Fleiri fréttir

Kosningarnar upphafið að endalokum fjórflokksins

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á kosningavöku ríkissjónvarpsins í gær, að hún teldi kosninganiðurstöðurnar í raun og veru upphafið að endalokum fjórflokksins. Hún sagði Samfylkinguna taka þessi skilaboð mjög alvarlega en flokknum gekk ekki mjög vel á landsvísu.

Meirihlutar féllu víða

Mynda þarf nýja meirihluta í mörgum af helstu sveitarfélögum á landinu. Meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna í Reykjavík kolféll. Hið sama má segja um meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri. Þá féll meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Kópavogi. Einnig féll meirihluti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi.

Tveir ölvaðir menn stálu ökutækjum

Tvö umferðaróhöpp urðu í nótt. Í báðum tilfellum voru ökumenn grunaðir um að hafa stolið farartækjunum og ekið undir áhrifum áfengis.

Allir nýir borgarfulltrúar koma af Æ-lista

Sex nýir borgarfulltrúar taka sæti í borgarstjórn Reykjavíkur að loknum kosningum sem fram fóru í gær. Þeir eru allir af lista Besta flokksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs sátu allir í borgarstjórn á liðnu kjörtímabili.

Besti flokkurinn sigurvegari - talningu lokið í Reykjavík

Besti flokkurinn er með sex borgarfulltrúa kjörna, þegar búið er að telja öll atkvæði í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn er með fimm borgarfulltrúa kjörna. Samfylkingin er með þrjá borgarfulltrúa og VG einn. Aðrir flokkar ná ekki inn kjörnum fulltrúum.

Vill aukið samstarf í borgarstjórn

„Ég er að hugsa hvort það þarf að vera meirihluti, sagði Jón Gnarr þegar að fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis spurði hann hvort hann væri farinn að hugsa eitthvað um myndun meirihluta í Reykjavík eftir kosningarna. „Er ekki hægt að breyta þessu eitthvað? Þarf að vera meirihluti og minnihluti?“

Lokatölur í Keflavík: Meirihlutinn heldur

Lokatölur eru komnar í Reykjanesbæ og þar heldur Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta sínum þrátt fyrir að dala um nokkur prósentustig. Flokkurinn fær sjö bæjarfulltrúa, Samfylkingin er með þrjá og Framsókn er með einn bæjarfulltrúa. Rúm sjö prósent skiluðu auðu, sem er nokkuð yfir meðaltali á á landsvísu.

Samfylkingin ætlar að ræða við VG

Samfylkingarmenn í Hafnarfirði ætla að ræða við VG um myndun meirihluta í bænum. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri ætlar að taka þátt í myndun þess meirihluta þó að hann hafi ekki náð kjöri sem bæjarfulltrúi.

Sóley Tómasdóttir komin inn - Samfylkingin missir einn

Sóley Tómasdóttir er borgarfulltrúi eftir að búið er að telja 43408 atkvæði í Reykjavík. Besti flokkurinn er með sex menn kjörna líkt og þegar fyrstu tölur voru kynntar, Sjálfstæðisflokkurinn er með 5 menn kjörna og Samfylkingin er með 3 menn kjörna.

Lokatölur í Hafnarfirði: Bæjarstjórinn ekki inni - VG í oddaaðstöðu

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, er dottinn úr bæjarstjórn. Samfylkingin fær fimm fulltrúa og tapar því tveimur og Sjálfstæðismenn bæta við sig tveimur og fá einnig fimm. Vinstri grænir halda sínum fulltrúa í bænum og eru því í oddaaðstöðu þegar kemur að meirihlutamyndun.

Jón Gnarr þakkaði stuðningsmönnum sínum

„Ég hef alltaf haft það að leiðarljósi að reyna að gera eitthvað gott og uppbyggilegt með það sem ég hef verið að gera,“ sagði Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, þegar að hann ávarpaði stuðningsmenn sína á kosningavöku Besta flokksins í Iðusölum í kvöld.

Lokatölur á Akureyri: L-listi með hreinan meirihluta

Lokatölur eru komnar fram á Akureyri og staðfesta þær stórsigur L - listans, Lista fólksins, sem nær sex mönnum í bæjarstjórn og fær því hreinan meirihluta. Aðrir flokkar, VG, Samfylking, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Bæjarlistinn fá einn mann hver í bæjarstjórnina.

Sjálfstæðismenn auka við fylgið í Hveragerði

Lokatölur eru komnar fram í Hveragerðisbæ og þar hafa sjálfstæðismenn aukið fylgi sitt og fá rúmlega 64 prósent atkvæða og fimm fulltrúa. A - listi, sameiginlegt framboð Framsóknarflokks, Samfylkingar og VG fá tvo fulltrúa.

Lokatölur í Mosfellsbæ: D-listi með hreinan meirihluta

Sjálfstæðismenn fá fjóra menn miðað við fyrstu tölur í Mosfellsbæ og Vinstri grænir ná inn einum manni. Þessir flokkar voru í meirihluta á síðasta kjörtímabili en nú nær Sjálfstæðisflokkurinn hreinum meirihluta í bænum. M-listinn nær inn einum manni og það gerir Samfylkingin einnig. Framsóknarmenn missa hinsvegar sinn mann og ná ekki fulltrúa í bæjarstjórn.

Meirihlutinn heldur í Eyjum - lokatölur komnar

Meirihluti Sjálfstæðisflokksins heldur í Vestmannaeyjum eftir að búið er að telja öll atkvæði. Sjálfstæðisflokkurinn er með fjóra bæjarfulltrúa kjörna og Samfylkingin með þrjá.

Áfall fyrir Sóleyju Tómasdóttur

Þetta er mjög skrýtið og ég efast um að þetta sé satt, sagði Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri Grænna í Reykjavík. Hún var spurð um niðurstöðu VG í kosningunum í umræðum oddvita framboðanna í Reykjavík sem fram fóru á RÚV um tólfleytið í kvöld.

Lokatölur í Kópavogi: Meirihlutinn fallinn

Lokatölur eru komnar í Kópavogi. Nokkrar breytingar urðu frá fyrstu tölum og náði Framsóknarflokkurinn inn sínum manni sem var úti í fyrstu tölum. Sá maður fór inn á kostnað annars manns hjá Næst besta flokknum, sem fær þá einn mann enn ekki tvo. Sjálfstæðismenn fá fjóra menn í bæjarstjórn, Samfylkingin þrjá og Y-listinn kom manni inn, eins og Vinstri grænir.

Fyrstu tölur í RVK: Besti flokkurinn með sex menn

Fyrstu tölur eru komnar í hús í Reykjavík og Besti flokkurinn hefur fengið 8000 atkvæði og sex menn kjörna miðað við þetta. Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fimm mönnum og Samfylkingin fær fjóra. Aðrir flokkar ná ekki inn manni.

Baggalútsmaður lofar stuði í Reykjavík

Mikil gleði ríkti á kosningavöku Besta flokksins í Iðusölum, þegar fréttamann Stöðvar 2 og Vísis bar að garði þar í kvöld. Karl Sigurðsson, fimmti maður á lista Besta flokksins, sagðist vera himinnlifandi með árangur flokksins.

Meirihlutinn fallinn í Árborg

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig manni í Árborg en meirihluti Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins er fallinn. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut því 1.369 atkvæði eða 44,5 prósent.

Akureyri: L-listinn fær sex menn

Fyrstu tölur á Akureyri benda til þess að L-listinn fái hreinann meirihluta í bæjarstjórn og sex menn kjörna. Búið er að telja um 7000 atkvæði og aðrir flokkar í framboði, Bæjarlistinn, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og VG, skipta á milli sín atkvæðunum og ná einum manni inn hver.

Sjálfstæðisflokkurinn fær flest atkvæði í Kópavogi

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Kópavogi en þeir fengu 3617 atkvæði en búiið er að telja 11964 atkvæði. Þá fékk Samfylkingin 3370 atkvæði. Þá fékk VG 1129 atkvæði. Næst besti flokkurinn hlaut 1687 atkvæði. Listi Kópavogs hlaut 1233 atkvæði. Frjálslyndi flokkurinn fékk 87 atkvæði.

Samfylkingin vinnur stórsigur á Akranesi

Samfylkingin hlaut 873 atkvæði og fengu fjóra menn kjörna. Þeir bæta því við sig tveimur mönnum. Sjálfstæðisflokkurinn geldur afhroð og missir tvo menn en voru áður með fjóra. Vinstri grænir halda sínum manni en Framsóknarflokkurinn bætir við sig einum manni og er því með tvo bæjarfulltrúa.

Meirihlutinn heldur í Skagafirði

Meirihluti Framsóknarflokks og Samfylkingarinnar í Skagafirði heldur miðað við fyrstu tölur þegar búið er að telja rúmlega helming atkvæða. Framsóknarmenn ná fjórum mönnum eins og síðast og Samfylkingin heldur sínum manni. VG ná inn manni og Sjálfstæðisflokkurinn missir einn mann sem færist yfir til F - Lista Frjálslyndra og óháðra.

Hjálmar gleðst yfir árangrinum

Hjálmar Sveinsson, fjórði maður á lista Samfylkingarinnar, er nýr borgarfulltrúi í Reykjavík samkvæmt fyrstu tölum sem birtust rétt eftir klukkan tíu.

Sigmundur Davíð ætlar að kynna sér niðurstöðurnar betur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi ekki veita fréttamanni á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis viðtal þegar hann falaðist eftir því á Austurvelli um ellefuleytið í kvöld. Hann strunsaði yfir Austurvöll og sagðist ætla að kynna sér betur niðurstöðurnar.

Hanna Birna: Sjálfstæðisflokkurinn í stórsókn

Sjálfstæðisflokkurinn er í stórsókn í Reykjavík, sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, þegar að hún ávarpaði sjálfstæðismenn á kosningavöku á Nordica Hótel.

Dagur: Krafa um breytingar

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar sagði við Samfylkingarmenn að skilaboðin úr kjörkössunum í dag væri krafa um breytingar. Hann sagði að kosningabaráttan hefði verið ein sú óvenjulegasta sem hann hefði upplifað. Samfélagið hefði gjörbreyst og það væru skrýtnir tímar. Nýtt framboð hefði engið 38% en Samfylkingin hefði hins vegar haldið sínu fylgi frá því fyrir fjórum árum síðan.

Sjálfstæðismenn halda sínu í Garðabæ

Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ fær tæp 63 prósent atkvæða miðað við fyrstu tölur og nær inn fimm mönnum. M-listinn, listi fólksins í bænum nær inn manni og það gerir Samfylkingin einnir. Framsóknarflokkur nær hinsvegar ekki inn manni.

Fjarðabyggð: Meirihlutinn heldur

Fyrstu tölur úr Fjarðabyggð gefa til kynna að Fjarðalistinn nái inn þremur mönnum og Framsóknarflokkurinn nær inn tveimur mönnum. Meirihlutinn heldur því þar þrátt fyrir að flokkarnir dali. Sjálfstæðismenn ná inn fjórum mönnum.

Staðan í Vestmannaeyjum óbreytt

Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum heldur sínum meirihluta en hann hlaut 797 atkvæði eða 55 prósent atkvæða.

Mosfellsbær: D-listi með hreinan meirihluta

Sjálfstæðismenn fá fjóra menn miðað við fyrstu tölur í Mosfellsbæ og Vinstri grænir ná inn einum manni. M-listinn nær einnig inn einum manni og það gerir Samfylkingin einnig. Framsóknarmenn missa hinsvegar sinn mann og ná ekki fulltrúa í bæjarstjórn.

Eldur í heimahúsi í Hafnarfirði

Eldur kom upp í eldhúsi á Hverfisgötu 52 í Hafnarfirði nú á tíunda tímanum. Fólk sem var í húsinu forðaði sér út áður en slökkvilið kom á vettvang sem slökkti eldinn skjótt. Um frekar lítinn eld var að ræða en mikill reykur fór um alla íbúðina en húsið er tvíbýlishús. Þrír einstaklingar eru nú í skoðun hjá læknum en engum varð sérstaklega meint af að sögn slökkviliðs.

Úrslit í Skorradalshreppi

Úrslit sveitarstjórnarkosninganna í Skorradalshreppi eru ljós. Alls greiddu 22 atkvæði eða 52,30 prósent. Á kjörskrá eru 42.

Eurovision ekki haft mikil áhrif á kosningarnar

Alls höfði 53936 þúsund borgarbúar greitt atkvæði klukkan átta í Reykjavík. Það gera 62,88 prósent en í síðustu sveitarstjórnarkosningunum höfðu 60,84 prósent kosið á sama tíma. Tæplega 86 þúsund manns eru á kjörskrá.

Hera Björk sló í gegn

Hera er búin að syngja á Eurovision. Henni var fagnað ákaft eftir sönginn. Hera söng lagið að sjálfsögðu hnökralaust.

Gunnar Helgi: Kosningarnar verða sögulegar

Prófessor í stjórnmálafræði segir að gömu flokkarnir geti ekki látið eins og ekkert hafi í skorist fái Besti flokkurinn fylgi í samræmi við kannanir.

ívið betri kosningaþátttaka en árið 2006

Alls hafa 45112 kosið í Reykjavík eða 52,59 prósent klukkan sex í dag. Það er um það bil tveimur prósentum meira en kusu í sveitarstjórnarkosningunum árið 2006. Þá voru 50,87 prósent búnir að kjósa eða 43551. Tæplega 86 þúsund eru á kjörskrá í Reykjavík.

Baldvin Jónsson: Höfum ekki hugmynd um það hvað gerist

„Við höfum fundið fyrir gríðarlegum meðbyr eftir Kastljósið í gær en við höfum ekki hugmynd hvað gerist,“ segir Baldvin Jónsson, oddviti Reykjavíkurframboðsins, en hann segir daginn í dag vera þann fyrsta þar sem frambjóðendurnir framboðsins eru ekki á hlaupum út um allan bæ.

Sjá næstu 50 fréttir