Innlent

Besti flokkurinn og Samfylkingin eru byrjuð í samningaviðræðum

Jón Gnarr virðist ætla að halla sér til vinstri.
Jón Gnarr virðist ætla að halla sér til vinstri.

Besti flokkurinn og Samfylkingin eru byrjuð í samningaviðræðum um meirihlutasamstarf í borgarstjórn Reykjavíkur.

Þetta varð meðal annars niðurstaða leynifundarins í dag, sem Besti flokkurinn auglýsti reyndar á Facebook-síðu sinni.

Jón Gnarr sagði svo í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld að hann hefði gert kröfu um borgarstjórastólinn. Ekkert hefur verið ákveðið hvað það varðar.

Þá kom einnig í ljós að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, hefur ekki séð þættina The Wire, en Jón segir Dag hafa gert það óviljandi. Jón hefur áður sagt að það sé ófrávíkjanleg krafa Besta flokksins að samstarfsflokkurinn hafi horft á þættina The Wire.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×