Innlent

Eignarhald á auðlindum rætt á ríkisstjórnarfundi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Svandís Svavarsdóttir segir eðlilegt að umhverfisráðherra láti sig auðlindamál varða. Mynd/ Valgarður.
Svandís Svavarsdóttir segir eðlilegt að umhverfisráðherra láti sig auðlindamál varða. Mynd/ Valgarður.
Það er full ástæða til þess að hefja vinnu að breytingum á lagaumhverfi um eignarhald á náttúruauðlindum til samræmis við það sem er gert til dæmis í Noregi, segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Hún fór yfir málið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.

Eins og greint hefur verið frá hefur hún viðrað hugmyndir um löggjöf sem fæli í sér að eignarhald einkaaðila yrðu takmörkuð við þriðjung. „Þetta yrði gert til þess að tryggja fyrst og fremst almannahagsmuni og tryggja að arðurinn af auðlindinni renni til þjóðarinnar," segir Svandís. Hún segir að auk þess að líta til Norðmanna hafi þingflokkur VG einnig litið til þeirra leiða sem Frakkar hafi farið.

Svandís segir það vera rétt sem kom fram á Vísi í morgun að auðlindamál eru á forsjá iðnaðarráðherra. „En ég tel nú alveg eðlilegt að umhverfisráðherra láti sig auðlindamál varða - ekki síst vegna þess að það eru náttúrlega áform um það að flytja auðlindamál undir umhverfisráðuneytið í fyllingu tímans," segir Svandís.


Tengdar fréttir

Svandís ekki með frumvarp um eignarhald í smíðum

Umhverfisráðherra er ekki með frumvarp í smíðum um að eignarhald á orkufyrirtækjum verði breytt þannig að einkaaðilar megi ekki eiga meira en þriðjung í orkufyrirtækjum eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum í vikunni. Þetta segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×