Innlent

Kanna möguleika á barnaþingi í Reykjavík

Á fundi Mannréttindaráðs í morgun var samþykkt að komið verði á fót starfshóp sem kanna á möguleikann á því að haldið verði barnaþing í Reykjavík í haust í samstarfi vð félagasamtök sem vinna að velferð og hagsmunum barna.

Í tilkyningi segir að markmiðið með þinginu er að skapa vettvang fyrir börn til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri um hin ýmsu mál sem snúa að þeim.



Starfshópnum er ætlað að koma með hugmyndir um skipulag og fyrirkomulag slíks þings og tímasetningu þess. Slíkar tillögur verða unnar í samráði við ungmennaráð Reykjavíkur og fulltrúa barna. Fulltrúar allra framboða skipa starfshópinn.

Í starfsáætlun mannréttindaráðs Reykjavíkur fyrir árið 2010 er lögð áhersla á að koma á fót verkefnum sem snúa að því að börn geti haft áhrif og látið skoðanir sínar í ljós. Í ljósi þess er tilvalið að koma á barnaþingi þar sem börnum gefst kostur á að koma með tillögur og segja skoðanir sínar á þeim málum sem þeim viðkemur.

Mikilvægt er að unnið verði svo með þær tillögur sem fram kæmu á slíku þingi og þeim beint í réttan farveg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×