Innlent

Rektor sækir kínverja heim

Kristín Ingólfsdóttir
Kristín Ingólfsdóttir

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, tekur ásamt rektorum 25 norrænna háskóla, þátt í stefnumóti við Fudan háskóla í Shanghaí í tilefni 15 ára afmælis Norræns seturs við skólann.

Nemendur í kínversku og kínverskum fræðum við Háskóla Íslands taka þriðja námsár sitt við kínverska háskóla sem HÍ hefur gert samstarfssamning við og er Fudan háskóli einn þeirra.

Samstarfið nær til rafmagns- og tölvuverkfræði á sviði fjarkönnunar og tölvugreindar og í undirbúningi er samstarf á sviðum eðlisfræði, nanótækni og bókmennta. Kínverskir nemendur stunda hagfræðinám og viðskiptafræði við HÍ og MBA-nemendur fara reglulega í námsferðir til Kína.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×