Innlent

Vill fá sér latte áður en næstu skref verða ákveðin

Jón Gnarr og Besti flokkurinn er ótvíræður sigurvegari kosninganna. Hann ætlar samt að fá sér latte áður en næstu skref verða ákveðin.
Jón Gnarr og Besti flokkurinn er ótvíræður sigurvegari kosninganna. Hann ætlar samt að fá sér latte áður en næstu skref verða ákveðin. Mynd/ Daníel.

„Ég þarf bara að tala við Óttar og Einar og fá mér Latte áður," sagði Jón Gnarr í Silfri Egils spurður hver næstu skref Besta flokksins verða í borgarstjórn en eins og kunnugt er hlaut flokkurinn flesta borgarfulltrúa eða sex talsins. Hann áréttaði þó það sem hann hefur alltaf sagt, Besti flokkurinn er til í að vinna með öllum.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins spurði hversvegna það væri nauðsynlegt að mynda meirihluta í borgarstjórn en hún hefur haldið þeim sjónarmiðum fram áður.

Hún sagði að það væri þó nauðsynlegt að fara eftir vilja kjósenda og ræða fyrst við Besta flokkinn áður en rætt yrði við Samfylkinguna, sem getur einnig myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórn.

Jón sagði hinsvegar að stjórnmál væru orðin leiðinleg og húmorslaus. Í raun væru þau búin að missa tengslin við fólkið í landinu.

„Það er búið að taka húmorinn úr stjórnmálunum," sagði Jón síðan.

Dagur viðurkenndi að Samfylkingin hefði fengið slæma útreið í sveitarstjórnarkosningunum og að hann axlaði sína ábyrgð þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×