Innlent

Óformlegar þreifingar í Hafnarfirði

Höskuldur Kári Schram skrifar

Óformlegar þreifingar hafa verið í gangi í Hafnarfirði í dag um myndun nýs meirihluta en oddviti Vinstri grænna vill engu svara um hvort flokkurinn leiti til Sjálfstæðismanna eða Samfylkingar.

Vinstri grænir eru í oddaaðstöðu í Hafnarfirði eftir kosningarnar í gær. Meirihluti Samfylkingarinnar féll en flokkurinn fékk fimm bæjarfulltrúa eins og Sjálfstæðisflokkur.

Vinstri grænir geta því valið hvort þeir mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum eða samfylkingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×