertsson og Gísla Martein Baldursson.




Tengdar fréttir

Steinunn Valdís segi af sér

Innan borgarstjórnarhóps Samfylkingar er mikið rætt um að Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður flokksins, eigi að segja af sér þingmennsku, að sögn Hjálmars Sveinssonar, sem er í fjórða sæti listans.

Jóhanna: Steinunn Valdís sýnir kjark og mikla auðmýkt

„Ég er þakklát Steinunni Valdísi fyrir þessa ákvörðun og með henni sýnir hún í senn mikla auðmýkt og kjark," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×