Innlent

Virkjunarsinnar sigruðu í Árnessýslu

Tekist var á um virkjanir í neðri Þjórsá í kosningum í tveimur sveitahreppum í Árnessýslu, í Flóahreppi og í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, og hlutu framboð, sem sérstaklega voru stofnuð gegn áformuðum virkjunum, aðeins einn fulltrúa í hvoru sveitarfélagi.

Listar hlynntir virkjunum hlutu hins vegar fjóra fulltrúa og afgerandi meirihluta á báðum stöðum. Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða- og Gnupverjahrepps, túlkar úrslitin sem mikla traustyfirlýsingu um það hvernig sveitarstjórnirnar hafi unnið að málinu og segir mjög gott að fá skýr skilaboð frá kjósendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×