Innlent

Kynna 800 ný störf

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Páll Árnason og Gissur Pétursson kynna 800 ný störf. Mynd/ Vilhelm.
Árni Páll Árnason og Gissur Pétursson kynna 800 ný störf. Mynd/ Vilhelm.
Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra og Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar kynna í dag 800 ný störf, sem spanna allt frá þáttagerð hjá Ríkisútvarpinu til rannsókna á áhrifum eldfjallaösku á flugvélahreyfla.

Markmiðið er að bregðast við miklum skorti á sumarstörfum vegna efnahagsástandsins sem forsvarsmenn námsmanna hafa lýst miklum áhyggjum af. Gert er ráð fyrir að störfin verði auglýst í dagblöðunum um helgina, að því er fram kemur i tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×