Innlent

Nefndum og ráðum fækkað á milli ára

Jóhanna Sigurðardóttir sagði við Birki Jón Jónsson,að nefndum hefði fækkað.
Jóhanna Sigurðardóttir sagði við Birki Jón Jónsson,að nefndum hefði fækkað.

Nefndum og ráðum á vegum ríkisins fækkaði milli áranna 2008 og 2009, kostnaður minnkaði og kynjahlutfall jafnaðist. Þetta kemur fram í svari Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar þingmanns, sem lagt var fram á Alþingi í gær.

Árið 2008 voru 1089 nefndir og ráð starfandi á vegum ríkisins en árið 2009 hafði þeim fækkað í 1042, eða um liðlega 4%. Launakostnaður lækkaði öllu meira eða um rúm 8% milli áranna. Þá jókst hlutur kvenna í nefndum og ráðum á vegum ríkisins úr 38% árið 2008 í 41% í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×