Fjórir handteknir vegna innbrota í 38 sumarbústaði 28. maí 2010 17:51 MYND/Anton Fjórir ungir karlmenn voru í dag handteknir á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um fjölda innbrota í sumarbústaði í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Að sögn lögreglu er yngsti maðurinn 15 ára og sá elsti 18 ára. Sá hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðald. Þess sama verður krafist á tvo til viðbótar. Yngsti meðlimurinn verður að tilstuðlan barnaverndaryfirvalda vistaður á Stuðlum. Í tilkynningu segir að undanfarið hafi lögreglunni á Selfossi borist tilkynningar um innbrot í 38 sumarbústaði í Grímsnes- og Grafningshreppi og á Þingvallasvæðinu. „Flatskjám og ýmsum öðrum verðmætum var stolið úr þessum bústöðum. Síðustu innbrotin áttu sér stað í fyrrinótt en þá var gerð tilraun til að brjótast inn í Þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem þrjár stórar rúður voru brotnar." Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær elsta manninn vegna þjófnaðar á pallbifreið. „Sú bifreið eða sams konar hafði sést við Þjónustumiðstöðina um nóttina. Við húsleit á dvalarstað mannsins í Reykjavík fundust nokkrir flatskjáir og ýmsir munir sem rekja mátti til nokkurra sumarbústaðanna. Í framhaldi af þessari atburðarrás var ákveðið að leita félaga mannsins. Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu ásamt lögreglumönnum í sérsveit Ríkislögreglustjóra leituðu mannanna og það var um og upp úr hádegi í dag sem þeir fundust." Þá segir að þrír mannanna hafi fyrir um tveimur vikum verið handteknir af lögreglu á Selfossi vegna innbrota í tug bústaða við Sogið sem þeir gengust við og virðast þeir hafa verið mjög virkir í innbrotum að sögn lögreglu. „Ljóst er að rannsóknin verður yfirgripsmikil og tímafrek þar sem yfirheyra þarf sakborninga og vitni, afla sakargagna og koma stolnum munum til brotaþola. Barnaverndaryfirvöld í heimabyggð sakborninga hefur verið gert viðvart og munu fulltrúar þeirra vera viðstaddir yfirheyrslur skjólstæðinga þeirra." Lögreglan á Selfossi biður sumarbústaðaeigendur á fyrrgreindu svæði að huga að húsum sínum og tilkynna til lögreglunnar í síma 480 1010 verði þeir áskynja um að brotist hafi verið inn í bústaði þeirra. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Fjórir ungir karlmenn voru í dag handteknir á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um fjölda innbrota í sumarbústaði í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Að sögn lögreglu er yngsti maðurinn 15 ára og sá elsti 18 ára. Sá hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðald. Þess sama verður krafist á tvo til viðbótar. Yngsti meðlimurinn verður að tilstuðlan barnaverndaryfirvalda vistaður á Stuðlum. Í tilkynningu segir að undanfarið hafi lögreglunni á Selfossi borist tilkynningar um innbrot í 38 sumarbústaði í Grímsnes- og Grafningshreppi og á Þingvallasvæðinu. „Flatskjám og ýmsum öðrum verðmætum var stolið úr þessum bústöðum. Síðustu innbrotin áttu sér stað í fyrrinótt en þá var gerð tilraun til að brjótast inn í Þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem þrjár stórar rúður voru brotnar." Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær elsta manninn vegna þjófnaðar á pallbifreið. „Sú bifreið eða sams konar hafði sést við Þjónustumiðstöðina um nóttina. Við húsleit á dvalarstað mannsins í Reykjavík fundust nokkrir flatskjáir og ýmsir munir sem rekja mátti til nokkurra sumarbústaðanna. Í framhaldi af þessari atburðarrás var ákveðið að leita félaga mannsins. Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu ásamt lögreglumönnum í sérsveit Ríkislögreglustjóra leituðu mannanna og það var um og upp úr hádegi í dag sem þeir fundust." Þá segir að þrír mannanna hafi fyrir um tveimur vikum verið handteknir af lögreglu á Selfossi vegna innbrota í tug bústaða við Sogið sem þeir gengust við og virðast þeir hafa verið mjög virkir í innbrotum að sögn lögreglu. „Ljóst er að rannsóknin verður yfirgripsmikil og tímafrek þar sem yfirheyra þarf sakborninga og vitni, afla sakargagna og koma stolnum munum til brotaþola. Barnaverndaryfirvöld í heimabyggð sakborninga hefur verið gert viðvart og munu fulltrúar þeirra vera viðstaddir yfirheyrslur skjólstæðinga þeirra." Lögreglan á Selfossi biður sumarbústaðaeigendur á fyrrgreindu svæði að huga að húsum sínum og tilkynna til lögreglunnar í síma 480 1010 verði þeir áskynja um að brotist hafi verið inn í bústaði þeirra.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira