Innlent

Varast að aka í Vík

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er gríðarlegt öskufall í Vík eins og þessi mynd sem Bryndís Fanney sendi fréttastofunni sýnir.
Það er gríðarlegt öskufall í Vík eins og þessi mynd sem Bryndís Fanney sendi fréttastofunni sýnir.
Þar sem mikil aska liggur yfir í Vík í Mýrdal og undir Eyjafjöllum eru tilmæli frá lögreglunni á Holsvelli til vegfarenda að sýna varúð í akstri á svæðinu.

Lögreglan segir að í miklu öskufalli skuli helst forðast akstur eins og kostur er. Aska er skaðleg ökutækjum og vegir geta orðið hálir jafnframt því sem það dregur úr skyggni . Þegar ekið er um þyrlast aska upp.Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi og aka hægt til að bílar þyrli síður upp öskuryki.

Þetta á einkum við í þorpinu í Vík en einnig þar sem vegurinn um öskufallssvæðið liggur nærri bæjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×