Innlent

Hanna Birna ætlar ekki í formannsframboð

Hanna Birna hefur ekki áhuga á því að gerast formaður Sjálfstæðisflokksins.
Hanna Birna hefur ekki áhuga á því að gerast formaður Sjálfstæðisflokksins.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segist ekki ætla bjóða sig fram til formanns á aðalafundi Sjálfstæðisflokksins í júní. Þetta sagði hún í Silfri Egils.

Hún vildi ekki gefa upp hvort það hefði verið lagt að henni að bjóða sig fram. Aðspurð hvort hún geti hugsað sér að starfa sem óbreyttur borgarfulltrúi svaraði Hanna Birna að hún myndi að sjálfsögðu geta hugsað sér það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×