Innlent

Ekki talið að andlát Eric hafi borið að með saknæmum hætti

Eric John Burton fannst látinn í Hafnarfjarðarhöfninni í gærkvöldi.
Eric John Burton fannst látinn í Hafnarfjarðarhöfninni í gærkvöldi.

Lögreglan telur ekki að andlát Englendingsins, Eric John Burton, hafi borið að með óeðlilegum hætti að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Eric fannst látinn í Hafnarfjarðarhöfninni í gær eftir að hann hvarf um klukkan níu á miðvikudagskvöldið. Hann hafði ætlað að fara í hraðbanka en snéri aldrei aftur.

Um 80 björgunarsveitarmenn og lögregluþjónar leituðu að Eric í gær en leitin var gríðarlega umfangsmikil.

Eric dvaldi í húsbíl við Háaleitisbrautina. Eric var lungnasjúkur og þurfti að notast við súrefniskút að næturlagi. Að öðru leytinu til var hann vel ferðafær. Að sögn Friðriks er óljóst hvernig andlát Erics bar að en lögreglan rannsakar málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×